Leita í fréttum mbl.is

Lausung og ábyrgðarleysi

Einu sinni var miðað við að sá sem hefði réttindi bæri líka skyldur.  Samfylkingin er sá stjórnmálaflokkur á Íslandi sem hefur hvað harðast berst fyrir því að allir skuli fá allt á annarra kostnað. 

Við formannskjörið núna er spurningin, hvort að þeir einir hafi kosningarétt sem hafa staðið við félagslegar skyldur sínar gagnvart flokknum eða allir eigi að fá allt fyrir ekkert. Báðir formannsframbjóðendurnir og annað málsmetandi fólk í Samfylkingunni og segir ekki koma til greina að réttindum fylgi skyldur. Allir skuli fá að kjósa óháð því hvort þeir hafa greitt til flokksins það sem þeim ber að greiða. 

Samfylkingin er því miður ekki eini flokkurinn sem hefur þau viðhorf að réttindum fylgi ekki ábyrgð eða skyldur. Stjórnmálaflokkar eru almennt hættir að innheimta félagsgjöld eftir að þeir voru ríkisvæddir. Flokksskrár eru því að verulegum hluta ómarktækar. Prófkjörin og  stjórnmálin í landinu ganga síðan í takt við marktæki flokksskránna.  

Afnema verður þá spillingu sem felst í því að stjórnmálaflokkar taki milljarða á ári frá skattgreiðendum og þeim gert að standa undir rekstri sínum sjálfir. Það er óneitanlega öfugsnúið að allir aðrir eigi að greiða fyrir starfsemi stjórnmálaflokka en þeir sem eru í flokkunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég er alveg sammála. Hinsvegar mun það rökrétt í sumum ráðstjórnaríkjum að  þegar allar ákvarðanir peningavaldsins=Framkvæmdavalsins er bundnar í langtíma  lögum og stjórnsýslukerfið því sjálfvirkt, þá minnki  áhugi lýðsins á stjórnmálaflokkum sem engu geta breytt  sem breytir stjórnaskrár bundum stöðuleika um hlutfallslega árs og því allra ára skiptingu tekna og  gjalda innan lögsögunnar.

Vörnin mun að tryggja trúðum framtíðar tekjur til áfram haldandi viðhald  lýðræðisins: með skattheimtu.  

Sýndarlýðræði er ekki gefins og Ísland getur skorið mikið niður af því hjá sér í samræmi við  sjálfvirknina í stöndugum ríkjum.

Hreint ráðherra framkvæmdavald til yfirborðsbreytinga á föstum tekju og gjaldaskiptinga grunni er best.  Löggjafinn samþykkir góðar almennar tillögur [um lög reglur og tilskipanir] af hendi ráðherra og þjóðhöfðingi staðfestir þær. Undtekningar sanna þessa reglu.

Júlíus Björnsson, 28.12.2012 kl. 18:31

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hvernig er stefna xD? Hvað með eftirlaun og laun og fortíð DO? Er það ekki "að allir (sumir, ég)  skuli fá allt á annarra kostnað. "

Ég bjó í 6 ár í Dk (1995-2001) og þar ver þrískipt skattaþrep. Ég ver með um 17.000dkr og borgaði 39% skatta eftir persónuafslátt, sem var yfir leitt 1,500drk á mánuði. (reiknið nú sjálf) 2 skattprósenta var sú sem konan mín borgaði, enda með 24.000dkr (41% og sami persónuafsláttur). Ég veit ekki um 3 skattþrepið en skilst að það sé yfir 35.000dkr.
Reiknið nú?...ef þið getið
1 islkr = 22,7 dkr!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.12.2012 kl. 21:35

3 identicon

Sæll.

Ríkisstyrktir stjórnmálaflokkar eru alger della.

Svo þarf líka að fækka þingmönnum verulega og minnka völd þeirra og þar með þann skaða sem þeir geta unnið. Á Norðurlöndunum eru um 5 sinnum fleiri íbúar á bak við hvern þingmann en hérlendis - svo þykjast þessir þingmenn hér líka þurfa aðstoðarmenn. Ef þingmenn og ráðherrrar vilja aðstoðarmenn eiga þeir að greiða fyrir þá úr eigin vasa líkt og margar aðrar stéttir gera.

Helgi (IP-tala skráð) 28.12.2012 kl. 23:45

4 Smámynd: Jón Magnússon

Þingmenn eru ekki valdamiklir Helgi. Ég var eini þingmaðurinn sem greiddi atkvæði á móti því að þingmenn fengju aðstoðarmenn. Aðstoðarmannakerfið var síðan afnumið í hruninu en það er annað mál.

Jón Magnússon, 29.12.2012 kl. 16:39

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Framkvæmvaldi hefur skorðaða lögsögu til sinn sínum skildum, vilji það breyta ríkjandi stöðuleika frá stofnum, þá leira það eftir samþykki löggjafnans= þingmanna. Þannig ráða þingmenn  og bera því ábyrgð á öllu sem aflaga fer.   þegar þingmönnum er gefið framkvæmdavald, þá fara þeir í ráðherraham og fara að flytja í eigin nafni alskonar breytingar tillögur á ríkjandi lögum [stöðugleika] þetta bíður hættunni heim [siðspillingu]. Þess vegna hefur þjóðhöfðingi [sumstaðar] neitunarvald , þar sem hann getur  frestað að breytingar geti orðið að veruleika.
þá er líka eðlilegt að kefjast að 66% kjósenda  séu á sama máli. Ef ekki þá eiga í framhaldi að fara fram nýjar kosningar um nýjan þjóðhöfðingja sem skynjar fjöldan betur: hýrudraga þann dómgreindarlausa.  Þjóðhöfðingjar sem hafa þetta aðal eðli í genum : gera sig ekki að fíflum.  Reynslan segir að neitunarvaldi getur þurft að beita á 100 ára fresti í þroskuðustu ríkjum.

Auka tekjur sveitarfélga [framkvæmdavald þeira] gerir framkvæmda [umframeyðslu] þingmenn óþarfa.
Þingmenn hér segja ráðherra hafa of mikið framkvæmda vald, þetta bull kaupa sauðir á Íslandi. 

Þingmenn EU [stofnunnar í grunni] hafa ekkert framkvæmdvald. Þeir ráða því hvort þeir samþykkja breytingar hæfs meiri hluta Meðlima ríkja á hverju ári [neikvæðir eru illa liðnir] .  Þingmenn EU eða frekar útnefndir nefndar menn hafa áheyrnarrétt og fá að fylgjast með [nema leynd krefji: utanríkja mál koma í hugan]. þetta kalla þingmenn og þeim tengdir hér að hafa áhrif.

Miðstýring EU að mínu mati mun eflast og vinna almenning með sér í því skera niður kostnaðinn við áhrifavaldið. Lög um hæfi Ráðherra EU krefjast að þeir séu sérstakir persónuleikar, bundir þagnarskyldu til dauðadags. Stjórnarskrá EU skorðar þeirra framkvæmdavald þannig að þeir geta ekki skaðað stofnunina næstu aldirnar.

Lög , reglur og tilskipanir síðari tíma sem ekki eru í samræmi við allar um 500 greinar stjórnaskrár og stjórnskipunar skrá EU, verða ekki fram borin og því ekki samþykkt, ef slíkt gerist er kallað á hæðstarétt EU, þar eru líka sérstakir [tilfinngalausir] persónuleikar, sem kalla ekki allt ömmu sína . 

EU einkennist af gífurlegum langtíma stöðuleika grunni í lögum. Vatn er lögur sem getur orðið ódykkjarhæft ef það staðnar. Veita lögin í grunninn til að skili ávöxtum.   IQ skiptir máli. [rétt] Lög laga sig að eðli geira.

Júlíus Björnsson, 29.12.2012 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 492
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband