Leita í fréttum mbl.is

Pólitískur vígamaður í kufli fræðimanns

Sú var tíðin að Stefán Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands naut  álits sem fræðimaður. Nú hefur komið í ljós að Stefán Ólafsson er pólitískur vígamaður Samfylkingarinnar í kufli fræðimanns. Ætla hefði mátt að prófessorinn teldi mikilvægt að varðveita mannorð sitt sem fræðimaður og gæta þess að fara ekki yfir mörk hins siðlega í pólitískri orðræðu. Þessu er því miður ekki lengur að heilsa.

Í pistli sem Stefán prófessor skrifar á Eyjuna þ. 7.9. s.l. finnst honum sæma að samsama sig með slefberanum á DV sem tók við illa fengnum gögnum úr Landsbankanum og birti miður smekklegan leiðara hans athugasemdalaust á bloggsíðu sinni.

Við skulum athuga hvað það er sem prófessor Stefán er hér að samsama sig með en það er þetta í hnotskurn: Opinber embættismaður er sakaður um að hafa aflað gagna með ólögmætum hætti um einn þingmann þjóðarinnar í því skyni að koma höggi á þingmanninn. Hvað skýringar gaf þessi opinberi embættismaður á athæfi sínu. Jú þá að þingmaðurinn hefði gagnrýnt störf hans og stofnunarinnar og spurt spurninga varðandi þau atriði opinberlega m.a. á Alþingi.

Ekki skiptir máli hvað opinberi starfsmaðurinn heitir eða þingmaðurinn sem hér ræðir um. Það sem skiptir máli er að hér er um beina ógn við það að þingmenn sinni eftirlitsskyldu sinni og séu gagnrýnir á stjórnsýsluna. Þegar Stefán Ólafsson prófessor og raunar einnig kollegi hans Þorvaldur Gylfason samsama sig með þessum vinnubrögðum þá eru alvarlegir hlutir á ferð og sýnir að um algjört siðrof er að ræða hjá þessum einstaklingum á hinum pólitíska vígvelli.

Sú staðreynd að prófessorar við Háskóla Íslands eins og  Stefán og Þorvaldur skuli afsaka það og hreinlega mæla með að opinnber embættismaður reyni með ólögmætum og refsiverðum hætti að ná sér niðri á þingmanni sem gagnrýnir embættisfærslur hans og stofnunar hans er svo alvarlegt að unnendum lýðræðis og siðlegra vinnubragða á opinberum vettvangi ætti að vera brugðið.

Hvað skyldu nú siðfræðiprófessorarnir sem unnu sérskýrslu við skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis segja um svona sjónarmið og vinnubrögð? Hvarf dómharkan þegar réttir menn voru komnir til valda? 

Mér finnst það dapurlegt að prófessor Stefán og Þorvaldur skuli fara langt út fyrir öll eðlileg mörk í pólitískri vígamennsku og telji eðlilegt að beita öllum meðölum til að ná sér niðri á póltískum andstæðingi þar sem tilgangurinn helgi meðalið. Einkum er það dapurlegt þegar fyrir liggur að athæfið sem þeir mæla með er bæði löglaust og siðlaust.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér er talað um "hin pólitíska vígvöll" og mörk í "pólitískri vígamennsku." Þetta er í raun krabbameinið í íslenskum stjórnmálum og minnir óneitanlega á það þegar bókstafstrúarmenn takast á.

"Mínar skoðanir eru betri en þínar." Hagsmunahópar takast á um kökuna án þess að spyrja hvað sé heildinni fyrir bestu.

Hvernig væri að spyrja hvernig við getum unnið saman til hagsbóta fyrir allt samfélagið? Hvernig væri að hætta að leika fórnarlömb og átta okkur á hvað það er sem við raunverulega viljum.

Sigurður Bárðarson (IP-tala skráð) 10.9.2012 kl. 09:03

2 identicon

Sæll Jón og takk fyrir góða grein. Mér finnst það umhugsunarefni hvernig Háskóli Íslands sættir sig við að vera slík pólítisk ormagryfja sem hann í reynd virðist vera og er þeirrar skoðunar að deildarforsetar og annað ráðandi fólk innan þeirra eigi ekki að vera að skrifa pólitískt efni í almenna fjölmiðla, þeir eigi að láta sér nægja að skrifa vísindagreinar á hinum akademíska vettvangi til að tryggja hlutleysi skólans síns. stundum krefjast stöður fóks þess að það haldi sig til hlés á hinum pólitiska vettvangi.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 10.9.2012 kl. 09:34

3 Smámynd: Jón Magnússon

Skoðanaskipti eru eðlileg og pólitísk vígamennska er hluti af því Sigurður en það verða að vera mörk á öllu eins og þú bendir réttilega á. Það er líka rétt hjá þér að fórnarlamba leikurinn kostar allt of mikið.

Jón Magnússon, 10.9.2012 kl. 10:53

4 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Kristján. Ég vil ekki svipta háskólamenn skoðana- eða ritfrelsinu, en ég geri þá kröfu til þeirra að þeir gæti ákveðins hófs í pólitískri vígamennsku. Þess hafa hvorki Stefán Ólafsson né Þorvaldur Gylfason gætt undanfarið því miður. Það er þeim og stofnuninni sem þeir vinna hjá til álitshnekkis.

Jón Magnússon, 10.9.2012 kl. 10:56

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hyggja þeir á frama hjá ESB?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.9.2012 kl. 20:58

6 Smámynd: Jón Magnússon

Kæmi mér ekki á óvart Heimir.

Jón Magnússon, 10.9.2012 kl. 23:04

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þessi grein er talsverður útúrsnúninrug á því sem Ingi Freyr er að skrifa og Stefán Ólafsson vísar síðan í. Enda er ekki vitnað í þessar greinar með tengingu því ef lesendur þessa blogs læsu þær þá sæju þeir starax þennan útrúsnúning. Greinin hans Stefáns má sjá hér:

http://blog.pressan.is/stefano/2012/09/07/skuggahlid-thingmanns/#respond

Þarna er ekki verið að tala um Alþignismann sem er að vinna vinnuna sína með eðlilegum spurningum heldur mann sem er bak við tjöldin að reyna að koma höggi á Gunnar og þar með Fjármálaeftirlitið til að gera rannsóknir Fjármálaeftirlitsisn tortryggilegar og þá væntanlega til að verja þá sem þar eru til rannsóknar. Það er einungis verið að segja að í því ljósi séu gjörðir Gunnars skiljanelgar án þess að verið sé að réttlæta þær. Meðan allar er þar sagt að Gunnar gruni Guðlaug um að hafa gert nákvæmlega það sama og hann gerði það er að leka trúnaðargögnum í fjölmiðla eða í tilfelli Guðlausgs í Kastljósið.

Það hafa verið gerð þrjú lögfræðiálit þar sem í öllum tilfellum hefur verið niðurstaðan að fyrri störf Gunnars hjá Landsbankianum geri hann ekki vanhæfan til að gegna stöðu forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Það er því ljóst að þær ásakanir sem á hann eru bornar í því máli meðal annars í skrifum Jóns Magnússonar hér eru ekki í samræmi við staðreyndir málsins.

Það sem er þó meginpuntkurinn í máli Inga og Stefáns eru spurningar um það af hverju engin er að ræða þá spillingu sem fram kom í þeim upplýsingum sem Gunnar er ásakaður um að hafa lekið í DV. Það er upplýsingar um það að þegar Guðlaugur var kominn í vanda vegna kaupa á tryggingarumboði sem hann virðist ekki hafa getað skapað sér þær tekjur af sem hann þurfit til að standa undir fjármögnun þess þá fær hann fyrrum vinnufélaga sinn hjá Búnaðarbankanum sem þá var orðin bankastjórni Landbankans til að láta Landsbankann kaupa það af honum og skera hann þannig niður úr snörunni. Það hefur komið fram að Landsbankinn hafð ekkert með þetta tryggingarumboð að gera enda starfrækti hann það aldrei heldur var kaupverðið upp á 33 milljónir afskrifað nokkrum árum seinna sem tapað fé.

Það að ekkert virðist fjallað um þessa spillingu sem Guðlaugur er flæktur í segir allt sem segja þar um það hvaða öfl það eru sem stjórna umræðunni í flestum stóru fjölmiðlunum öðrum en DV.

Sigurður M Grétarsson, 12.9.2012 kl. 03:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 302
  • Sl. sólarhring: 679
  • Sl. viku: 4123
  • Frá upphafi: 2427923

Annað

  • Innlit í dag: 278
  • Innlit sl. viku: 3814
  • Gestir í dag: 268
  • IP-tölur í dag: 257

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband