Leita í fréttum mbl.is

Neil Armstrong

Suma hluti man fólk betur en aðra. Flestir sem komnir eru yfir miðjan aldur muna eftir fyrstu tunglendingunni og þegar Neil Armstrong flutti heiminum þau skilaboð þegar hann steig fæti sínum á tunglið að þetta væri lítið skref fyrir einstakling en risastökk fyrir mannkynið. 

Áður en hann var tengdur alheimnum og bara tengdur innanhúskerfi NASA  sagði hann að vísu "Good luck Mr. Gorsky" en þau ummæli vísuðu til skemmtilegrar sögu sem hann opinberaði ekki fyrr en um árið 2000 eða um 30 árum eftir tunglferðina og margir kunna skil á.

Ég átti þess kost að hitta Neil Armstrong og félaga hans við Mývatn sumarið 1965. Þá var hann þar ásamt hópi frá NASA við að kynna sér aðstæður og jarðfræði við Öskju.  Stjórnandi þeirrar ferðar var Guðmundar heitinn Sigvaldason jarðfræðingur sem þá var kennari minn við Menntaskólann í Reykjavík.

Við strákarnir sem unnum við að byggja Kísilgúrverksmiðju við Mývatn á þeim tíma, gengumst fyrir útihátíð þá helgi sem geimfaraefnin dvöldu í Hótel Reynihlíð. Þeir mættu á hátíðina og skemmtu sér hið besta og tóku þátt í ýmsum atriðum. M.a. tókumst við á við þá í reiptogi og höfðum sigur. Það var fyrst og fremst að þakka fílefdlum þingeyskum bændum sem slógust þá í lið með  okkur strákunum úr Reykjavík.

Minningin um þetta kvöld og kynni við þessi bandarísku geimfaraefni finnst mér mjög ljúf og er enn í fersku minni. Óneitanlega er skrýtið að þessir vösku og mætu menn Guðmundur Sigvaldason og Neil Armstrong skuli nú báðir vera fallnir frá.

Blessuð sé minning þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Jón, eitt finnst mér leiðinlegt.  Þegar talað er um Edwin Aldrin og Neil Armstrong, blessuð sé minning hans, er oftast ekki minnst á 3ja manninn.  Þeir voru 3 saman.  Geimfarinn Michael Collins var með þeim í geimskipinu.  Hann flaug geimfarinu í kringum tunglið á meðan hinir voru úti.  RUV minnstist ekki orði á Michael Collins, eins og hann kæmi málinu ekki við.

Elle_, 26.8.2012 kl. 15:57

2 identicon

Nýjar rannsóknir benda til að mannslíkaminn þoli ekki að fara út fyrir segulsvið jarðar sem þýðir að það er útilokað að þeir hafi farið til tunglsins;

http://en.wikipedia.org/wiki/Moon_landing_conspiracy_theories

GB (IP-tala skráð) 26.8.2012 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 298
  • Sl. sólarhring: 691
  • Sl. viku: 4119
  • Frá upphafi: 2427919

Annað

  • Innlit í dag: 274
  • Innlit sl. viku: 3810
  • Gestir í dag: 265
  • IP-tölur í dag: 254

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband