Leita í fréttum mbl.is

Sjálftaka skilanefnda og aðgerðarleysi ráðherra.

Umræða um ofurlaun skilanefnda og slitastjórna föllnu bankanna kemur upp reglubundið. Í gær var upplýst um óheyrilegar greiðslur til tveggja aðila skilanefndar Glitnis. Þrátt fyrir umræður og athugasemdir hafa þeir aðilar ekki látið umræðuna um ofurlaunatökur sínar trufla sig heldur gengið stöðugt harðar fram í sjálftökum fyrir sjálf sig og sína.

Í janúar 2010 fyrir tveim og hálfu ári komu þessu mál fyrst til umræðu á Alþingi, þá fordæmdi Steingrímur J. Sigfússon þáverandi fjármálaráðherra og Gylfi Magnússon þáverandi viðskiptaráðherra ofurlaun skila- og slitastjórna. Þessir ráðherrar  hétu því að gera eitthvað í málinu til að koma böndum á ósómann.

Gylfi er horfinn á braut og gerði ekkert. Steingrímur J. Sigfússon situr enn sem valdamesti ráðherrann og gerir ekkert.

Það er ekki von á góðu í landi þar sem ráðamenn tala og tala um það sem þarf að gera en gera ekkert. Lofa að gera, en lyfta síðan ekki litlafingri til eins eða neins.  Þess vegna vex spilling, sjálftaka og vonleysi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 502
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband