Leita í fréttum mbl.is

Staðinn að því að fara rangt með.

Atli Gíslason alþingismaður flytur mál sitt almennt af hófsemi. Grein hans í Morgunblaðinu í dag "Miskunnsami Samherjinn" ber þess merki. Samt sem áður er mikill þungi í grein Atla. Hann telur t.d. að Steingrímur J. Sigfússon sé pólitískur bandamaður stórfyrirtækja eins og Samherja.

Atli segir það ámælisvert "að atvinnuvegaráðherra sé hvað eftir annað staðinn að því að fara rangt með". Það heitir á almennu máli að segja ekki satt. Rakið er hvernig Steingrímur J. hafi komið í veg fyrir að ákvæði sem áttu að koma í veg fyrir krosseignatengsl í sjávarútvegsfyrirtækjum og aflaheimildir söfnuðust á fárra hendur næði fram að ganga með því að fella niður ákvæði sem flokksbróðir hans Jón Bjarnason hafi lagt til í sínu frumvarpi.

Atli bendir síðan á gott dæmi um þann skolla- og hráskinnaleik sem Steingrímur J. hefur jafnan í orðræðunni. Þannig sagði Steingrímur J. að "Brýnt væri að lögin(um stjórn fiskveiða) verði skýrð og skerpt svo að þau virki sem skyldi" þá fjallaði hann um nauðsyn þess að koma yrði í veg fyrir að aflaheimildir söfnuðust á fáar hendur. Skömmu áður hafði þessi sami Steingrímur J fellt niður ákvæði úr frumvarpi flokksbróður síns sem átti að tryggja að tekið yrði á þeim málum.

Það gildir betur um Steingrím J en nokkurn annan að gott er að hafa tungur tvær og tala hvort með sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Steingrímur syngur sitt síðasta í vetur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.9.2012 kl. 17:28

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég efa ekki að Atli þekki sitt heimafólk.

Sigurður Þórðarson, 18.9.2012 kl. 18:43

3 Smámynd: Jón Magnússon

Skrýtið að hann skuli ekki hafa fengið á sig vantrausttillögu. Slappleiki hjá stjórnarandstöðunni að flytja ekki vantrausttillögu á hann.

Jón Magnússon, 19.9.2012 kl. 00:02

4 Smámynd: Jón Magnússon

Hann færir líka góð rök fyrir sínu máli í þessari grein Sigurður.

Jón Magnússon, 19.9.2012 kl. 00:02

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Atli er sjálfur kvótasinni og handgenginn Binna í Vinslustöðinni.  En kvótafrumvarpið Steingríms, sem Samherji styður (í laumi) fer ekki í gegn nema með stuðningi eða hlutleysi hluta stjórnarandstðunnar.

Sigurður Þórðarson, 19.9.2012 kl. 07:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 492
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband