Leita í fréttum mbl.is

Bretar hafa gert innrás í 90% landa í heiminum.

Könnun sem hefur verið gerð sýnir að Bretar hafa einhvern tímann ráðist inn í 90% allra landa í heiminum eða um 180 lönd.  Af um 200 löndum þá hafa aðeins 22 sloppið frá því að Bretar gerðu innrás í landið. Þar á meðal eru lönd eins og Tajikistan, Guatemala og Luxembourg.

Í bók sinni "Öll lönd sem við höfum einhverntímann ráðist inn í: Og þau fáu sem við náðum ekki til". gerir Stuart Laycock grein fyrir hernaðarstefnu Breta og hvað mikilvirkir þeir hafa verið. En af því að við erum á breska fréttasvæðinu þá er okkur stöðugt talin trú um að þetta sé ein besta og friðsamasta  menningarþjóð veraldar.

Á meðal landanna sem Bretar hafa gert innrás í er Ísland en Bretar gerðu innrás í Ísland árið 1940. Spurning er líka hvernig á að túlka valdatöku Jörundar sem fékk viðurnefnið hundadagakonungur

Bretar hafa oftast gert innrás í Frakkland og farið með hernaði á hendur Frökkum margfalt oftar en nokkur önnur nágrannaþjóð Frakka þ.á.m. Þjóðverjar.

Athyglisverðar staðreyndir.

Athyglisverðar upplýsingar.  Var einhver að tala um að Bretar væru friðelskandi og sanngjarnir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Merkilegt.

Nú, rétt um 70 árum eftir seinni heimsstyrjöld, þykir ósmekklegt að gefa í skyn heimsvaldastefna Hitlers segi nokkuð um hvernig Þjóðverjar eru í dag. Jóni Magnússyni þykir hins vegar sérlega flott - og væntanlega "sanngjarnt" - að fara allt aftur til ársins 197 til að "sanna" blóðþorsta núlifandi Breta.

Baldur McQueen (IP-tala skráð) 5.11.2012 kl. 13:08

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Á Indlandi var bannað að búa til salt og vefa. Við fyrsta broti fyrir að vefa eða prjóna var handarhögg og öðru broti var líflát.

Frægt var þegar friðarhöfðinginn Gandi storkaði Bretum með að búa til 1 gramm af salti og fór í steininn.

Jörgen Jörgensen var eiginlega fyrsti íslenski konungurinn þó hann væri af dönskum ættum.

Sigurður Þórðarson, 5.11.2012 kl. 17:58

3 Smámynd: Jón Magnússon

Mér finnst skrýtið hvað sumir leggja stóra lykkju á leið sína til að snúa út úr eða misskilja. Mér fannst þetta satt að segja athyglisvert að Bretar skyldu hafa ráðist inn í nánast öll lönd í heiminum. Það breytir engu um innrás annarra eða grimmdarverk. Þannig er ég hvorki að bera innrás Breta í Ísland saman við innrás Þjóðverja í Frakkland 1940 eða herför Timur Lenk um 1300 eða grimmdarverk hans.  Þá hvarflar ekki að mér að Bretar séu blóðþyrstir Baldur. Hvori í núinu né í þáinu. Þeir voru hins vegar heimsveldi um langt skeið og í okkar sögu er heimsvaldastefna þeirra ansi mikið fegruð.  En það hefur ekkert með Adolf eða Mussolini að gera.

Jón Magnússon, 5.11.2012 kl. 20:13

4 Smámynd: Jón Magnússon

Ghandi fór í steininn og það er nokkuð skondinn saga af Nehru fjölskyldunni frá þessum tíma þegar blaðamaður bankaði upp á og það voru allir í fjölskyldunni í fangelsi nema litla dóttirin sem síðar átti eftir að verða forsætisráðherra Indlands.

Jón Magnússon, 5.11.2012 kl. 20:14

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég er ekki alveg laus við sjóliðann síðan ég var á Albert litla  (Björgunarskipi Norðurlands) í 50 mílna deilunni, sem oft var ansi kröpp.  Ég fullyrði að ástæða þess að við flutum en sukkum ekki var sú að Bretarnir beittu of miklu afli. Frákastið af öldunni frá Loyds man 2400 brl. sem sigldi á okkur á fullri ferð (Albert 200 brl) og beygði hart í stjór til að lemja í sundur skipið í sundur bjargaði því að við flutum en sukkum ekki eins og steinn til botns. En Albert var úr leik.  Þá voru allar byssur varðskipsins hlaðnar og miðað var í nauðvörn á menn.  Bretarnir tóku oft ofan af fallbyssunum en skutu aldrei úr byssu en þeir skutu oft af rakettum rétt yfir höfði okkar.  Bullandi taprekstur var á breskri togaraútgerð því Breski sjóherinn stjórnaði fiskveiðunum út frá því hvar auðveldast væri að verja togarana en ekki hvar þorskurinn hélt sig.  Engum okkar hefði þá dottið í hug að hægt yrði að veðsetja þess titti í hafinu sem við vorum að slást við Breta um.

Sigurður Þórðarson, 5.11.2012 kl. 22:16

6 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir þetta innlegg Sigurður. Fróðlegt að heyra.

Jón Magnússon, 6.11.2012 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 341
  • Sl. sólarhring: 565
  • Sl. viku: 4162
  • Frá upphafi: 2427962

Annað

  • Innlit í dag: 313
  • Innlit sl. viku: 3849
  • Gestir í dag: 299
  • IP-tölur í dag: 278

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband