Leita í fréttum mbl.is

Helv... ástralska kiwi p....

Nýfallinn er í Bretlandi dómur yfir konu sem fluttist þangað fyrir 6 árum frá Slóvakíu. Hún kallaði nágrannakonu sína    "helv.....  átralska kiwi P...."

Konan frá Slóvakíu sem hefur búið í Bretlandi í 6 ár kom heim með manni sínum og voru bæði drukkin og lenti þeim saman. Maðurinn var færður á lögreglustöð þar sem hann hafði veist að konu sinni. Nágrannakonan sem er frá Nýja Sjálandi kallaði til lögreglu þar sem hún óttaðist um öryggi konunnar. Þessu reiddist konan frá Slóvakíu og notaði því þennan munnsöfnuð um nárgrannann.

Lögreglan var vitni og getið var um það í skýrslu sem leiddi til ákæru og dóms.  Í dóminum segir að:

"kynþáttafordómar felist í því að nota orðið áströlsk og kiwi með þeim hætti sem gert var og auki það á refsinæmi ummælanna."

Slóvakinn var dæmd í 110 punda sekt vegna kynþáttafordóma og 50 punda bótagreiðslu til nágrannakonunnar.

Það vekur athygli er að dómurinn telur ekki sérlega ámælisvert að notuð hafi verið orðin: helv.... og p.... .  Nei orðin "ástralska" og "kiwi" eru grafalvarleg og bera vott um kynþáttafordóma.  Þá liggur fyrir hvernig "political right speak" á að vera á hinu Stóra Bretlandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Slík mál koma upp á hverjum degi í Evrópu og þá sérstaklega í Bretlandi virðist vera. Alltaf virðist þessum fáránlegu "hatursglæpalögum" eingöngu vera beitt gegn hvítu fólki.

http://freespeechineurope.wordpress.com/

i.c.1 (IP-tala skráð) 29.11.2012 kl. 16:32

2 identicon

Fullkomnlega eðlilegt. Enginn ástrali á að þurfa að sætta sig við að vera kallaður nýsjálendingur (kiwi)

Baldur (IP-tala skráð) 29.11.2012 kl. 19:33

3 Smámynd: Jón Magnússon

Já en í þessu tilviki þá var þetta hvítt fólk þ.e. önnur ínnflytjandi frá Tékklandi og hin frá Nýja Sjálandi.  En almennt er þetta eins og þú segir IC

Jón Magnússon, 29.11.2012 kl. 23:55

4 Smámynd: Jón Magnússon

Já en Baldur hún var Nýsjálensk. Að vísu frá heimsálfunni Ástralíu og kiwiið er frá Nýja Sjálandi.

Jón Magnússon, 29.11.2012 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 291
  • Sl. sólarhring: 733
  • Sl. viku: 4112
  • Frá upphafi: 2427912

Annað

  • Innlit í dag: 267
  • Innlit sl. viku: 3803
  • Gestir í dag: 259
  • IP-tölur í dag: 248

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband