6.1.2013 | 20:43
Samfylkingin og Þjóðkirkjan
Ef til vill var biskup Íslands nokkuð hvatvís að ákveða eftir því sem virðist að geðþótta að kirkjan skuli beita sér fyrir söfnun á þörfum tækjakaupum á Landsspítala Háskólasjúkrahúsi. Sjálfsagt hefði verið betra að fjalla um þessi mál á Kirkjuþingi. Það er alltaf spurning hvar og hvernig stofnun eins og Þjóðkirkjan á að beita sér. Heppilegra hefði e.t.v. verið að þjóðkirkjan einhenti sér af öllu afli í söfnun til að vinna bug á hungri og húsnæðisleysi í þjóðfélaginu. Hvað sem því líður þá ber samt að virða ákvörðun biskups. Öllum má vera ljóst að þar er talað af heilum hug og brýna nauðsyn ber til að kaupa tæki til spítalans.
Nokkrir forustumenn Samfylkingarinnar gagnrýna þessa ákvörðun þjóðkirkjunnar og reyna að gera lítið úr henni og hæðast jafnvel að þessari góðu viðleitni kirkjunnar ti að koma sjúkum til hjálpar. Þar af hafa tveir þingmenn flokksins tjáð sig sérstaklega með mjög neikvæðum hætti í garð þjóðkirkjunnar án þess að benda á nokkur betri ráð. Það er jafnvel haft í heitingum við þjóðkirkjuna af hálfu sumra Samfylkingarmanna.
Þessi afstaða því miður allt of margs forustufólks í Samfylkingunni kemur ekki á óvart. Innan Samfylkingarinnar eru öfl sem vinna leynt og ljóst gegn kristni og þjóðkirkjunni. Skemmst er að minnast þess, þegar velferðarráð Reykjavíkur undir forustu Samfylkingarkonunnar Margrétar Sverrisdóttur ákvað að úthýsa kirkjunni úr öll skólastarfi í Reykjavík. Við hver jól veldur þetta miklum vandamálum, en velferðarráð Samfylkingar og Besta flokksins lætur engan bilbug á sér finna. Kærleiksboðskapur Jesús á ekki erindi að þeirra mati í skólastarf í kristnu landi eins og Íslandi.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Trúmál og siðferði | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.1.): 3
- Sl. sólarhring: 68
- Sl. viku: 3680
- Frá upphafi: 2474470
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 3354
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Jón.Ég held að það séu ekki bara fólk í samfylkingunni sem er á móti þessari þjóðkirkju.Ég persónulega vil hana feiga eða kannski öllu heldur að meðlimir hennar sjái alfarið um að fjármagna starf hennar.Þessi samningur milli hennar og ríkisins um kirkjujarðir er algjör vitleysa vegna þess að þessar jarðir hafa aldrei með réttu verið í eigu kirkjunnar.Þannig að í raun er ríkið,það er að segja öll þjóðin að borga laun presta.Að safna fyrir tækjakaupum landspítalans er hins vegar gott framtak og ber að þakka fyrir það.
Jósef Smári Ásmundsson, 6.1.2013 kl. 22:23
Grein Kristjáns Möllers um þetta mál er dæmi um það að innan Samfylkingarinnar og sennilegra annarra flokka eru skiptar skoðanir um þetta mál.
Ómar Ragnarsson, 7.1.2013 kl. 00:30
Fjandskapur borgarstjórnar við kristnina er óskiljanlegur.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.1.2013 kl. 05:33
Að sjálfsögðu getur fólk haft mismunandi skoðanir á því hvort það á að vera ríkiskirkja eða ekki. Ég er í sjálfu sér ekki að fjalla um það Jósef heldur að vekja athygli á þessum sérstaka fjandskap við kirkjuna sem sumt Samfylkingarfólk sýnir. Einnig sú fáheyrða ráðstöfun Velferðanefndar Samfylkingarinnar og Besta flokksins að samþykkja að úthýsa kristilegu starfi algerlega úr skólum landsins. Það var fjandskapur við eðlilega uppfræðslu og kristilegan trúararf íslensku þjóðarinnar.
Jón Magnússon, 7.1.2013 kl. 09:16
Sem betur fer er til fólk í Samfylkingunni sem stendur með málstað kirkjunnar. Aðsópsfólkið er hins vegar hávært í Samfylkingunni og vinkona þín Valgerður Sverrisdóttir sem formaður Velferðarráðs Reykjavíkur vann það sérstaka hermdarverk gagnvart boðun kristilegrar lífsskoðunar að úthýsa kristilegu starfi úr grunnskólum í Reykjavík. Þú átt að ganga úr þessum flokki Ómar þú átt ekkert heima þar og ganga aftur í Sjálfstæðisflokkinn.
Jón Magnússon, 7.1.2013 kl. 09:18
Það finnst mér einmitt Heimir.
Jón Magnússon, 7.1.2013 kl. 09:18
Ómar Ragnarsson ég bendi sérstaklega á það í færslunni að það séu öfl innan Samfylkingarinnar sem vinni leynt og ljóst gegn kristni og þjóðkirkjunni. Ég er ekki að setja allt Samfylkingarfólk í sama flokk hvað það varðar síður en svo. Vinstri slagsíðan á þessum flokki leiðir þetta m.a. af sér og þess vegna átt þú ekkert heima í þessum hópi.
Jón Magnússon, 7.1.2013 kl. 09:22
Það setti að manni hroll þegar þingmaður Samfylkingar gagnrýndi þetta framlag kirkjunnar. Auðvitað má hver hafa sína skoðun á kirkjunni sem slíkri og hvernig hún er fjármögnuð. Það kemur þessu máli bara hreint ekkert við.
Rök þingmannsins voru einkum þau að kirkjan er á framfæri ríkisins að hluta og að nýlega hafi verið ákveðin aukafjárveyting til hennar til að létta reksturinn.
Þessi söfnun er ekki fyrir kirkjuna, heldur til kaupa á lækningatækjum. Þegar fólk veikist eða slasast er það ekki spurt um hverja trú það hefur. Þar er skoðað hversu veikur einstaklingurinn er eða hversu slasaður og hann höndlaður innan sjúkrahússins eftir því, ekki hverrar trúar hann er.
En þessi ummæli þinmannsins segja fleira, þau segja að enginn sem þiggur fé úr ríkissjóð, hvaða nafni sem það fé er kallað, má standa að söfnun til mannúðarmála.
Þetta er kannski sú nýja jafnaðarstefna sem sumir innan Samfylkingar vilja boða?!
Gunnar Heiðarsson, 7.1.2013 kl. 14:10
Það er gott mál að Samfylkingin í Reykjavík vilji ekki trúboð í grunn- og leikskóla.
Trúboð á ekki heima í almennum skólum í trúfrjálsu landi. Sumir skilja ekki muninn á trúboði og fræðslu. Þess vegna þurfti að setja reglur um samskipti kirkju og skóla.
Mér finnst merkilegt hversu margir úr þínum flokki, Jón, sem kennir sig við einastaklingsfrelsi, vilji hafa hér ríkiskirkju.
Einar Karl, 7.1.2013 kl. 15:30
Það er líklega rétt hjá þér Gunnar þetta er hin nýja jafnaðarstefna.
Jón Magnússon, 7.1.2013 kl. 23:44
Þessar tillögur sem voru grundvöllur af reglum um samskipti skóla við trúar og lífsskoðunarfrélög komu reyndar frá mannréttindanefnd Reykjavíkur en ekki velferðarnefnd Samfylkingarinnar og Besta flokksins. Þessar reglur gilda um öll trúar og lífsskoðunarfélög en ekki bara kristin trúfélög.
En að því slepptu þá eru nánast allar fullyrðingarnar í greininni rangar. Þessr tillögur úthýsa ekki krisni úr skólum. Eftir sem áður er trúarbragðafræðsla í skólunum með áherslu á kristni. Það er þvíengu fræðslustarfi um kristni úthýst úr skólunum heldur aðeins trúboði. Trúboð á einfalelga alls ekki heima í opinberum skólum. Eða ert þú óssammála því viðhorfi Jón?
Hvaða vandamál hefur leitt af þessu á jólunum í skólum borgareinnar? Svari er einfalt. Engum. Jólaböll eru ekki aflögð. Kirkjuheimsóknir eru ekki aflagðar heldur aðeins sett um þær eðlilegar reglur um að þær skuli ekki innihalda trúboð og ekki skuli ætilast til að börnin séu þátttakendur í athögninni heldur aðeins áheyrendur. Hvað er slæmt við þá reglu?
Við skulum ekki gleyma því að hér eru í gildi lög um skólaskyldu. Því hafa hvorki börnin né foreldrarnir val um það hvort börnin eru í skólanum eða ekki. Það setur þá skyldu á hendur yfirvalda að vernda börnin þegar þau eru í skólanum samkvæmt lagaskyldu og meðal annars fyrir áreiti utanaðkomandi aðila sem eru ekki að sinna menntun barnanna samkvæmt námsskrá. Trúarbragðarfræðsla í skólum á að vera á hendi kennara eins og öll önnur fræðsla í skólum en ekki starfsmönnum trúfélaga með allt aðra menntun.
Þessar reglur eru því ekki aðför að neinu trúfélagi heldur er aðeins verið að skerpa þær reglur að skólar eru menntastofnanir sem hafa það hlutverk að mennta börnin samkvæmt aðalnámsrá grunnskóla og að öðrum hlutum skuli haldið utan við skólana. Það felur í sér að inni í skólunum fer fram trúarbragðafræðsla en ekki trúboð.
Ef foreldrar vilja að börnin þeirra upplifi trúboð þa´geta þeir bara farið með þau sjálf í kirkju eða sunnudagaskóla.
Og til að kæta þig þá verður á bæjarstjórnarfundi í bæjarstjórn Kópavogs rædd álíka tillaga frá jafnréttis og mannréttindanefnd Kópavogs. Vonandi verða settar álíka reglur til verndar börnum í grunnskólum Kópavogs gegn áreiti utanaðkomandi aðild og þá ekki bara trúar og lífsskoðunarfélaga heldur mun víðtækari reglur.
Sigurður M Grétarsson, 7.1.2013 kl. 23:44
Þú hefur þá skoðun Einar Karl eins og ítrekað hefur komið fram í athugasemdum þínum við færslur hjá mér. Ég er annarar skoðunr og tel það miður að Margrét Sverrisdóttir og Jón Gnarr skuli hafa úthýst kristilegri fræðslu úr grunnskólunum. Fólk er frjálst að skoðunum sínum í Sjálfstæðisflokknum Einar Karl það mikið er einstaklingsfrelsið. En það er rétt að það eru sem betur fer margir sem vilja styðja við og efla kristni og kirkjulegt starf í Sjálfstæðisflokknum.
Jón Magnússon, 7.1.2013 kl. 23:46
Þú hefðir nú frekar átt að skrifa pistil Sigurður heldur en að koma með þetta sem athugasemd, en þrátt fyrir lengdina ákvað ég að hleypa þessu að. Ég er þér algerlega ósammála varðandi leiðir og vona að bæjarstjórn Kópavogs hafi vit á því að hafna þessum fráleitu tillögum.
Jón Magnússon, 8.1.2013 kl. 17:22
Ég biðst afsökunar á lengdini en það er því miður ekki mín sterka hlið að vera stuttorður.
Hvað varðar tillöguna í Kópavogi þá var einhugur um hana í jafnréttis og mannréttindanefnd Kópavogs en þar eru fulltrúar frá öllum bæjarstjórnarflokkunum nema næst besta flokknum. Svo má geta þess að álíka tillögur voru samþykktar í Hafnafirði síðast sumar. Og af því að þú nefnir Samfylkinguna í þessu sambandi þá vil ég benda þér á að þegar bæjarráð Kópavogs ákvað að vísa þessum tillögum til bæjarstjórnar þá var aðeins einn bæjarráðsfulltrúi sem bókaði mótmæli við því að setja slíkar reglur. Það var Guðríður Arnardóttir oddviti Samfyliingarinnar í Kópavogi,
Skilur þú munin á trúabragðafræðslu og trúboði? Staðreyndin er sú að þær reglur sem gilda í Reykjavík og Hafnafirði hindra ekki á nokkurn hátt trúarbragðafræðslu eða kristinfræðslu heldur aðeins trúboð. Fullyrðingar um að þær hindir kristinfræðslu eru því oftúlkanir á þessum reglum.
Ert þú sammála því að í grunnslólum eigi aðeins að vera trúarbragðafræðsla en ekki trúboð? Ef ekki getur þú þá fært rök fyrir því af hverju á að vera með trúboð í skólum og hvernig það samrýmist því hlutverki sem þeim er ætlað samkvæmt lögum?
Hvað varðar fullyrðingu þína um að Samfyllkingunni sé eitthvað í nöp við kristni þá hefur aldrei neitt komið frá Samfylkingunni sem hægt er að flokka undir fjandskap við krostni. Það að vera á móti því að vera með þjóðkirkju eða ríkiskirkju er ekki á nokkurn hátt andstaða við kristni eða aðför að kristni enda eru margir trúaðir menn þeirrar skoðunar meira að segja margir prestar. Það eru meira að segja prestar í þjóðkirkjunni sem eru þeirrar skoðunar.
Fullyrðingar þínar um fjandskap við krisni hjá Samfylkingunni standast því enga skoðun.
Sigurður M Grétarsson, 8.1.2013 kl. 22:12
Annað segja kirkjunnar þjónar sem ég þekki.
Jón Magnússon, 8.1.2013 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.