Leita í fréttum mbl.is

Gengisfelling og verðbólga

Evran kostar 170  krónur og dollarinn 129. Í ágúst kostaði Evran 146 og dollarinn 118 krónur. Áður fyrr hefði verið talað um 12% gengisfellingu.  Þrátt fyrir gjaldeyrishöft tekst ekki að skapa stöðugleika í gengismálum. 

Mikil lækkun krónunar og nýir neysluskattar ríkisstjórnarinnar á áfengi og tóbak munu auka verðbólguna. Innflutt verðbólga verður meiri á næsta ári vegna seðlaprentunar í Bandaríkjunum, Bretlandi og Evrulandinu.  Þrátt fyrir þessa seðlaprentun erlendis gefur krónan samt eftir.

Vísitala neysluverðs til verðtryggingar mun taka stökkbreytingum upp á við einu sinni enn. Svik stjórnmálaflokkana að hafa ekki þegar afnumið verðtryggingu á lánum til neytenda mun því enn á ný leggja auknar byrðar á fólkið í landinu og gera hóp eignafólks að öreigum.

Hvað lengi enn ætlar valdastéttin á Íslandi að reyna sérleið verðtryggingar á neytendur?

Hvað lengi enn ætla neyendur að láta bjóða sér þetta óréttlæti?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Líklegast er meginorsök verðbólgunnar sú að bankarnir eru á fullu að lána út peninga sem ekki eru til.

sbr. greinar Ólafs Margeirssonar og eins hugmyndir þær sem Frosti Sigurjónsson talar fyrir.

Það þarf að koma böndum á bankana og hinn meðvirka seðlabanka.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 29.12.2012 kl. 18:28

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þolinmæði landans er ljóslega mun meiri en Frakka eða þá að Frakkar eiga bara miklu meira af svínaskít og tómötum en landinn. 

En svo er annar möguleiki, sem er að Frakkar séu bara ekki eins miklar rolur og við landar.   

Hrólfur Þ Hraundal, 29.12.2012 kl. 20:18

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Mér finnst vanta í umræðuna hvernig framkvæmdin á að vera. Verðtrygging lána er auðvitað út í hött áá meðan laun eru óverðtryggð.

Þá hafa misvitur stjórnvöld hvað eftir annað hækkað álögur á nauðsynjar sem valda hækkun skulda fólks.

Allir virðast viðurkenna ómöguleikann, en enginn viðrar lausnir á framkvæmd afnámsins.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.12.2012 kl. 03:53

4 identicon

Þetta er allt hárrétt hjá þér. Þyngra en tárum taki, en varst þú ekki í leikhúsinu við Austurvöll hérna um árið ? Og hvað breyttist þá, akkurat ekkert, það var akkurat sama ástand þá og reyndar frá lýðveldisstofnum með isl krónuna, eða nýkrónuna og nú Hrunkrónuna, sífeldar gengisfellingar og fjármála óstöðuleiki, ég er farin að halda að það sé best að ganga tafatlaust í EU og taka upp Euro,ið strax, þ.e.s.s. ef við þá uppfyllum EU skilyrðin fyrir inngöngu, en það efa ég stórlega næstu 20 árin. Það verður því bara sama russibanareiðin áfram ;(

Geri þín orð að mínum líka.

"Hvað lengi enn ætla neyendur að láta bjóða sér þetta óréttlæti?"

Kristinn J (IP-tala skráð) 30.12.2012 kl. 09:25

5 Smámynd: Þórir Kjartansson

Það eru þrjú handónýt kerfi í gangi hér á Íslandi sem menn komast ekki út úr:  Verðtryggingarsvikamyllan, kvótakerfið og lífeyrissjóðaóréttlætið.  Ég er ekki að segja að það sé auðvelt að stokka þetta upp en vilji er jú fyrst og fremst það sem þarf.

Þórir Kjartansson, 30.12.2012 kl. 10:15

6 Smámynd: Jón Magnússon

Ólafur Margeirsson skrifar mjög athyglisverða pistla Bjarni. Þakka þér fyrir innleggið.

Jón Magnússon, 30.12.2012 kl. 12:23

7 Smámynd: Jón Magnússon

Það er rétt Hrólfur við höfum óendanlegt langlundargerð.

Jón Magnússon, 30.12.2012 kl. 12:24

8 Smámynd: Jón Magnússon

Það sýnir best ástandið Heimir að stjórnmálaflokkunum dettur ekki í hug að taka neysluskattana og hækkanir á þeim út úr vísitölunni. Það ættu allir að geta verið sammála um að það er fásinna og gjörsamlega glórulaust að velta milljörðum yfir á herðar skuldara þegar ríkið hækkar brennivín og tóbak og hækkar beinsíngjald.

Jón Magnússon, 30.12.2012 kl. 12:25

9 Smámynd: Jón Magnússon

Það er einmitt grundvallarspurninginn Kristinn. Hvað lengi enn ætla neytendur að láta bjóða sér þetta.

Jón Magnússon, 30.12.2012 kl. 12:26

10 Smámynd: Jón Magnússon

Það eru margar sérleiðirnar sem við förum Þórir. Svo virðist sem íslenskum ráðamönnum liggi á að reyna stöðugt að finna upp hjólið þegar það er löngu búið að gera það. Venjulegast bjóða íslensku sérleiðirnar upp á ferköntuð hjól en ekki kringlótt. Afleiðingin er í samræmi við það.

Jón Magnússon, 30.12.2012 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 263
  • Sl. sólarhring: 782
  • Sl. viku: 4084
  • Frá upphafi: 2427884

Annað

  • Innlit í dag: 245
  • Innlit sl. viku: 3781
  • Gestir í dag: 241
  • IP-tölur í dag: 233

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband