Leita í fréttum mbl.is

Ráðningarpukur Steingríms J. Sigfússonar.

Það er skýr meginregla og góðir stjórnsýsluhættir að auglýsa störf þegar ráðið er í stöður hjá hinu opinbera.  Þetta er gert til þess að ráðningar séu gegnsæjar, gætt sé jafnræðis og hæfasti einstaklingurinn verði ráðinn í starfið.  Þar sem erfitt er að segja ríkisstarfsmönnum upp er ennþá mikilvægara að ráðningar séu faglegar. 

 

Þrátt fyrir þetta ætlar Steingrímur J. Sigfússon ekki að gæta gegnsæis, jafnræðis eða bjóða hæfileikaríku fólki að sækja um stöðu ráðuneytisstjóra í nýju atvinnuvegaráðuneyti.  Steingrímur ætlar að stunda pukur og geðþóttaráðningu án auglýsingar.  Þessi aðferð Stengríms við ráðningu í eitt æðsta embætti ríkisins er enn eitt dæmið um atlögu ríkisstjórnarinnar að faglegri og gagnsærri stjórnsýslu.

Athyglisvert verður að sjá hvort að Umboðsmaður alþingis telji ráðningaferlið samræmast góðum stjórnsýsluháttum. Umboðsmaður ákvað, að eigin frumkvæði, að ávíta Geir Haarde, forsætisráðherra, fyrir að auglýsa ekki ráðningu í tímabundið skrifstofustjórastarf á nýrri efnahags-og alþjóðamálaskrifstofu í forsætisráðuneytinu í miðju efnahagshruni.  Málið var keyrt áfram af methraða. Umboðsmaður lauk því á 2 mánuðum (29/12/2008)

enda stóðu öll spjót á Geir og auðvelt að kaupa sér vinsældir með því að hnýta í hann.

Hvað bregst Umboðsmaður Alþingis við núna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Skarplega athugað.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.7.2012 kl. 16:16

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Steingrímur er svo margsagna og laus við stefnufestu að ég held að hann sé búinn að brenna alla brýr að baki sér, bæði hjá almenningi og í eigin flokki. Hann hagræðir öllu eftir sinni skoðun hverju sinni, sem breytist örar en íslenskt veður.

Sumarliði Einar Daðason, 19.7.2012 kl. 16:28

3 identicon

Sæll.

Er það ekki með þetta mál eins og flest mál núverandi stjórnvalda að þau þola illa dagsljós.

Núverandi umboðsmaður er svo slappur að leggja þarf embættið niður og stofna annað og fá nothæft fólk í starfið. Þeir sem þar vinna þurfa að vera eitilharðir frjálshyggjumenn, aðilum sem er meinilla við hið opinbera og rækja starf sitt af ástríðu og samviskusemi. Hérlendis fær opinberi geirinn ekkert aðhald og allir í landinu líða fyrir það.

Svo verð ég að segja, Jón, að ég er enn orðlaus að máli þínu gegn Persónuvernd (vegna SÍ) skuli hafa verið vísað frá vegna þess að þú værir ekki aðili að málinu. Hver á að vernda borgarana gegn átroðningi hins opinbera ef ekki dómstólar? Þessi dómari er starfi sínu ekki vaxinn. Persónuvernd er sömuleiðis afkaplega slöpp stofnun, hef persónulega reynslu af því.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/07/19/ottast_ad_hun_lendi_a_gotunni/

Hér er svo enn eitt dæmið um hegðun útlendingstofnunar en sú stofnun afrekaði það í kringum áramótin 2009/2010 að ógilda kjarasamninga í landinu því hún vildi losna við tælenska konu úr landi og svo með sinnuleysi (2008 eða ef ég man rétt) sínu að pirra Stefán Eiríksson því stofnun gat ekki komið því í verk að vísa erlendum síbrotamönnum úr landi.

Hér er gott dæmi, sem og þitt mál, um brýna þörf að vernda borgarana fyrir gerræðislegum vinnubrögðum opinberra stofnana.

Útlendingastofnun vílar ekki fyrir sér að traðka á fólk og brjóta lög og það sýna ýmsir dómar sem fallið hafa stofnuninni í óhag. Vandinn er bara að í dag kostar ansi mikið fyrir venjulegt fólk að bera hönd fyrir höfuð sér og afleiðingarnar fyrir opinberu stofnunina fyrir lögbrot eru afskaplega litlar ef einhverjar. Það að stjórnvald skuli komast upp með svona er útlendingastofnun en þó fyrst og fremst ráðuneytinu til háborinnar skammar. Þarna þurfa margir hausar að fjúka því það sem fram kemur í fréttinni er stef í starfi stofnunarinnar en ekki einangrað tilvik.

Muna ekki fleiri en ég eftir íslenska manninum sem eignaðist barn með eiginkonu sinni frá Dóminíkanska lýðveldinu. Hún fékk dvalarleyfi en ekki barnið þó DNA próf sýndu svart á hvítu að þau væru foreldrarnir. Maðurinn reyndi að biðla til Rögnu að gera eitthvað en hún vildi ekkert gera. Því miður heyrir maður ekkert hver staðan er á því máli. Útlendingastofnun hengdi sig í einhver aukaatriði og komst lengi vel upp með það - jafnvel ennþá. Ég veit ekki hvort lög heimila það en maðurinn hefði þurft að geta stefnt stofnuninni.

Helgi (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 23:02

4 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Heimir.

Jón Magnússon, 20.7.2012 kl. 01:04

5 Smámynd: Jón Magnússon

Ég vona það svo sannarlega Sumarliði.

Jón Magnússon, 20.7.2012 kl. 01:04

6 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir innleggið Helgi ég held að ég verði að láta staðar numið hér.

Jón Magnússon, 20.7.2012 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 552
  • Sl. sólarhring: 1375
  • Sl. viku: 5694
  • Frá upphafi: 2470078

Annað

  • Innlit í dag: 515
  • Innlit sl. viku: 5223
  • Gestir í dag: 510
  • IP-tölur í dag: 496

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband