Leita í fréttum mbl.is

Dapurlegur asnagangur

Það er dapulegt að horfa upp á það að meiri hluti fjárlaganefndar Alþingis skuli haga sér eins og kjánar. Það er ekkert annað en asnaspark að ákveða að Ríkisendurskoðun skuli ekki fá sent fjáraukalög til umsagnar.

Almennt verklag nefnda á Alþingi er að senda mál til umsagnar öllum sem málið kann að varða. Hvernig sem því er á botninn hvolft þá skipta fjáraukalög Ríkisendurskoðun máli og það skiptir mál fyrir Alþingi að fá umsögn Ríkisendurskoðunar vilji fjárlaganenfnd sýna fagleg vinnubrögð.

Hvað ætlar meiri hluti fjárlaganefndar að vinna með þessu?

Svona asnaspark er einsdæmi í þingsögunni og vonandi verður það aldrei endurtekið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Að mínu mati sýnir þetta frumhlaup aðeins vanhæfni núverandi formanns fjármálanefndarinnar.  Og að mínu mati til háborinnar skammar, dregur virðingu þingsins enn neðar ef það er þá hægt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2012 kl. 01:34

2 identicon

Að líkja ríkisstjórn Íslands við asna er móðgun við þá dýrategund. Asnar eru dugleg vinnudýr. Það er enginn duglegur í þessari ríkisstjórn, og yfirhöfuð enginn á alþingi í dag.

jóhanna (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 10:05

3 Smámynd: Jón Magnússon

Því miður Ásthildur þá eru fleiri í þessu en bara hann.

Jón Magnússon, 30.9.2012 kl. 21:51

4 Smámynd: Jón Magnússon

Steingrímur segist alltaf vera að vinna. En hann virðist gera það með handarbökunum.

Jón Magnússon, 30.9.2012 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 491
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband