Leita í fréttum mbl.is

The Empire strikes back

Í myndaflokknum Star Wars er fjallað um ofurveldið sem vill undiroka alla. Hetjurnar berjast gegn myrku öflunum með Svarthöfða í fararbroddi. Þó góða aflið nái tímabundnum sigrum í þá kemur Svarthöfði og ofurríkið tvíeflt til baka sbr. myndina  "The Empire strikes back".

Í dag gerðu Samtök fjármálafyrirtækja  grein fyrir og birtu skýrslu  um verðtrygginguna þar sem niðurstaðan er sú að verðtryggingin sé alls ekki svo slæm fyrir neytendur þrátt fyrir allt og þó. Við því var að búast eins og í Stjörnustríðs myndunum að ofurveldið léti ekki bugast við goluþyt hugsjónafólks.

Þessi niðurstaða er nokkuð sérstök þar sem að í könnun eftir könnun sem unnin hefur verið af ýmsum aðilum kemur fram að versta lánakerfi húsnæðislána fyrir neytendur í okkar heimshluta  er á Íslandi.

Skýrsluhöfundar fjármálafyrirtækjanna véfengja í sjálfu sér ekki að verðtryggðu lánin séu óhagkvæm fyrir neytendur en komast að þeirri niðurstöðu að Íslendingar geti aldrei notið sömu lánakjara og íbúar nágrannalandanna meðan krónan er við lýði. Auk þess segja skýrsluhöfundar að verðtryggingin skapi hvata fyrir of mikla skuldsetningu neytenda.  

Fjármálafyrirtækin gera það sem þau geta til að halda í þá sérstöðu ófjafnaðarins sem verðtryggingin er. Verðtryggingin er besta og öruggasta lánakerfið fyrir fjármálafyrirtæki. En það versta fyrir neytendur. Það er niðurstaðan þegar grannt er skoðað og líka skýrslan sem kom út í dag. Ásgeiri Jónssyni málsvara skýrsluhöfunda er langt frá því að vera alls varnað og enginn frýr honum vits. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Ásgeir þessi Jónsson er búinn að gengisfella sig svo oft að ég hef ekki tölu á því. Hann er víst með doktorspróf í hagfræði en á samt voðalega erfitt með að skilja hagfræði. Muna ekki fleiri en ég eftir honum í KB banka?

Hann er á bak við alls kyns skýrslur sem eru ekki pappírsins virði sem þær eru skrifaðar á. Hér er enn eitt dæmið. Hann hefur horn í síðu áliðnaðarins og hefur skrifað skýrslur um hvað við höfum lítið upp úr áliðnaðinum. Það er svolítið merkilegt og gengur alveg gegn þekktum staðreyndum og m.a. yfirlýsingum frá orkufyrirtækjunum.  

Mikilvægt er að gera greinarmun á hagfræðingum og hagspekingum líkt og gerður er greinarmunur á stjörnufræðingum og stjörnuspekingum. Ásgeir Jónsson er hagspekingur.

Helgi (IP-tala skráð) 10.9.2012 kl. 23:17

2 Smámynd: Jón Magnússon

Margt til í þessu Helgi. En mér finnst samt margt gott um hann.

Jón Magnússon, 11.9.2012 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 312
  • Sl. sólarhring: 653
  • Sl. viku: 4133
  • Frá upphafi: 2427933

Annað

  • Innlit í dag: 288
  • Innlit sl. viku: 3824
  • Gestir í dag: 276
  • IP-tölur í dag: 265

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband