13.10.2012 | 17:10
Atlagan að stjórnarskránni I.
Hópur fólks krafðist þess í kjölfar bankahruns 2008 að gerðar yrðu víðtækar breytingar á stjórnarskránni. Helsti sporgöngumaður þeirra sjónarmiða Þorvaldur Gylfason prófessor hélt því fram þá og raunar enn að stjórnarskráin hefði eitthvað með bankahrunið að gera. Sú fullyrðing er röng.
Á tímum upplausnar og vantrausts er eðlilegt að ýmsar kröfur og sjónarmið komi fram sumar gagnlegar aðrar ótækar og jafnvel hættulegar lýðræði og þingræði. Ein slík var ákvörðun stjórnarflokkana um að gera atlögu að stjórnarskránni.
Atlagan byrjaði með frumvarpi til stjórnskipunarlaga vorið 2009. Fyrsti flutningsmaður var Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon fylgdi á hæla henni eins og venjulega. Þar var m.a. lagt til að kosið yrði sérstakt stjórnlagaþing skipað 41 þjóðkjörnum fulltrúum. Frumvarpið náði ekki fram að ganga þar sem að þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðust gegn því að lagt væri upp í stjórnskipulega óvissuferð með því að framselja þennan mikilvægasta þátt löggjafarvalds Alþingis til annars aðila.
Í framhaldi af því var haldið fram m.a. af núverandi forsætisráðherra að ekkert þýddi við sjálfstæðismenn að tala þeir vildu engar breytingar á núverandi stjórnarskrá. Þessi fullyrðing er röng.
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa í áranna rás borið fram margvíslegar breytingar á stjórnarskrá og um endurskoðun ákveðinna kafla hennar. Þeir hafa haft forgöngu um málefnalega skoðun stjórnarskrárinnar og það er fremur við alla aðra að sakast um það að nauðsynlegar breytingar á stjórnarskránni hafi ekki náð fram að ganga.
Vorið 2009 lögðu þingmenn Sjálfstæðisflokksins í sérnefnd um stjórnarskrármál m.a. fram tillögur sem miðuðu að því að þjóðin greiddi atkvæði um tillögur um breytingar á stjórnarskrá skv. ákveðnum reglum eftir að Alþingi hefði samþykkt slíkar breytingar.
Þá var lögð fram eftirfarandi tillaga af hálfu þingmanna Sjálfstæðisflokksins varðandi auðlindamál:
"Við stjórnarskrána bætist ný grein 79.gr.svohljóðandi: Íslenska ríkið fer með forsjá, vörslu og ráðstöfunarrétt þeirra náttúruauðlinda sem ekki eru í einkaeigu og hefur eftirlit með nýtingu þeirra eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Slíkar auðlindir má hvorki selja né láta varanlega af hendi."
Af hverju var þessi tillaga ekki samþykkt sem og tillaga okkar Sjálfstæðismanna um breytingar á stjórnarskránni vorið 2009? Það var ekki neinn efnislegur ágreiningur um þær tillögur enda settar fram af hálfu Sjálfstæðismanna til að ná samkomulagi um breytingar á stjórnarskránni.
Ríkisstjórnin hafði ekki áhuga á að ná fram málamiðlun eða breytingum vegna þess að Jóhanna og Steingrímur ætluðu sér að nota það í kosningabaráttunni að það væri nauðsynlegt að efna til stjórnskipulegrar óreiðu í landinu með því að kjósa stjórnlagaþing og kollvarpa gildandi stjórnarskrá.
Þessi ljóti leikur þeirra Jóhönnu og Steingríms hefur síðan snúist í höndum á þeim og allt farið úrskeiðis.
Rúmum milljarði hefur verið eytt af almannafé vegna þessarar kosningabombu Vinstri Grænna og Samfylkingarinnar. Afurðin tillögur stjórnlagaráðs, sem kostað hafa rúman milljarð er óskapnaður.
Nú er efnt til ólögmætrar þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur ólögmæts stjórnlagaráðs. Vonandi verður það gæfa þjóðarinnar að segja NEI við þessum tillögum á laugardaginn kemur.
Þannig að Ísalands óhamingju verði ekki allt að vopni.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 17:41 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 74
- Sl. sólarhring: 812
- Sl. viku: 6273
- Frá upphafi: 2471631
Annað
- Innlit í dag: 63
- Innlit sl. viku: 5724
- Gestir í dag: 61
- IP-tölur í dag: 61
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Þetta er ekki rétt, þjóðaratkvæðagreiðslan um íslenska stjórnarskrá er ekki ólögleg.
Þjóðfundur markaði skýrt hugmyndir slembiúrtaks íslendinga um samfélagsgerðina í framtíðinni. Þessar tillögur eru afraksturinn.
522 manneskjur voru í boði til stjórnlagaþings.
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.10.2012 kl. 17:30
Vel orðuð grein. Sammála þessu. "NEI" við vanhugsuðum, óvönduðum og hættulegum tillögum ólögmæts stjórnlagaráðs í ólögmætri atkvæðagreiðslu.
Hinsvegar merki ég "JÁ" við spurninguna um þjóðkirkjuna.
Kristján Þorgeir Magnússon (IP-tala skráð) 13.10.2012 kl. 18:35
Glæsilegur og vel skrifaður pistill hjá þér. Hjartanlega sammála þessu.
Sveinn Jónsson (IP-tala skráð) 13.10.2012 kl. 20:54
Það var ekki farið eftir lögum varðandi ákvörðun um kjördag Anna þess vegna er þjóðaratkvæðagreiðslan ólögleg. Ég er ósammála þér um að þjóðfundur hafi eða hafi getað markað skýrar hugmyndir um breytingar á stjórnarskrá. Þannig gera menn ekki breytingar af viti á stjórnarskrá.
Skiptir engu máli hvað það voru margir sem gáfu kost á sér í stjórnlagaþingkosningunum. Þær voru ógildar og þess vegna bar að láta kjósa aftur. Þannig er farið að í lýðræðisríkjum þegar kosningar eru ógildar. En hér var það minni hluti alþingis sem ákvað að hafa stjórnlagaráð og velja þá í ráðið sem höfðu verið kjörnir í ógildum kosningum. Svona framkvæmd er fyrir neðan allar hellur og fordæmanleg.
Jón Magnússon, 13.10.2012 kl. 23:06
Þakka þér fyrir Kristján. Það verður hver að gera hlutina eins og hann telur rétt. Aðalatriðið er að tillögum stjórnlagaráðsins sem slíkum verði hafnað.
Jón Magnússon, 13.10.2012 kl. 23:07
Þakka þér fyrir Sveinn.
Jón Magnússon, 13.10.2012 kl. 23:08
Jón : það þyikir mér stinga í stúf, þegar talað um að þjóðfundin, að þar hafi setið fólk sem var valið af handahófi úr þjóðskrá??, þar sátu allir þingmen landsins ásamt ráðuneitisstjórum og fylgifiskum eða er þetta ekki rétt hjá mér???.
Magnús Jónsson, 14.10.2012 kl. 00:40
Þakkir séu þér, nafni, fyrir góða og upplýsandi grein-- athyglisvert t.d. þetta sem þú minnir á um tillögu sjálfstæðismanna um "að þjóðin greiddi atkvæði um tillögur um breytingar á stjórnarskrá skv. ákveðnum reglum eftir að Alþingi hefði samþykkt slíkar breytingar," sem sé að ekki yrðu þá einfaldlega almennar þingkosningar, heldur kosið sérstaklega um hverja tillögu. Og ef það er gert, ráða líka allir betur við taka afstöðu til frekar fárra mála í einu, t.d. fimm, eða í mesta lagi 10-15 breytinga, í stað þess, sem "stjórnlagaráðið" ólöglega lymskaðist til núna: að býtta út á billegan hátt allri stjórnarskránni til að troða sínu eigin plaggi upp á okkur í staðinn og auglýsa síðan ákaft meint ágæti þess með því að veifa nokkrum lystugum fíkjum, t.d. um rétt til þjóðaratkvæðis og um þjóðarauðlindir (þar sem sveitarfélögin virðast þó ekki eiga að fá að halda sameignum sínum), en forðast hins vegar að láta mikið bera á margfalt fleiri skemmdum eplum í körfunni.
Já, líka þetta, Jón, var gott að vera minntur á, tillögu sjálfstæðismanna sem þú nefnir um "náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu," þessi setning ykkar um þær bendir nú ekki til, að til hafi staðið að gína neitt yfir þeim: "Slíkar auðlindir má hvorki selja né láta varanlega af hendi."
En Jóhönnuliðið hefur ekki viljað láta ykkur fá framgang með þessar ágætu tillögur, heldur stefnt frá upphafi að allsherjaruppstokkun -- eins og í þessum 114 greina risapakka -- því að þá bæri minna á ýmsum ófyrirleitnum ákvæðum þar, m.a. Evrópusambandsvænum, einkum með auðveldri heimild til fullveldisframsals í stað núverandi varnar fyrir einkarétt Alþingis (og forsetans og þjóðarinnar) til löggjafarvalds yfir Íslendingum (inntaka landsins í Esb. er þannig bönnuð skv. núverandi stjórnarskrá).
Jón Valur Jensson, 14.10.2012 kl. 01:25
Í núverandi stjórnarskrá er grein(minnir að það sé 79.) sem tilgreinir hvernig hvaða leið skuli farin ef breyta þarf einstökum þáttum stjórnarskrár.Er reyndar á því að breyta ætti þeirri grein á þann veg að þjóðaratkvæði gilti en ekki þingmeirihluti.Get ekki tekið þátt í þessari þjóðaratvæðisgreiðslu út af eftirfarandi ástæðu.Er á móti því að tillögur stjórnlagaráðs séu hafðar sem viðmið vegna þess ekki var um löglega kosningu þess að ræða á sínum tíma(allt of lágt hlutfall kosningarbærra sem kusu).Þess fyrir utan finnst mér ekki rétt að spyrða saman spurningum 2 og 3 og sennilega fleirum vegna þess að kjósa þarf í raun um hvert atriði fyrir sig til að fá rétta niðurstöðu.
josef asmundsson (IP-tala skráð) 14.10.2012 kl. 09:13
Breyttu þessu Jón minn í hvelli. Þú ert búinn að brengla hugtökum; fumherji/leiðtogi sem þú telur Þorvald Gylfason vera í þessu máli má ekki kallast sporgöngumaður. Sporgöngumennirnir feta í spor foringjanna.
Kv.
(Þetta áttu ekki að birta á síðunni.)
Árni Gunnarsson, 14.10.2012 kl. 10:25
Þeir höfðu seturétt. Ég veit ekki hve virkan þátt þeir tóku í störfum þessa fundar. Sem í sjálfu sér var ágæt hópeflissamkoma svo langt sem það nær. Það var engin ágreiningur um hugmyndirnar sem þaðan komu um frið, kærleika og heiðarleika. En tillögur stjórnlagaráðs byggjast ekki á slíku að neinu leyti frekar en núverandi stjórnarskrá.
Jón Magnússon, 14.10.2012 kl. 10:40
Þakka þér fyrir Jón Valur. Mér kom satt að segja á óvart að stjórnlagaráðinu skyldi detta í hug að fara að gera nýja stjórnarskrá og skipta iðulega út vönduðu orðalagi fyrir óvandað sama efnis. Þá eru ákveðin atriði falin í textanum sem lítið eða ekkert er minnst á, en endalaust klifað á atriðum eins og: Ertu á móti þjóðaatkvæðagreiðslum. Ertu á móti þjóðareign á auðlindum o.s.fr.v. Málið snýst ekki um það og þarf ekki að koma til ágreinings um að koma slíkum ákvæðum inn í stjórnarskrá. Það eru hins vegar mörg önnur sem ágreiningur er um og þeim er laumað með og lítt rædd eins og þú bendir réttilega á Jón Valur.
Jón Magnússon, 14.10.2012 kl. 10:46
Segi nei við fyrstu spurningunni.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.10.2012 kl. 10:46
Er þá ekki rétt Jósef að þú mætir á kjörstað og kjósir NEI við fyrstu spurningunni. Er það ekki rökréttara miðað við þau réttmætu sjónarmið sem þú setur fram í athugasemdinni.
Jón Magnússon, 14.10.2012 kl. 10:48
Viltu þá Árni að ég kalli Þorvald Gylfason Foringja? Finnst þér hann vera á þeim stalli að það sé rétt?
Í sjálfu sér setur hann fram því miður sjónarmið í seinni tíð sem minna frekar á hugmyndafræði Il Duce á Ítalíu upp úr 1930, en lýðræðissinnaðra stjórnmálamanna.
Jón Magnússon, 14.10.2012 kl. 10:51
Jón,það er alltaf spurning um það hvort maður á að spila leikinn þegar leikreglurnar eru sýnilega rangar.Svo er það reyndar engar uppl. hvar við "útlendingarnir" í noregi eigum að kjósa .Það virðist að maður þurfi að skrá sig í þetta ´"áhugamannafélag um nýja stjórnarskrá" tiil að fá einhverjar upplysingar.
josef asmundsson (IP-tala skráð) 14.10.2012 kl. 12:16
Pétur Gunnlaugsson er búinn að vera að fullyrða í ÚSögu lengi að Jóhönnuráðið sé ekki ólögmætt. Og líkl. valda miklum skaða. Getur verið að hann viti það ekki? Getur kannski verið að hann og ýmsir vilji bara nafn sitt í nýja stjórnarskrá sem við þurfum ekki, samkvæmt löglærðum mönnum. Óþarfi að rústa gömlu stjórnarskránni þó kannski hafi mátt bæta hana í rólegheitunum. Vissulega gert í flýti og offorsi Jóhönnu og co. við að eyðileggja fullveldisákvæðið og koma landinu undir erlent yfirvald.
Vonandi ógildir Hæstiréttur þessa ólögmætu vitleysu aftur. Vil líka segja við Kristján að ef hann merkir JÁ við spurningu, getur hann held ég ekki sagt NEI við 1. spurningunni nema ógilda seðilinn. Jón getur þá sagt hvort ég fer með rangt mál.
Elle_, 14.10.2012 kl. 21:05
Heimir það skiptir líka mestu máli að segja NEI við fyrstu spurningunni.
Jón Magnússon, 14.10.2012 kl. 21:56
Þetta er athyglisvert Jósef. Er ekki hægt að kjósa utankjörstaðar í sendiráðinu? Stundum verður maður að spila leikinn þó að rangt sé farið að af hálfu andstæðingsins vegna þess að ef maður gerir það ekki þá verður niðurstaðan e.t.v. verri. Það gildir í þessu máli sýnist mér.
Jón Magnússon, 14.10.2012 kl. 21:58
Pétur Gunnlaugsson tók sæti í stjórnlagaráðinu og eðlilega ver hann þá gerð sína þó hann geri það af mikilli hörku og ekki alltaf á réttum forsendum og misnoti eigin fjölmiðil hroðalega í því sambandi.
Það er hægt að kjósa um allar spurningarnar. Þannig er þetta Elle.
Jón Magnússon, 14.10.2012 kl. 22:01
Þetta var undarlegt svar Jón og mætti margt um það segja en ég læt þetta nægja.
Það er óskylt mál þessu umræðuefni hvað mér finnst að eigi að kalla Þorvald Gylfason vegna aðkomu hans að breyttri stjórnarskrá.
Mín ábending til þín var vinsamleg og óskyld þínu pólitíska tilfinningauppnámi í tengslum við ágæt störf stjórnlagaþingsins. Hún beindist einvörðungu að réttri málnotkun. Þú niðurlægir ekki mig eða Þorvald Gylfason með því að klúðra merkingu nafnorðsins sporgöngumaður.
Árni Gunnarsson, 15.10.2012 kl. 21:23
Mér hefur aldrei dottið í hug að niðurlægja þig Árni það er einhver misskilningur. Ég ber mikla virðingu fyrir þér.
Jón Magnússon, 16.10.2012 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.