Leita í fréttum mbl.is

Ögmundur kallar á Obama

Í ræðu á útifundi í gær kallaði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á Obama Bandaríkjaforseta og sagði hann geta stöðvað átökin frá og á Gasa svæðinu. Gæti þetta verið rétt hjá Ögmundi? Væri svo hvers konar mann hafa þá Bandaríkjamenn nýlega endurkjörið sem stöðvar ekki átökin þegar í stað?

Obama hefur ekki beitt sér af neinni skynsemi til að vinna að lausn mála í þessum heimshluta. Skynsamlegra væri því að kalla á aðra en hann þó að liðveisla hans sé líkla nauðsynleg.

Egyptaland er fjölmennasta arabaríkið og hefur leikið mikið hlutverk í samskiptum og ófriði við Ísrael. Friðarsamningar milli Ísraels og Egypytalands árið 1979 ollu miklum straumhvörfum.  Forseti andsins verkfræðiprófessorinn Morsi, sem tilheyrir múslimska bræðralaginu systursasmtökum Hamas sem stjórnar Gasa svæðinu. Mohammad Morsi ætti því að vera í lykilhlutverki til að vinna að friði.

Um helgina hittust Morsi, forsætisráðherra Tyrklands Recep Tayyip Erdogan og emírin frá Quatar. Þessir aðilar geta þvingað Hamas til að stöðva eldflaugaárásir á Ísrael. Hlutverk þeirra er orðið mikilvægara þar sem hefðbundnir vinir Hamas í Sýrlandi geta ekki lengur lagt þeim lið og Íran á í vaxandi erfiðleikum. 

Nú reynir á  Morsi  að sýna hvað í honum býr. Mikilvægt er að koma í veg fyrir frekari átök og mikilvægt er að Gasa svæðið þetta stærsta fangelsi í heimi verði leyst úr þeirri ánauð sem íbúar svæðisins búa við að sjálfsögðu með því skilyrði að lifa í friði og sátt við nágranna sína. Sömu kröfu verður að sjálfsögðu líka að gera til Ísrael.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Fróðlegur pistill. Íslendingar munu seint spila lykilhlutverk í þessari deilu. Brýnna er fyrir íslenska ráðherra að koma samskiptum okkar við Grænlendinga í betra horf eftir að togaranum Erika var vísað úr höfn.

Sigurður Þórðarson, 21.11.2012 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 219
  • Sl. sólarhring: 504
  • Sl. viku: 4435
  • Frá upphafi: 2450133

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband