Leita í fréttum mbl.is

Leyndarhyggjan

Skorin var upp herör gegn leyndarhyggjunni eins og það var kallað af Samfylkingunni og Vinstri grænum í lok árs 2008 og fram að kosningum 2009. Allt átti að vera opið og gagnsætt. Þáverandi stjórnvöld voru ranglega gagnrýnd harðlega fyrir að halda upplýsingum frá fólki.

Eftir þrjú ár í valdastóli hefur leyndarhyggjan aldrei verið meiri. Steingrímur J. ráðslagast með fjármálastofnanir eins og það væri hans einkamál og leggur hundrað milljarða króna reikning á fólkið í landinu.  Jóhanna pukrast í ráðuneyti sínu á sama tíma og Ögmundur Jónasson tekur geðþóttaákvarðanir einn með sjálfum sér iðulega þvert á log og viðtekna stjórnsýsluhætti.  Velferðarráðherra hækkar laun eins manns þvert á reglur í þeirri von að ekki komist upp um hann.

Loks kemur að Seðlabankanum þar sem leyndarhyggjan er algjör. Pukrast er við að skoða kreditkort fólks á síðkvöldum í fullkominni leyndarhyggju. Deutsche Bank og  e.t.v. nokkrir aðrir stórir fá undanþágu frá gjaldeyrishöftunum í fullkominni leynd.  Strákurinn Már vill ekki láta komast upp um sig.  Farið er á svig við reglur um jafnræði þeirra  sem vilja kaupa gjaldeyri fyrir íslenskar krónur auk annars .

Leyndarhyggjan hefur aldrei verið jafnmikil og núna. Eðlilega. Það er svo margt hjá ríkisstjórninni og stjórnvöldum sem starfa í skjóli hennar sem þolir ekki dagsbirtuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við þetta er bara að bæta að stjórar lífeyrissjóðanna stunda að kaupa hlutabréf á yfirverðum sérstaklega  í fyrirtækjum þar sem (vinir þeirra)  "lykil" stjórnendur eru komnir með kaupréttarsamninga.

Hvað hefur breyst - jú það er styttra í næstu niðursveiflu

http://visir.is/adalradgjafi-credit-suisse-byst-vid-dyfu-i-desember/article/2012120918818

Grímur (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 271
  • Sl. sólarhring: 773
  • Sl. viku: 4092
  • Frá upphafi: 2427892

Annað

  • Innlit í dag: 252
  • Innlit sl. viku: 3788
  • Gestir í dag: 247
  • IP-tölur í dag: 236

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband