Leita í fréttum mbl.is

Jóhanna og Róbert Marshall

Rópbert Marshall hefur sagt sig úr Samfylkingunni án málefnalegrar ástæður, enda ætlar hann að halda áfram að vera stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar.

Formaður Samfylkingarinnar sagði að hún skildi ekki sinnaskipti Róberts en það skipti ekki máli svo lengi sem hann styddi ríkisstjórnina. 

Þá þarf Jóhanna að smala fleiri köttum úr fleiri flokkum, en hún getur sagt eins og Mao Tse Tung að það skipti ekki máli hvernig kötturinn er á litinn svo fremi sem hann veiði mýs þ.e. styðji ríkisstjórnina.

Hugsið ykkur  að Páfinn í Róm hefði sömu hugmyndafræði og Jóhanna og Róbert Marshall og segði að það skipti ekki máli hvort fólk tryði á Jesús  svo lengi sem það skoðaði Péturskirkjuna í Róm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Mýsnar yfirgefa sökkvandi skip. Róbert er svo vitlaus, ef  hann trúir því að hann geti mögulega styrkt einhvern annan flokk. Hann er 3 deildar maður.

Eggert Guðmundsson, 11.10.2012 kl. 14:01

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Róbert er náttúrulega enn í LANDRÁÐAFYLKINGUNNI því Björt Framtíð er ekkert annað en DEILD innan LANDRÁÐAFYLKINGARINNAR.......

Jóhann Elíasson, 11.10.2012 kl. 17:42

3 Smámynd: Jón Magnússon

Ekki segja þetta Eggert. Róbert er ágætur maður.  Ég get vel skilið að hann sé orðinn þreyttur á að sitja stöðugt undir pilsföldum í Samfylkingunni.

Jón Magnússon, 11.10.2012 kl. 18:15

4 Smámynd: Jón Magnússon

Mér sýnist það Jóhann að Björt framtíð sé útibú Samfylkingarinnar. Þeir vonast til að fá óánægjufylgi frá Samfylkingunni.

Jón Magnússon, 11.10.2012 kl. 18:16

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Fyrrum skrifstofustjóri Alþingis sá mæti maður Friðrik Ólafsson er þekktur  fyrir merkilegri taflmennsku en refskák. En hann kunni öðrum betur að hrókera hvort heldur stutt eða langt.  Væntanlega telur Róbert sig eiga bjartari framtíð í B-deildinni. Vona hans vegna að hann hafi ekki hókerað sig út af borðinu en það verður hans mál.

Sigurður Þórðarson, 11.10.2012 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 39
  • Sl. sólarhring: 831
  • Sl. viku: 5775
  • Frá upphafi: 2472445

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 5255
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband