Leita í fréttum mbl.is

Össur og Jón Gnarr í feluleik?

Fyrir nokkru mótmæltu þeir kröftuglega Össur utanríkisráðherra og fyrirbrigðið á borgarstjórastól yfir dómi vegna helgispjalla 3 meðlima söngsveitarinnar "Pussy Riot".  Það athyglisverða við það mál er að meirihluti söngsveitarinnar framdi ekki helgispjöll og hefur ekki sætt ákæru. Mótmælin gegn Putin voru ekki það sem úrslitum réði heldur helgispjöllin, en við slíku liggur líka refsing hér á landi.

Þeir félagar, Gnarr og  Össur fóru mikinn í mótmælum sínum vegna þessara meintu mannréttindabrota og kölluðu heimsbyggðina til aðgerða í málinu.

Búast mátti við, þar sem hugur þeirra var fanginn í ríkjum gömlu Sovétríkjanna, ekki í fyrsta skipti, að þeir mundu láta meint og raunveruleg mannréttindabrot á því svæði sig miklu varða.

Þ. 29. ágúst var Yulia Tymoshenko fyrrum forsætisráðherra Úkraínu dæmd í 7 ára fangelsi án möguleika til áfrýjunar. Meint sök að samningar sem hún gerði við Rússa um gaskaup væru óhagkvæmir. Yulia fær ólíkt stelpunum í "Pussy Riot" ekki að áfrýja málinu. Pólitískur andstæðingur Yuliu núverandi forsætisráðherra Viktor Yanukovich hefur bein afskipti af málinu. Evrópusambandið og Bandaríkin hafa mótmælt aðförinni að Yuliu og krafist þess að hún væri leyst úr haldi og réttarhöldin gegn henni væru pólitísk aðför- mannréttindabrot.

Þrátt fyrir þetta þegja þeir félagar Össur og Jón Gnarr. Hvorki heyrist hósti né stuna frá þessum glaðbeittu mannkynsfrelsurum sem mótmæltu með orðum og gerðum áfrýjanlegum dómi yfir "Pussy Riot".  Þeim kemur greinilega ekki við þegar stjórnmálamaður er dæmdur af pólitískum andstæðingi á pólitískum forsendum.  

Óneitanlega furðulegur söfnuður þessir félagar Jón Gnarr og Össur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þeir steinhalda líka kjafti yfir því, að lögregla Suður-Afríkustjórnar drap 34 og særði 78 þeldökka verkfallsmenn fyrir skemmstu. En hneykslan þeirra beinist ekki að Pútín -- hvenær hafa þeir hneykslazt á honum? Er það ekki til óvinsælda falið meðal sumra öfgavinstrimanna? Hneykslanin beinist að guðlastsákvæðunum. Kannski þeir óttist, að almennileg stjórnvöld eigi eftir að herða þau ákvæði hér fremur en að afnema þau, eins og hugur þessara óstýrilátu stjórnleysingja stendur til. Sjálfur hefur Jón Gnarr fallið í þá freistni að leggja nafn skapara síns við hégóma í fjáröflunarskyni fyrir sjálfan sig, sbr. hér: "Þið getið ekki þjónað Guði og Mammon" og hér: Illt hlutskipti Gnarrs.

Jón Valur Jensson, 4.9.2012 kl. 02:18

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Bíddu nú við Jón, var það ekki þessi ríkisstjórn sem tók upp þá stefnu að  pólitíska andstæðinga fyrir dóm?

Sigurður Þorsteinsson, 4.9.2012 kl. 06:51

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er margt við þessa grein þína að segja en þá verða menn að velja úr hvaða mál þeir vilja verja enda geta menn ekki mótmælt öllu.

Hvað varðar skrif þín um mál Pussy Riot þá ferð þú ekki rétt með málið. Þessar konur frömdu ekki nein helgispjöll og það er þess vegna sem verið er að mótmæla ákærum á þær fyrir slíkt. Það eina sem þær gerðu var að mótmæla stjórn Putin og tilraunum hans til að berja niður mótmæli gegn stjórnvöldum ásamt því að mótmæla tjónkun rússnesku Rétttrúnaðarkirkjunar við þá spiltu valdhafa. Þær voru með öðrum til viðbótar við að ráðast að valdhöfum landsins að ráðast á stjórnendur kirkjudeildarinnar en ekki á trúnna sjálfa.

Það eru því engin helgispjöll falin í því og því er alveg ljóst að þessi ákæra er til að berja á mótmælendum sem hafa náð að fanga athygli á mótmælum sínum til þess að losna við mótmæli. Lýðnum skal ljóst að mótmæli gegn stjórnvöldum eru ekki liðin og þeir sem standa fyrir slíku svo að eftr sé tekið lendi í fangelsi. Aðalástæða þess að ekki eru allir meðlimir hljómsveitarinnar ákærðir er sú að þær voru með labúsettur sem gerði það að verkum að erfitt var að bera kensl á þær allar. Nú eru aðrir meðlimir hljómsveitarinnar flúnir land enda ljóst að eftir dómin á hinum væri komin meiri harka í málið og stutt í handtöku þeirra.

Hvað varðar það að þær völdu sér kirkju til að mótmæla í þá er þessi salur sem þær mótmæltu í ekki heilagari en það að hann er oft leigður út til veisluhalda eftir því sem facebook vinur minn sem er giftur rússnerskri konu sagir.

Reyndar skiptir það engu máli. Það er út í hött að taka harðar á því að svona sé gert í kirkju frekar en að það sé gert í leikhúsi eða íþróttaleikvangi. Það er alveg jafn slæmt að trufla leiksýningu eða íþróttaviðburð eins og að trufla messu. Þú hefur verið að halda því fram að hægt væri að dæma þessar konur fyrir sams konar framkomu hér á landi. Staðreyndin er sú að hér á landi væri í mesta lagi hægt að ákæra þær fyrir óspektir á almannafæri þar sem viðurlögin eru smá sekt. Enda var hér ekki um helgispjöll að ræða.

Það sem þessar konur voru að vekja athygli á er meðal annars það að rússnesk stjórnvöld eru markvisst að minnka tjáningarfrelsi almennings meðal annars með því að þrengja verulega rétt fólks til mótmæla. Meðal annars er búið að setja lög sem heimila sekt sem er hærri en árslaun venjulegara launþega fyrir að mótmæla stjórnvöldum.

Þess vegna er bárátta þessara kvenna barátta fyrir tjáningarfrelsi í Rússlandi og þar með er baráttan fyrir frelsun þeirra líka baráttan fyrir táningarfrelsi í Rússlandi því ef stjórnvöld komast upp með þá svívirðu sem handtaka, ákæra og dómur yfir þessum konum er þá mun það hræða aðra frá því að mótmæla rússneskum stjórnvöldum.

Þessar konur eru hetjur en ekki glæpamenn. Þær mega vera stolltar af því sem þær hafa gert. Þær eru meira að segja tilbúnar að færa fórnir með því að neita að taka við sakaruppgjöf að hálfu Pútín því þær vilja í fyrsta lagi ekki að hann geti notað það til að afla sér vinsælda auk þess sem slíkt gæti af einhverjum verið túlkað á þann veg að þær viðurkenndu að hafa gert eitthvað rangt.

Sigurður M Grétarsson, 4.9.2012 kl. 23:05

4 Smámynd: Jón Magnússon

Alveg rétt Jón Valur. Sammála þér.

Jón Magnússon, 5.9.2012 kl. 13:01

5 Smámynd: Jón Magnússon

Jú Sigurður það var þessi ríkisstjórn. En svo Össur sé látin njóta sannmælis þá greiddi hann atkvæði á móti. Honum er ekki alls varnað nema síður sé.

Jón Magnússon, 5.9.2012 kl. 13:02

6 Smámynd: Jón Magnússon

Óneitanlega finnst mér þú snúa staðreyndum á haus Sigurður. Það eru til myndir af því sem gerðist í kirkjunni og það voru ótvíræð helgispjöll að mínum dómi. Þú getur haft aðra skoðun. Svo getur þú líka haft þá skoðun að þessar konur séu hetjur. Ég deili ekki þeirri skoðun með þér. Mér finnst ekkert hetjulegt við það að ráðast inn í kirkju í mótmælaskyni. Þessar konur eru fulltrúar ákveðinna viðhorfa og þeim var alveg ljóst hvað mundi gerast ef þær réðust inn í kirkjuna með þeim hætti sem þær gerðu.

 Athugaður Sigurður að þær eru ekki sakaðar um að hafa verið með mótmæli gegn Pútín heldur fyrir helgispjöll. Það eru fleiri í hljómsveitinni með "smekklega" nafninu sem mótmæltu fyrir utan kirkjuna en þær hafa hvorki verið handetknar né ákærðar þrátt fyrir mótmæli gegn stjórnvöldum. Bara þær sem frömdu helgispjöllin.

Svo verða menn að velja sínar hetjur fyrir sig.

Jón Magnússon, 5.9.2012 kl. 13:06

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jón Magnús. Mér sýnist þú heldur betur vera að kasta steini úr glerhúsi þegar þú ert að ásaka mig fyrir að snúa hlutunum á haus. Getur þú útskýrt í hverju helgispjöll Pussy Riot felst?

Skoðum þetta aðeins. Þær fóru fram fyrir sönfuðinn í kirkjunni án þess að ryðjast gegn nokkrum manni eða ýta einhverjum frá. Þær beittu engu ofbeldi og frömdu engin skemmdarverk hvorki á helgum munum né öðrum. Þær fluttu harða gagnrýni á Putin og rússnesk stjórnvöld auk þess að flyta harða gagnrýni á Rússnesku Rétttrúnaraðrkirkjuna. Í því efni voru þær að gagnrýna þá menn sem stjórna kirkjudeildinni en ekki á nokkurn hátt að gagnrýna eða gera lítið úr trúarbrögðunum sjálfum. Þær voru því ekki á nokkurn hátt að særa trúartilfinningar fólks.

Í hverju eru þá helgispjöllin fólgin? Ert þú virkilega að halda því fram að það að gagnrýna framferði stjórnar tiltekinnar kirkjudeildar séu helgispjöll? Ef svo er hvernig rökstyðuru það.

Eða ert þú að halda því fram að það að viðhafa nótmæli inni í kirkju séu helgispjöll? Það er mjög algengt út um allan heim að kirkjur séu notaðar til mótmæla. Meira segja er algegnt að Prestar noti ræðustólinn í kirkjum til að mótmæla aðgerðum stjórnvalda eða hvetja til aðgerða. Ég man eftir dæmi þar sem prestur á Norður Írlandi notaði ræðustól í jarðaför fórnarlambs hryðjuverks til að hvetja til þess að dauðadómar yrðu teknir aftur upp í Bretlandi.

Eru það bara helgispjöll ef aðrir en presturinn viðhafa mótmæli í Kirkjum? Ég veit ekki betur en að oft hafi kirkjur verið miðpunktur mótmælaaðgerða gegn aðkilnaðarstefnu kynþátta í suðurríkjum Bandaríkjanna á sínum tíma. Martin Luter King var prestur og ég geri fastlega ráð fyrir að hann hafi oft viðhaft mótmæli í ræðustól sínum.

Það er því algerlega út í hött að tala um það sem helgispjöll að nota kirkju til mótmæla. Þessi ákæra og dómur gegn Pussy Riot eru ekkert annað en pólitískar ofsóknir þar sem verið er að dæma mótmælendur á grunvelli helgispjalla. Þetta eru skýr skilaboð til þeirra sem hyggjast vera í fararbroddi mótmæla í framtíðinni að það verði fundin einhver leið til að koma þeim í fangelsi með upplognum sökum.

Þú talar um að aðrir meðlimir hljómsveitarinnar hafi ekki verið ákærðir. Hvers vegna heldur þú að þær hafi flúið land?

Staðreynin er sú að Pussy Riot voru orðnar einar af þeim sem voru í fararbroddi við adóf gegn markvissum aðgerðum rússneskra stjórnvalda til brjóta tjáningarfrelsi í rússlandi á bak aftur. Þær eru því meðal þeirra sem standa í fararborddi fyrir vernd tjáningafrelsisn og réttarins til að mótmæla í Rússlandi. Þær eru því hetjur í augum allra þeirra sem finnst tjáningarfrelsi mikilvægt.

Gleymum því ekki að Amnesty International hefur tekið mál þeirra upp á sína arma og hafa skilgreint þessar konur sem pólitíska fanga. Þau samtök hafa örugglega meiri þekkingu á þessu máli en þú. Þetta eru virt samtmök og leitun af ópólitískari samtökum en þeim. Þessi samtök taka aldrei upp á arma sína fólk sem beitt hefur ofbeldi. Þau viðahafa alltaf mikla rannsóknarvinnu gagnvart þeim málum sem þau taka upp á sína arma og fullvissa sig um að raunverulega sé um pólitíska fanga eða pólitísk réttarhöld að ræða.

Það er alveg á tæru að baráttan fyrir frelsun Pussy Riot og baráttan fyrir því að fletta ofan af þeirri staðreynd að þarna er um pólitísk réttarhöld að ræða er baráttan fyrir lýðræði og tjáningarfrelsi í Rússlandi.

Sigurður M Grétarsson, 5.9.2012 kl. 15:21

8 Smámynd: Jón Magnússon

Sigurður Grétarsson ég ætla ekki að fara að standa í ritdeilu við þig á þessum vettvangi. Helgispjöll er allt annað en þegar kirkjunar þjónar mótmæla þjóðfélagslegu óréttlæti eða taka upp baráttu á kirkjulegum vettvangi gegn slíku eða fyrir velferðarmálum. Þú virðist ekki gera mun á þessu tvennu.  Þá er sjálfsagt líka illmögulegt að skýra sambærilegt ákvæði í íslenskri refsilöggjöf.  Þess vegna leyfi ég þínum skoðunum að komast að þó þetta sé í annað skipti og í ótrúlega löngu máli miðað við færsluna. Svo er það eitt Sigurður. Við getum aldrei sagt að þar sem að einhver merkilegur aðili hvort heldur það er Amnesty International eða Putin hafi sagt eitthvað að þá felist hinn eini tæri sannleikur í því. Ég leyfi mér alltaf að skoða hlutina og velta við hverjum steini. Í framhaldi af þeirri skoðun tel ég að þeir meðlimir þessa sönghóps sem tróðu upp með sínum hætti í höfuðkirkjunni í Moskvu hafi framið helgispjöll.

En þessi færsla hjá mér Sigurður er ekki fyrst og fremst um "Pussy Riot" stelpurnar heldur það með hvaða hætti þeir félagar Össur og Jón Gnarr nálgast mál með mismunandi hætti og muna t.d. ekki eftir að mótmæla þegar fyrrum forsætisráðherra Úkraínu er dæmd í fangelsi án þess að fá tækifæri til að áfrýja dómnum. "Pussy Riot" stelpurnar hafa þó möguleika til að áfrýja.  En þú ert Sigurður að snúa út úr því sem máli skiptir varðandi færsluna og þú verður að eiga það við þig.

Jón Magnússon, 5.9.2012 kl. 20:44

9 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þú ert sem sagt að segja að þegar kirkjunar þjónar nota kirkjuna til að mótmæla þjóðfélagslegu óréttlæti þá eru það ekki helgispjöll en þegar einhverjir aðrir nota kirkju til að gera það sama þá eru það helgispjöll. Getur þú rökstutt þetta?

Hvar í íslenskri refsilöggjöf er ólöglegt að mótmæla þjóðfélaglegu óréttlæti í kirkju?

Sigurður M Grétarsson, 6.9.2012 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 307
  • Sl. sólarhring: 665
  • Sl. viku: 4128
  • Frá upphafi: 2427928

Annað

  • Innlit í dag: 283
  • Innlit sl. viku: 3819
  • Gestir í dag: 272
  • IP-tölur í dag: 261

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband