Leita í fréttum mbl.is

Umhyggjusama járnfrúin

Margaret Thatcher fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands er einn merkasti stjórnmálamaður síðustu aldar. Hún barðist m.a. fyrir lækkun skatta, minni ríkisútgöldum og ríkið eyddi ekki um efni fram. Meðan hún var við völd sóttu vinstri menn í Bretlandi og víðar hart að henni. Hún varð tákn baráttunnar gegn vinstri öfgunum sem því miður hafa tekið völdin víða í Evrópu og stefna hverju þjóðfélaginu á fætur öðru í gjaldþrot.

Margaret Thatcher sagði oft "The problem with socialism is that in the end you run out of other peoples money".

Myndin sem búin var til af Margaret Thatcher af vinstri mönnum var sú að hún væri hörð, ósveigjanleg og frek. Þessi afskræmda mynd var að verulegu leyti tekin upp í kvikmyndina sem átti að vera um hana, en sýndi aðallega gamla konu sem þjáðist af elliglöpum.

Þessi mynd af Margaret Thatcher er röng. Fólk sem var í nánu samneyti við hana lýsir henni sem umhyggjusamri og tilfinningaríkri konu. 

Í bók sem Barry Stevens fyrrum lífvörður hennar skrifar kemur fram að Thatcher sýndi fólki sem vann hjá henni mikla umhyggju og gerði margt sem fáum hefði dottið í hug að forsætisráðherra Breta mundi nokkrum sinnum gera. Bókarhöfundur lýsir því að Thatcher hafi m.a. sjálf gætt þess að starfsfólkið fengi að drekka og borða og ekki vílað fyrir sér að fara á fjórar fætur til að hreinsa hundaskít af skóm lífvarðar sem varð fyrir því óhappi að stíga á slíkt rétt fyrir utan Downing stræti 10.

Lýsing lífvarðarins sem var ekki stuðningsmaður Thtacher í upphafi á því hvað hún lét sér umhugað um starfsliðið hefði það eins gott og unnt var þegar þau þurftu að vera með henni á hátíðisdögum er mjög athyglisverð. Enda segir Barry Stevens að hún hafi sýnt starfsliðinu svo mikla móðurlega umhyggju að hann hefði ekki hikað við að standa í skotlínunni til að vernda hana ef á þyrfti að halda.

Oft er dregin upp röng mynd af þeim einstaklingum sem vinna iðulega vanþakklátt starf í þágu fjöldans. Það á við um Margaret Thatcher og marga aðra stjórnmálamenn sem skara fram úr og láta ekki feykja sér til eftir því hvernig fjöldinn hrópar hverju sinni og vindurinn blæs.

Gera þarf nýja og raunsanna kvikmynd um Margaret Thatcher. Draga þarf fram hvað hún kom mörgu góðu til leiðar og leiddi Bretland út úr kreppu og stjórnleysi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér Jón Magnússon, þetta var líka eitt af því sem þurfti að segja. 

Skít kast vinstrimanna er bara svo mikið og yfirgengilegt og siðblint að ærlegt fólk verður að halda staðreyndunum uppúr haugnum þrátt fyrir skítkast og hótannir. 

Þessi mynd, þessi niðurlægjandi lygaþvættingur er engum til vansa öðrum en þeim sem sköpuðu hanna og samþykktu.     

Hrólfur Þ Hraundal, 4.11.2012 kl. 17:28

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvaða myndir skyldu vera dregnar upp af okkur Jón minn? Skyldu þær ekki vera eitthvað sitt á hvað?

Halldór Jónsson, 4.11.2012 kl. 21:12

3 Smámynd: Jón Magnússon

Því miður Hrólfur þá vantar mikið upp á að þeir sem eru til hægri í pólitík njóti hlutlægrar umfjöllunar fjölmiðla. Það var ansi góð könnun sem fór fram í Noregi fyrir nokkru á því hvaða stórnmálaflokka og stjórnmálastefnur fjölmiðlafólk þar í landi studdi. Þar kom í ljós að innan við 3% fjölmiðlafólks studdi Framfaraflokkinn þó hann væri með um fjórðung atkvæða í landinu og litlu fleiri Hægri flokkinn sem var aðeins minni en yfir 80% vinstri flokkana aðallega verkamannaflokk Noregs.

Jón Magnússon, 4.11.2012 kl. 23:52

4 Smámynd: Jón Magnússon

Ég veit alveg að þegar okkar nöfn eru nefnd þá er stutt í að einhver vinstri maður gjammi um rasisma.  Það er nefnilega orðið þannig í þessum fjölmiðlaheimi vinstri manna að það má ekki tala af alvöru um vandamál þjóðfélagsins án þess að það sé endalaust reynt að hengja á þig einhverja merkimiða til að gera sem minnst úr þér.

Jón Magnússon, 4.11.2012 kl. 23:55

5 identicon

Þetta er athygliverð hlið á "járnfrúnni" sem þú snýrð þarna upp, Jón og vekur upp hugrenningar um vinstri og hægri.

Það er sífróðlegt að spá í  hvernig frjálshyggjukenningar möndluðust t.d. í Bretlandi og Bandaríkjunum síðustu 2 áratugi 20. aldar og svo þann fyrsta á þeirri 21.  Það sem kanski byrjaði sem einbeittar tilraunir til að ná tökum á verðbólgu og hemja áráttuna að prenta peninga til að leysa allra vanda, endaði í afreglun markaða og hnattvæðingu hvar ríkisstjórnir mistu áhrif og völd til auðhringa fákeppnis afla og hreinræktaðra glæpamanna.Litla Ísland var svo kanski kanarífuglinn í þeirri stóru námu.    

         Einhvernvegin finnst mér afskaplega freistandi að setja Íslenska hrunið og fjármálakreppuna í Evrópu og USA inn í þetta samhengi eins og margir vilja gera. Síðan þegar allt er komið í óefni þá er farið að prenta peninga sem aldei fyrr. (sbr. USA) Þetta virkar á mann sem afskaplega óheppilegar bylgjuhreifingar á milli frjálshyggju og sósíalisma þar sem saman fer hið versta úr báðum.  

       Mér finnst afskaplega trúlegt að þar sem peningar séu ávísun á verðmæti raunhagkerfisins þá séu það gerfiverðmæti sem skapast við að prenta þá í óhófi. Sú prentun getur farið fram með ýmsu móti öðru en hefðbundnum prentvélum t.d. rafkrónum og svo maður tali nú ekki um hina furðulegu verðtryggðu íslensku krónu. Fyrirbæri sem á að halda verðgildi sínu óháð nokkru því sem er í gangi í raunhagkerfinu.

Ég held að frjálshyggjupostular hafi verið á nokku réttu róli í þeim hugmyndum að reyna að láta peningamagnið stemma við raunhagkerfið, eins hitt að vilji manna til að eyða annara manna fé sé nokkuð óhaminn (sbr. tilvitnun í pistli),einnig að heilbrigð samkeppni sé af hinu góða og oft sé betra að hafa marga valkosti fremur en einn miðstýrðan óskapnað.  Það er synd ef barn þetta fer með baðvatninu þegar menn kasta frjálshyggjunni út í hafsauga. 

       Kanski að Hrunið gefi okkur Íslendingum kjörið tækifæri til að sjá hvar veilur og styrkleikar þessara hægri og vinstri hugmynda liggja. Hvernig öflugt ríkisvald en með sterk grunnprinsipp getur haft hemil á  einokunar og fákeppnishneigðum samkeppninar en nýtt kostina. Í það minsta að gera ekki eins og nú að hleypa fyrst öllu í bál og brand með afreglun og almennu rugli i peningamálum og snappa svo á eftir í pilsfaldakapíalismareddingum og sósialískum platlausnum. 

Ekki það að á Íslandi fer nú kanski ekki svo mikið fyrir sósíalisma þessa dagana nema í gegnum hinn blauta draum furðu margra um aðild að ESB. Að öðru leiti er taumur fjármagnsins dreginn gegn almenningi.    Það liggur við að sem almúgamanni,þá finnist manni að í tilfelli vinstri aflanna þá sé ríkið óvinurinn en í tilfelli hægri aflanna þá séu það auðhringar og fjármálagangsterar. Jafnvel svo að í dag séu þessi andskotans öfl sameinuð gegn almenningi.

Betur ef rangt væri!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 5.11.2012 kl. 01:42

6 identicon

Þið sjáið bara hvaða meðferð George Bush yngri fékk í fjölmiðlum og svo aftur Obama.

Það vantar hægri mann með bein í nefinu á íslandi, væri nú gott að fá nýjann Davíð, ég skil hinsvegar vel að hann nenni þessu ekki.

Emil Emilsson (IP-tala skráð) 5.11.2012 kl. 10:39

7 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir góða athugasemd og málefnalgea Barni. Það er vissulega rétt hjá þér að það er full ástæða til að ræða margt í hugmyndafræðinni, en eftir því sem ég best fæ séð þá hefur pólitík í okkar heimshluta verið án hugmyndafræðilegs akkeris í meir en 20 ár.   Þá verður líka að athuga varðandi bankahrunið sem byrjaði raunar 2007 í Englandi og síðar Bandaríkjunum að það var t.d. Bill Clinton sem sleppti öllu lausu varðandi bankana og síðan óðu bankamenn á milli Verkamannsflokksstjórnarinnar í Bretlandi og stjórnar USA og kröfuðust minni hafta og eftirlits og varð verulega ágengt.  Ekki verða þeir Bill Clinton, Tony Blair eða Gordon Brown sérstakir merkisberar frjálshyggju eða hægri stefnu.

Jón Magnússon, 5.11.2012 kl. 12:36

8 Smámynd: Jón Magnússon

Það skil ég líka vel Emil. En spurning er hvort á að láta hann komast upp með það?

Jón Magnússon, 5.11.2012 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 502
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband