Leita í fréttum mbl.is

Gott að eiga blaðafulltrúa á RÚV

Blaðafulltrúi Steingríms J. Sigfússonar hafði við hann tvö viðtöl í fréttatíma Ríkissjónvarpsins í gær. Þar lýsti Steingrímur J. því yfir vegna ummæla þingmannanna Atla Gíslasonar og Jóns Bjarnasonar sem fólu í sér að hann væri í þjónustu stórútgerðarinnar, að þessi mál væri í sérstakri skoðun í ráðuneytinu. Steingrímur sagði að þau ákvæði sem voru í frumvarpsdrögum Jóns Bjarnasonar hefðu ekki verið nógu góð og þess vegna væri verið að vinna þau betur.

Trúir þessu nokkur maður?

En það er gott að hafa blaðafulltrúa á Ríkisútvarpinu sem auk þess er líka þingfréttaritari Ríkisútvarpsins til að hjálpa til alltaf  þegar Steingrímur J. er beraður af því að gera eitt og segja annað. Sér í lagi er það gott þegar samþingmenn hans sem hafa lotið forustu hans halda því fram að Steingrímur gangi erinda stórútgerðarmanna.

Velferðarráðherrann Guðbjartur Hannesson er ekki svo lánsamur að eiga blaðafulltrúa á RÚV. Enda var hann tekinn og grillaður í Kastljósþætti í gærkvöldi. Alþjóð gerir sér því góða grein fyrir dómgreindar- og siðleysi Guðbjartar Hannessonar vegna launa mála ríkisforstjóra. Hann hélt að enginn mundi kjafta.

Það er munur að vera tungulipur "málsvari alþýðunnar" og hafa sérstakan blaðafulltrúa á RÚV eins og Steingrímur J. Sigfússon og komast upp með það að tala tungum tveim og jafnvel þrem og sverja af sér vondu málin. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra, nýtur ekki sömu velferðar hjá RÚV.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Það er magnað hvað margir tala tungum tveim í ríkisstjórn Jafnaðarmanna. Ég kaus þessa stjórn en mig grunaði ekki að þetta yrði svona. Hálf skammast mín barasta :(

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 22.9.2012 kl. 11:44

2 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Jón

Það er sannarlega dapurlegt þegar Fréttastofa RÚV gengur erinda stjórnvalda í stað þess að þjóna almenningi eins og ætti að vera hennar hlutverk. Starfsmenn RÚV hafa mikla tilhneigingu til þess að halla sér ævinlega að valdinu.  Þessi sama fréttakona flaðraði eilíflega upp að Geir Haarde meðan hann var valdamaður.  Fleiðulæti hennar gagn Steingrími eru vægast sagt óviðeigandi.

Það er hlutverk heiðarlega fréttamanna að vera ævinlega í stjórnarandstöðu og spyrja óþægilegra spurning án þess að vera með skæting, sem maður sér svo sem einnig þegar þeir þykjast vera harðir. Þeirra hlutverk er að spyrja spurninga sem brenna á þjóðinni og jafnvel spurninga sem brenna ekki á þjóðinni en ættu að brenna á þjóðinni.

Valdimar H Jóhannesson, 23.9.2012 kl. 13:16

3 Smámynd: Jón Magnússon

Þú þarft ekki að gera það Sigurbjörg. Þetta fólk gaf fögur fyrirheit og blekktu marga.

Jón Magnússon, 23.9.2012 kl. 23:34

4 Smámynd: Jón Magnússon

Ég var búinn að gleyma því Valdimar, sem þú nefnir að þessi fréttamaður var nánast eins og blaðafulltrúi Geirs fyrir hrun. En eftir hrun þá fór ríkisútvarpið í byltingarham og elti mótmælendur út og suður og var iðulega komið með tökulið á vettvang á undan mótmælendunum. En eitt af því sem skilur á milli fréttamanna og blaðafulltrúa er að fréttamenn spyrja spurninga alveg eins og þú bendir á. Þannig hefði verið eðlilegt að spyrja Steingrím J í því fréttaviðtali sem hér ræðir um: Hvað var að tillögum Jóns Bjarnasonar. Hver er að vinna í þessum málum í ráðuneytinu, hvenær hófst vinnan og hvenær er ætlað að henni ljúki. En engra spurninga var spurt. Enda hefði Steingrímur þá komist í vanda.

Jón Magnússon, 23.9.2012 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 265
  • Sl. sólarhring: 782
  • Sl. viku: 4086
  • Frá upphafi: 2427886

Annað

  • Innlit í dag: 246
  • Innlit sl. viku: 3782
  • Gestir í dag: 242
  • IP-tölur í dag: 234

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband