Leita í fréttum mbl.is

Munaðarlausu fjárlögin

Forsætisráðherra sagði Oddnýu Harðardóttur hafa gegnt embætti fjármálaráðherra með mikilli prýði og staðið sig vel. Þess vegna taldi Jóhanna rétt að hún viki. Varaformaður Samfylkingarinnar sagði að Oddný hefði staðið sig með sóma og tók undir með formanni sínum að það væri því eðlilegt að hún léti af störfum.

Fyrir 8 mánuðum leysti forsætisráðherra, Steingrím J. Sigfússon undan því að vera fjármálaráðherra þegar ljóst var að hann réði ekki við verkefnið sérstaklega ekki á kosningaári.  Oddný Harðardóttir var síðan tekin í starfsþjálfun í fjármálaráðuneytinu í 8 mánuði meðan gengið var frá undirbúningi fjárlaga.

Nú þegar fjárlagafrumvarp er nánast alskapað þá þykir Samfylkingunni rétt að sá sem ber pólitíska ábyrgð á þeim víki vegna góðra starfa eins og það er orðað og við taki þingmaður úr Kópavogi sem hentar nú að koma úr barneignafríi.

Fjárlögin eru því munaðarlaus. Steingrímur J. hljóp frá óreiðunni og skilaði lyklum fjármálaráðuneytisins til konu sem fékk að sitja opinmynnt á skólabekk hjá starfsmönnum fjármálaráðuneytisins við undirbúning fjárlaga. Nú tekur við fjármálaráðherraembættinu kona sem hefur ekki átt þess kost að setja sig inn í þá faglegu vinnu sem unnin hefur verið við fjárlögin og sest nú opinmynnt á skólabekk til að fá fræðslu um helstur forsendur og áherslu fjárlaga.

Samfylkingin telur greinilega að pólitísk ábyrgð, forusta og frumkvæði eigi ekki við lengur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 292
  • Sl. sólarhring: 724
  • Sl. viku: 4113
  • Frá upphafi: 2427913

Annað

  • Innlit í dag: 268
  • Innlit sl. viku: 3804
  • Gestir í dag: 260
  • IP-tölur í dag: 249

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband