Leita í fréttum mbl.is

Þegar Grænlandsjökull var næstum bráðnaður

Reynt er með öllum ráðum að halda við óttanum um hræðilegar afleiðingar hnattrænnar hlýnunar af mannavöldum.  Í síðustu viku voru sýndar myndir teknar úr amerísku gervitungli sem voru sagðar sýna að Grænlandsjökull væri allur að bráðna.

Sagt var að í fyrsta skipti í sögunni næði bráðnun Grænlandsjökuls til alls jökulsins. Hnýtt var við fréttina um þessa ógnvænlegu bráðnun Grænlandsjökuls hvaða áhrif það mundi hafa á sjávarborðið, en helst mátti skilja að það mundi hækka um nokkra sentimetra á næstu dögum.

Nokkru síðar kom í ljós að hryllingssagan var ekki sönn.  Lofthiti yfir Grænlandi hefur verið mjög hár undanfarið, þess vegna náði bráðnun á Grænlandsjökli til nokkurra sentimetra á yfirborðinu. Það skiptir litlu máli þegar verið er að tala um íshettu sem er allt að 3, þriggja  kílómetra há. 

Svo kom í ljós að þetta hafði gerst áður. Meira að segja hafði sambærileg bráðnun á Grænlandsjökli orðið árið 1889, en ekki fer sögum af útblæstri gróðurhúsalofttegunda á þeim tíma. Þá er sagt að ískjarnar sýni að sambærileg bráðnun eigi sér stað á um hundrað ára millibili.

Svo gerðist það að nokkrum klukkustundum eftir að þessir sentimetrar á Grænlandsjökli bráðnuðu að þeir frusu aftur og yfirborð sjávar hækkaði ekkert. 

Skyldu margir fréttamiðlar hafa leiðrétt fréttina um bráðnun Grænlandsjökuls? Alla vega ekki RÚV eða fór það framhjá mér?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þessi frétt hljómaði eins og váfrétt í mínum eyrum en ég efast að það hafi bránað mikið þarna hátt uppi á jölkinum þótt hitastigin fari yfir 0 gráðurnar. Það eru nokkrir fræðimenn sem segja að grænland sé mörg eylönd  og það var talið að vestan við Scorybysundið eða allra lengsta fjörðin hafi borgarísjakarnir farið með hraði út firðinna eins og straumar að austan gungu í gegn.

Valdimar Samúelsson, 29.7.2012 kl. 21:55

2 Smámynd: Jón Magnússon

Já hún gerði það virkilega Valdimar.  Ekki þekki ég þetta með borgarísjakana í Scoresbisundi.

Jón Magnússon, 29.7.2012 kl. 23:25

3 Smámynd: Kristinn Pétursson

Ég hef rökstuddan grun um að "hnattærn hlýnun" sé fengin með því að nýta borgarhitamæla með í gagnagrunn um "hnattræna hlýnun".

Borgir sem stækka - húsum fjölgar - skógar og skjólbelti aukast - í borginni "hlýnar" þá langt umfram það sem áður var - með nokkur hús.

Þess vegna verður að taka alla borgarhitamæla út úr gagnagrunni um "hnattræna hlýnun".

Sérstök vottunarstofa - verður síðan að votta að einungis séu eftir mælistaðir í gagnagrunni þar sem óverulegar breytingar hafa orðið í umhverfi - eins og t.d. Grímsstaðir á Fjöllum og margar aðrar veðurstöðvar á Íslandi - þar sem hitamælirinn er enn á sama stað og engin röskun í umhverfi sem heitið getur.

Þannig yrðir til nýr gagnagrunnur um "hnattræna hlýnun" sem yrði marktækari en núverandi grunnur.

Reykjavík er t.d. dæmi um ónothæfan mælingarstað þar sem mælirinn hefur verið færður til og skjól, malbik, hús, mannfjölgun, hitaveita - rafmagn,tré, runnar o.fl. hefur haft mikil áhrif sem skekkir mælinguna.

Til að kóróna delluna hafa menn reynt að "leiðrétta" slíkar vitlaust skráðar mælingar sem eru afar barnaleg "vísindi" svo ekki sé meira sagt.

Út með alla vafassama mælingarstaði  - úr gagnagrunni um hnattræna hlýnun og þá kemur ný niðurstaða.

Á Íslandi er ekki enn orðið jafn hlýtt og 1924-1960 en hlýjast var þá 1950-1960.  1952 voru t.d.  Túnfiskar í Vopnafirði hluta sumars og smokkfiskur veittist þá bæði vestan og austan við landið - en engin tækni var þá til að veiða makríl.

Kristinn Pétursson, 30.7.2012 kl. 14:04

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Nú er mér ekki kunnugt hvaðan þú ert að túlka þessa frétt, það kemur ekki fram hjá þér, en þessi útlistun þín Jón, er meira og minna röng samkvæmt m.a. sem heyra mátti hjá Ríkisútvarpinu. Í lok hennar kom það m.a. mjög skýrt fram, að vísindamennirnir sem komu að þessum mælingum, TREYSTU SÉR EKKI til að dæma um hvort hlýnun jarðar ætti þarna hlut að máli.

Magnús Geir Guðmundsson, 30.7.2012 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 214
  • Sl. sólarhring: 509
  • Sl. viku: 4430
  • Frá upphafi: 2450128

Annað

  • Innlit í dag: 195
  • Innlit sl. viku: 4124
  • Gestir í dag: 191
  • IP-tölur í dag: 189

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband