Leita í fréttum mbl.is

Eldspúandi dreki eyðileggingarinnar

Í ævintýrum er sagt frá því hvernig vaskir riddarar og jafnvel heilar byggðir glímdu við eldspúandi dreka sem eyðilögðu hús, önnur mannvirki og uppskeru bænda. Þegar unnið hafði verið á drekanum færðist líf og velmegun yfir svæðið.

Við höfum eldspúandi dreka eyðileggingar, sem rænir húsum, mannvirkjum og festir fólk í skuldafjötra. Þessi dreki er verðtrygging neytendalána sem hefur gert heila kynslóð íslendinga gjaldþrota. Afleiðingin er aukin fátækt og örbirgð. Kreppuskýið stækkar af því að þessi dreki er ekki lagður af velli.

Jafnvel stofnanir eins og Íbúðalánasjóður verður ítrekað gjaldþrota vegna verðtryggingar og vaxtabyrði verðtryggðra lána sem sjóðurinn endurlánar. Það gleymist varðandi Eir sem mikið er talað um og maður eftir mann sakfelldur án dóms og laga að dreki eyðileggingarinnar er þar að verki. Stærsti orsakavaldur eignarýrnunar og greiðsluerfiðleika.

Leggja verður þennan dreka eyðileggingar og kreppu að velli. Afnema verðtryggingu og endurgreiða ránsfenginn. Þá fyrst geta landsmenn haldið gleðileg jól og stórum hluta fátæktar og örbirgðar verðru vísað á bug vegna gróandi þjóðlífs og aukinnar atvinnu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála þessi verðtrygging var réttlætt sem svo að hún væri nauðsynleg til að viðhalda bankakerfinu en það fór þrátt fyrir hana á hliðina svo að hún er ekki málið til að halda kerfinu gangandi. Til að kerfið lifi þarf það a vinna með fyrirtækjum og almenningi en ekki sjáfu sér og spilltum einstaklingum sem hreynsa það innanfrá!

Sigurður Haraldsson, 19.12.2012 kl. 23:19

2 Smámynd: Kjartan Eggertsson

Rétt hjá þér Jón. "og ebdurgreiða ránsfenginn" . Þessi krafa er lykillinn að heilbrigðu efnahagskerfi framtíðarinnar.

Kjartan Eggertsson, 20.12.2012 kl. 10:44

3 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka ykkur fyrir Sigurður og Kjartan við erum greinilega sömu skoðunar um þetta mál.

Jón Magnússon, 20.12.2012 kl. 17:37

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þarna ert þú að hafa verðtrygginguna fyrir rangri sök.

Verðtryggingin leiðir ekki til þess að fólk tapi hluta af húsnæði sínu heldur gerist það vegna þess að rauverðmæti húsnæðisins hefur lækkað. Meðan húsnæði hækkar í verði í takt við verðbólgu eða umfram það þá heldur fólk eignarhlut sínum í húsinu og jafnvel rúmlega það ef húsnæði hækkar meira í verði en nemur verðbólgu. Þannig er þetta oftast nema hvað rauvirðið hefur stundum lækkað tímabundið í kreppu.

Meðan laun halda í við verðbólgu þá er greiðslubyrði verðtryggðra lána ekki vandamál því þá hækkar hún ekki sem hlutfall af launum svo ekki sé tala um þegar um kaupmáttaraukningu er að ræða eins og oftast er raunin til lengri tíma litið. Vissulega getur þessu veri öfgt farið tímabundið í kreppu eins og við glímum við núna en það er undantekningin rétt eins og með húsnæðið.

Það eru sveiflur í raunverðmæti húsnæðis og sveiflur í laupmátti launa sem er vandamálið en ekki verðtryggingin.

Ef það kemur verðbólguskot þá hækkar greiðslubyrði óverðtryggðra lána með breytilegum vöxtum mun meirae en greiðslubyrði verðtryggðra lána. Það mun engin kaupa langrímaskuldabréf í íslenskum krónum með föstum vöxtum og því mun lántakendum einingis bjóðast lán með breytilegum vöxtum ef við leggjum niður verðtryggingu. Því mun afnám verðtryggingar leiða til þess að fleiri fjölskyldur verða gjaldþrota við verðbólguskot heldur en meðan verðtryggignarinnar nýtur.

Það að afnema verðtryggingu mun því ekki leysa neinn vanda heldur skapa mörg vandamál. Fyrir utan það að vera með miklu meiri sveiflur í greiðslubyrði þá verður greiðslubyrðin alltaf mun hærri framan af lánstímanum á óverðtryggðu láni því nafnextirnir verða mun hærri. Því er greiðslubyrði þeirra mun hærri en á verðtryggðu lánunum akkúrat á þeim tíma þegar fjárhagur fjölskyldnar er hvað þrengstur það er fyrstu árin eftir íbúðarkaup.

Sam dæmi um þetta er greiðslubyrði af 20 milljóna kr. verðtryggðu jafngreiðsluláni til 40 ára um 86 þúsund kr. á mánuði hjá Íbúðalánasjóði. Miðað við greiðslukjör ríkisins af óverðtryggðum lánum má gera ráð fyrir að slík lán óverðtryggð hjá Íbúðalánasjóði verði með um 9% vöxtum og þá er greiðslubyrðin milli 150 og 160 þúsund kr. á mánuði. Þetta mun gera það að verkum að fjöldi fólks sem er að hefja búskap mun aldrei geta keypt sér íbúð en gæti það ef lánin væru verðtryggð.

Þeir sem halda að það leysist einhver vandamál við það að afnema verðtryggingu eiga eftir að verða fyrir vonbrygðim ef raunverulega verður farið út í að afnema verðtryggingu. Þá munu þeir gera sér grein fyrir því að það er mesti misskilningur að slíkt leysi einhver vandamál.

Sigurður M Grétarsson, 20.12.2012 kl. 23:49

5 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er þér ósammála Sigurður en mun svara þessu á öðrum vettvangi þar sem það yrði ansi langt mál að rekja athugasemdirnar.

Jón Magnússon, 21.12.2012 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 219
  • Sl. sólarhring: 505
  • Sl. viku: 4435
  • Frá upphafi: 2450133

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband