Leita í fréttum mbl.is

Prófkjör og verðtrygging

Ég þakka öllum þeim sem hafa hvatt mig til að gefa kost á mér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna komandi Alþingiskosninga. Niðurstaða mín varð samt sú að gera það ekki af ýmsum ástæðum.

Þessi ákvörðun breytir engu um pólitískan áhuga, skoðanir, áherslur eða baráttu fyrir réttlátu þjóðfélagi.

Mikilvægasta réttlætismálið er að fá réttlát, sanngörn og eðlileg lánakjör fyrir fólk og fyrirtæki. Mikilvægast í því sambandi er að afnema verðtrygginguna af lánum til neytenda.

Lausastök í efnahagsmálum þjóðarinnar sem valda m.a. hárri verðbólgu stafa ekki síst af því hvað auðvelt er vegna verðtryggingarinnar að velta óstjórninni yfir á almenning í landinu.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti án mótatkvæða að afnema verðtryggingu á netyendalánum. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur haft þessa ályktun að engu. Þessi afstaða þingflokksins hefur valdið mér vonbrigðum.

Miðað við það hvernig mál skipast í störfum á  Alþingi og þingflokka tel ég auðveldara að sinni að berjast fyrir þessu réttlætismáli utan þingflokksins en innan hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru ekki alveg ágætis líkur á að verðtryggingin sé að fara sömu leið og gengistryggingin fyrir dómstólum...

Manni sýnist margt benda til þess.

Sigurður (IP-tala skráð) 2.11.2012 kl. 20:08

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gjáin milli þings og þjóðar hefur ekki verið brúuð.

Sigurður Þórðarson, 3.11.2012 kl. 10:03

3 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er ekki trúaður á það Sigurður.

Jón Magnússon, 4.11.2012 kl. 11:44

4 Smámynd: Jón Magnússon

Er einhver gjá. Fólkið kýs þingmenn. Fólkið velur þingmannsefni í prófkjöri. Ef það er gjá þá er fólk að velja þingmannsefni á einhverjum fölskum forsendum.

Jón Magnússon, 4.11.2012 kl. 11:45

5 identicon

Góðan daginn

Mér finnst allir láta eins og óverðtryggð lán taki ekki mið af verðbólgu .

Að sjálfsögðu er verðbólga stór þáttur í verðlagningu óverðtryggðra lána

Ég held að ef að hækkun verðbóta á höfuðstól lána væri takmörkuð við t.d. 3 % þannig að

Hagsmunir fjármálafyrirtækja væri að halda veðbólgu niðri þá mundi ástandið fljótt batna

í dag hækka eignasöfn fjármálafyrirtækja í verðbólgu svo einfalt er það

sæmundur (IP-tala skráð) 4.11.2012 kl. 14:13

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég veit svei mér ekki hverju maður á að trúa. Nýlega las ég Facebook athugasemd frá góðgjarnri konu sem vildi styðja  Pétur Blöndal, vegna þess að hún treysti honum best til að berjast gegn verðtryggingunni.  .  Hinu er ég algerlega sammála að við eigum öll að taka þátt í prófkjörum og kosningum eins og við höfum burði til. Sjálfur hefði ég stutt þig ef sá kostur hefði verið í boði.

Sigurður Þórðarson, 4.11.2012 kl. 14:55

7 Smámynd: Jón Magnússon

Það er einmitt eitt af vondu málunum Sæmundur það eru aðilar m.a. fjármálafyrirtæki sem græða á því að hafa kerfið svona. Verðtryggðu lánin eru óhagkvæmustu lán fyrir neytendur í okkar heimshluta.

Jón Magnússon, 4.11.2012 kl. 23:49

8 Smámynd: Jón Magnússon

Pétur Blöndal er einn helsti verjandi verðtryggingarinnar.  Þakka þér fyrir að öðru leyti Sigurður.

Jón Magnússon, 4.11.2012 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.2.): 2
  • Sl. sólarhring: 66
  • Sl. viku: 1476
  • Frá upphafi: 2488162

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1352
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband