9.9.2012 | 22:55
Pólitískur vígamaður í kufli fræðimanns
Sú var tíðin að Stefán Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands naut álits sem fræðimaður. Nú hefur komið í ljós að Stefán Ólafsson er pólitískur vígamaður Samfylkingarinnar í kufli fræðimanns. Ætla hefði mátt að prófessorinn teldi mikilvægt að varðveita mannorð sitt sem fræðimaður og gæta þess að fara ekki yfir mörk hins siðlega í pólitískri orðræðu. Þessu er því miður ekki lengur að heilsa.
Í pistli sem Stefán prófessor skrifar á Eyjuna þ. 7.9. s.l. finnst honum sæma að samsama sig með slefberanum á DV sem tók við illa fengnum gögnum úr Landsbankanum og birti miður smekklegan leiðara hans athugasemdalaust á bloggsíðu sinni.
Við skulum athuga hvað það er sem prófessor Stefán er hér að samsama sig með en það er þetta í hnotskurn: Opinber embættismaður er sakaður um að hafa aflað gagna með ólögmætum hætti um einn þingmann þjóðarinnar í því skyni að koma höggi á þingmanninn. Hvað skýringar gaf þessi opinberi embættismaður á athæfi sínu. Jú þá að þingmaðurinn hefði gagnrýnt störf hans og stofnunarinnar og spurt spurninga varðandi þau atriði opinberlega m.a. á Alþingi.
Ekki skiptir máli hvað opinberi starfsmaðurinn heitir eða þingmaðurinn sem hér ræðir um. Það sem skiptir máli er að hér er um beina ógn við það að þingmenn sinni eftirlitsskyldu sinni og séu gagnrýnir á stjórnsýsluna. Þegar Stefán Ólafsson prófessor og raunar einnig kollegi hans Þorvaldur Gylfason samsama sig með þessum vinnubrögðum þá eru alvarlegir hlutir á ferð og sýnir að um algjört siðrof er að ræða hjá þessum einstaklingum á hinum pólitíska vígvelli.
Sú staðreynd að prófessorar við Háskóla Íslands eins og Stefán og Þorvaldur skuli afsaka það og hreinlega mæla með að opinnber embættismaður reyni með ólögmætum og refsiverðum hætti að ná sér niðri á þingmanni sem gagnrýnir embættisfærslur hans og stofnunar hans er svo alvarlegt að unnendum lýðræðis og siðlegra vinnubragða á opinberum vettvangi ætti að vera brugðið.
Hvað skyldu nú siðfræðiprófessorarnir sem unnu sérskýrslu við skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis segja um svona sjónarmið og vinnubrögð? Hvarf dómharkan þegar réttir menn voru komnir til valda?
Mér finnst það dapurlegt að prófessor Stefán og Þorvaldur skuli fara langt út fyrir öll eðlileg mörk í pólitískri vígamennsku og telji eðlilegt að beita öllum meðölum til að ná sér niðri á póltískum andstæðingi þar sem tilgangurinn helgi meðalið. Einkum er það dapurlegt þegar fyrir liggur að athæfið sem þeir mæla með er bæði löglaust og siðlaust.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Mannréttindi, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:06 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 302
- Sl. sólarhring: 679
- Sl. viku: 4123
- Frá upphafi: 2427923
Annað
- Innlit í dag: 278
- Innlit sl. viku: 3814
- Gestir í dag: 268
- IP-tölur í dag: 257
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Hér er talað um "hin pólitíska vígvöll" og mörk í "pólitískri vígamennsku." Þetta er í raun krabbameinið í íslenskum stjórnmálum og minnir óneitanlega á það þegar bókstafstrúarmenn takast á.
"Mínar skoðanir eru betri en þínar." Hagsmunahópar takast á um kökuna án þess að spyrja hvað sé heildinni fyrir bestu.
Hvernig væri að spyrja hvernig við getum unnið saman til hagsbóta fyrir allt samfélagið? Hvernig væri að hætta að leika fórnarlömb og átta okkur á hvað það er sem við raunverulega viljum.
Sigurður Bárðarson (IP-tala skráð) 10.9.2012 kl. 09:03
Sæll Jón og takk fyrir góða grein. Mér finnst það umhugsunarefni hvernig Háskóli Íslands sættir sig við að vera slík pólítisk ormagryfja sem hann í reynd virðist vera og er þeirrar skoðunar að deildarforsetar og annað ráðandi fólk innan þeirra eigi ekki að vera að skrifa pólitískt efni í almenna fjölmiðla, þeir eigi að láta sér nægja að skrifa vísindagreinar á hinum akademíska vettvangi til að tryggja hlutleysi skólans síns. stundum krefjast stöður fóks þess að það haldi sig til hlés á hinum pólitiska vettvangi.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 10.9.2012 kl. 09:34
Skoðanaskipti eru eðlileg og pólitísk vígamennska er hluti af því Sigurður en það verða að vera mörk á öllu eins og þú bendir réttilega á. Það er líka rétt hjá þér að fórnarlamba leikurinn kostar allt of mikið.
Jón Magnússon, 10.9.2012 kl. 10:53
Þakka þér fyrir Kristján. Ég vil ekki svipta háskólamenn skoðana- eða ritfrelsinu, en ég geri þá kröfu til þeirra að þeir gæti ákveðins hófs í pólitískri vígamennsku. Þess hafa hvorki Stefán Ólafsson né Þorvaldur Gylfason gætt undanfarið því miður. Það er þeim og stofnuninni sem þeir vinna hjá til álitshnekkis.
Jón Magnússon, 10.9.2012 kl. 10:56
Hyggja þeir á frama hjá ESB?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.9.2012 kl. 20:58
Kæmi mér ekki á óvart Heimir.
Jón Magnússon, 10.9.2012 kl. 23:04
Þessi grein er talsverður útúrsnúninrug á því sem Ingi Freyr er að skrifa og Stefán Ólafsson vísar síðan í. Enda er ekki vitnað í þessar greinar með tengingu því ef lesendur þessa blogs læsu þær þá sæju þeir starax þennan útrúsnúning. Greinin hans Stefáns má sjá hér:
http://blog.pressan.is/stefano/2012/09/07/skuggahlid-thingmanns/#respond
Þarna er ekki verið að tala um Alþignismann sem er að vinna vinnuna sína með eðlilegum spurningum heldur mann sem er bak við tjöldin að reyna að koma höggi á Gunnar og þar með Fjármálaeftirlitið til að gera rannsóknir Fjármálaeftirlitsisn tortryggilegar og þá væntanlega til að verja þá sem þar eru til rannsóknar. Það er einungis verið að segja að í því ljósi séu gjörðir Gunnars skiljanelgar án þess að verið sé að réttlæta þær. Meðan allar er þar sagt að Gunnar gruni Guðlaug um að hafa gert nákvæmlega það sama og hann gerði það er að leka trúnaðargögnum í fjölmiðla eða í tilfelli Guðlausgs í Kastljósið.
Það hafa verið gerð þrjú lögfræðiálit þar sem í öllum tilfellum hefur verið niðurstaðan að fyrri störf Gunnars hjá Landsbankianum geri hann ekki vanhæfan til að gegna stöðu forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Það er því ljóst að þær ásakanir sem á hann eru bornar í því máli meðal annars í skrifum Jóns Magnússonar hér eru ekki í samræmi við staðreyndir málsins.
Það sem er þó meginpuntkurinn í máli Inga og Stefáns eru spurningar um það af hverju engin er að ræða þá spillingu sem fram kom í þeim upplýsingum sem Gunnar er ásakaður um að hafa lekið í DV. Það er upplýsingar um það að þegar Guðlaugur var kominn í vanda vegna kaupa á tryggingarumboði sem hann virðist ekki hafa getað skapað sér þær tekjur af sem hann þurfit til að standa undir fjármögnun þess þá fær hann fyrrum vinnufélaga sinn hjá Búnaðarbankanum sem þá var orðin bankastjórni Landbankans til að láta Landsbankann kaupa það af honum og skera hann þannig niður úr snörunni. Það hefur komið fram að Landsbankinn hafð ekkert með þetta tryggingarumboð að gera enda starfrækti hann það aldrei heldur var kaupverðið upp á 33 milljónir afskrifað nokkrum árum seinna sem tapað fé.
Það að ekkert virðist fjallað um þessa spillingu sem Guðlaugur er flæktur í segir allt sem segja þar um það hvaða öfl það eru sem stjórna umræðunni í flestum stóru fjölmiðlunum öðrum en DV.
Sigurður M Grétarsson, 12.9.2012 kl. 03:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.