Leita í fréttum mbl.is

Íbúðarlánasjóður og verðtrygging

Íbúðarlánasjóður verður ítrekað að fá tugi milljarða frá skattgreiðendum til að fara ekki í þrot.

Af hverju er Íbúðalánasjóður í stöðugum vandræðum? Íbúðalánasjóður tekur verðtryggð lán til endurlána. Verðtryggingin étur upp eignir hans eins og annarra sem taka verðtryggð lán.

Ýmsum hefur verið brigslað um misfellur vegna málefna Eir. Eir byggði og byggði og tók verðtryggð lán. Lánin hækkuðu en verð fasteigna stóð í stað eða lækkaði. Á endanum á Eir á ekki fyrir skuldum ekki frekar en Íbúðalánasjóður eða aðrir sem skulda verðtryggð lán.

Verðmætasköpun verður ekki með verðtryggingu. Verðtryggingin færir eignir frá skuldurum til fjármagnseigenda. Íbúðalánasjóður og Eir eru þess vegna gjaldþrota vegna verðtryggingar.

Hver sagði annars þetta endemis bull: "Það er ekki verðtryggingin sem er vandamálið heldur verðbólgan."   Verðtryggingin er verðbólguhvetjandi það ættu þeir að gaumgæfa sem vitna í þetta bull.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Verðtryggingin færir eignir frá skuldurum til fjármagnseigenda."

Verðbólga án verðtryggingar færir (færði)  eignir frá fjármagnseigendum til skuldara.

Vandinn er í báðum tilfellum verðbólgan.

Aðalatriðið ætti þá að vera það að koma í veg fyrir verðbólguna.

 Hver er þín skoðun á hugmyndum um að bankarnir valdi verðbólgu með því að lána út peninga sem ekki eru til? Þ.e. innistæðulausar skuldaviðurkenningar,rafkrónur.

Ertu sammála því að hægt sé að koma böndum á verðbólguna með því að koma böndum á peningaprentunina sem m.a. felst í útlánum bankanna?  (Ásamt auðvitað ströngu aðhaldi hins opinbera að reyna ekki að "prenta" sig út úr vandræðum eins og t.d. Múgabe reyndi)

Eða ertu sammála áliti seðlabankans nýverið að ef útlán bankanna yrðu bundin við innistæður þá myndi það draga úr "sköpunarmætti" (meiningin var a.m.k. sú ) þeirra?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 30.12.2012 kl. 14:37

2 identicon

Góð grein.

"Hver sagði annars þetta endemis bull: "Það er ekki verðtryggingin sem er vandamálið heldur verðbólgan."   Verðtryggingin er verðbólguhvetjandi það ættu þeir að gaumgæfa sem vitna í þetta bull."

Tek heilshugar undir þetta.

með bestu kveðjum

Einar Einarsson (IP-tala skráð) 30.12.2012 kl. 21:23

3 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er að tala um afnám verðtryggingar á neytendalán Bjarni.

Ég er ekki að tala um að verðtrygging milli fagaðila eða sem fagaðili býður yrði afnumin.

Þau sjónarmið sem ég set fram varðandi bann við verðtryggingu á netyendalánum er í samræmi við þau sjónarmið sem ríkja í Evrópu varðandi neytendavernd og fjármálastarfsemi. 

Jón Magnússon, 31.12.2012 kl. 15:33

4 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Einar.

Jón Magnússon, 31.12.2012 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 247
  • Sl. sólarhring: 778
  • Sl. viku: 4068
  • Frá upphafi: 2427868

Annað

  • Innlit í dag: 230
  • Innlit sl. viku: 3766
  • Gestir í dag: 226
  • IP-tölur í dag: 219

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband