Leita í fréttum mbl.is

Sí-gjaldþrota ríkisbankar

Eftir bankahrunið urðu margir til að halda því fram að vandamálið væri einkavæðing bankanna. Ríkisbankar fara ekki á hausinn sögðu þessir spekingar. Staðreyndirnar segja raunar annað.

Ríkið rekur tvær fjármálastofnanir sem ítrekað komast í þrot og fá peninga frá skattgreiðendum til að komast hjá gjaldþroti. Önnur þessara bankastofnana er Byggðasjóður sem hefur verið í stöðugu gjaldþroti um áratuga skeið. Ekki árlegu en því sem næst.

Hin bankastofnunin er nú Íbúðalánasjóður sem þarfnast þess enn og aftur að skattgreiðendur leggi bankanum til fé til að hann komist hjá gjaldþroti.

Það þarf mikla snilld til að reka Íbúðalánasjóð lóðbeint til andskotans eins og ágætur fyrrum bankastjóri hefði orðað það.  Íbúðalánasjóður ætti í dag að vera öflugur lánasjóður með góða eiginfjárstöðu. Staða sjóðsins í dag er hins vegar sú að hann þarf nú árlegt milljarða framlag úr ríkissjóði.

Talsmenn ríkisvæðingar fjármálalífsins og "spekingar" í spillingu sumra,  ættu líka að gaumgæfa að öll vondu einkennin, agaleysið og spillingin voru til staðar í þeim bönkum sem ríkið seldi upp úr aldamótum fyrir einkavæðingu þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Bankakerfið er rusl hjá okkur og líki ég því við mafíu sem er alls ekki fjarri lagi miðað við bruðl, sukk og ofurlaun sem stjórnendur hafa og hafa haft einnig er kerfið allt of stórt fyrir okkar litla land þar sem nærri tugur stofnana geta lánað hverjum sem er hvaða upphæð sem er án veða eða ábyggðar því þær vita að ríkið mun bjarga þeim ef illa fer og ábyggð stjórnenda engin bara taka við launum sem er ekkert annað en þýfi og hlæja svo að okkur sem þurfum að borga ekki bara lánin heldur afskriftirnar sem einkavinir og sér valin fyrirtæki fá án rannsóknar!

Sigurður Haraldsson, 28.11.2012 kl. 14:17

2 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Er það ekki vertryggingin sem rekir Íls. núna í gjaldþrot?

Kristján Sigurður Kristjánsson, 28.11.2012 kl. 17:48

3 Smámynd: Jón Magnússon

Ríkið getur ekki bjargað miklu núna sýnist mér Sigurður nema taka það að láni annað hvort hjá framtíðinni eða gamla fólkinu.

Jón Magnússon, 28.11.2012 kl. 20:50

4 Smámynd: Jón Magnússon

Ef eitthvað væri þá ætti verðtryggingin að hafa hjálpað Íls af því að hvergi í okkar heimshluta eru lán eins dýr og hér. En það dugar greinilega ekki til. Sérkennilegt.

Jón Magnússon, 28.11.2012 kl. 20:51

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Eignarhaldið virtist ekki skipta máli þegar bankarnir voru seldir fyrir áratug. Fram að því var tekin ákvörðun um æðstu stöður í þeim í innstu hringjum flokkanna og spillingin eftir því.

Síðan gátu menn ekki hætt heldur bættu í með einkavina/flokkspólitísku sölunni þegar bankarnir voru seldir með því að bæta enn í spillinguna svo að fjandinn, sem áður hafði verið laus, varð nú trylltur.

Þetta virðist vera eins og náttúrulögmál í okkar litla landi.

Ómar Ragnarsson, 29.11.2012 kl. 00:14

6 Smámynd: Jón Magnússon

Hvað gerðist þá á Írlandi, Bretlandi og Bandaríkjunum Ómar? Var það sama málið og sama orsakasamhengið? Eina flokkspólitíska salan var sennilega þegar Halldór Ásgrímsson heimtaði að Búnaðarbankinn væri seldur með öðrum hætti en vilji annarra var varðandi einkavæðingu bankanna.  Ekki gleyma að Sjálfstæðisflokkurinn vildi selja bankana þannig að það væri dreift eignarhald á bönkunum. Það gekk  hins vegar ekki því miður.  Fjandinn trylltist því miður allsstaðar í okkar heimshluta eftir 2002 og fram yfir bankahrun Ómar.  Það er náttúrulögmál þegar ófullkomið fólk fær að vinna án nauðsynlegs aðhalds með peninga annarra.

Jón Magnússon, 29.11.2012 kl. 16:16

7 Smámynd: Elle_

´Ríkisvæðing fjármálalífsins´ er snilldarlega orðað, Jón.  Já, það er það sem hinir svokölluðu jafnaðarmenn (andskotans - PallVill) standa fyrir.  Það er það eina sem stendur eftir af þeirra ömurlegu stjórn, eyðsla og skuldir gegn ríkissjóði fyrir fjármálamenn og samt komust þeir ekki upp með ICESAVE.

Elle_, 29.11.2012 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 287
  • Sl. sólarhring: 736
  • Sl. viku: 4108
  • Frá upphafi: 2427908

Annað

  • Innlit í dag: 265
  • Innlit sl. viku: 3801
  • Gestir í dag: 258
  • IP-tölur í dag: 247

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband