Leita í fréttum mbl.is

Geðþóttaráðning Steingríms J. á ráðuneytisstjóra og umboðsmaður Alþingis

Steingrímur J. Sigfússon hefur nú ráðið ráðuneytisstjóra í hinu "nýja" atvinnuvegaráðuneyti eftir vel sviðsett leikrit með hæfnisnefnd, sem fékk að hitta þrjá núverandi ráðuneytisstjóra.  Starfið var ekki auglýst, þrátt fyrir að slíkt sé meginreglan um störf hjá hinu opinbera og góðir stjórnsýsluhættir.  Var við því að búast af Steingrími J. að hann virti slíkar leikreglur í lýðræðisþjóðfélagi?

 

Starfsauglýsingar hafa það markmið að tryggja að ráðningar hjá hinu opinbera séu gegnsæjar, gætt sé jafnræðis og hæfasti einstaklingurinn verði ráðinn.  Steingrímur Sigfússon hefur ekki áhuga á slíku heldur vill gamaldags pukur og geðþóttaráðningar.

 

Tveir aðrir ráðherrar þau Jóhanna Sigurðardóttir  og Ögmundur Jónasson brjóta jafnræðislög ef þeim þykir þess þurfa.  Þannig er ráðningarferlið hjá ríkisstjórn "gagnsæis" sem sagðist vera á móti "leyndarhyggju".

Fróðlegt verður að sjá viðbrögð Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Alþingis. Varla telur hann ráðningaferli Steingríms samrýmast góðum stjórnsýsluháttum.  Umboðsmaður birti nýlega sérstakar ábendingar um auglýsingar á lausum störfum hjá ríkinu á vefsíðu sinni.  Umboðsmaður hefur sýnt það að hann lætur slík mál til sín taka. 

Umboðsmaður  ákvað, að eigin frumkvæði, að ávíta Geir H. Haarde þáverandi forsætisráðherra fyrir að auglýsa ekki ráðningu í tímabundið skrifstofustjórastarf á nýrri efnahags-og alþjóðamálaskrifstofu ráðuneytisins í miðju bankahruni.  Málið gegn Geir var keyrt áfram af methraða miðað við almennan málshraða umboðsmanns, en því lauk á 2 mánuðum eða þ. 29/12/2008.

 

Því verður ekki trúað að málið gegn Geir H. Haarde, á viðkvæmum tíma, hafi einungis verið í vinsældarskyni og Steingrímur J. Sigfússon fái aðra meðferð hjá Umboðsmanni. 

 

Þá er samkennd Umboðsmanns Alþingis og núverandi stjórnvalda mun meiri en álitið hefur verið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 502
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband