Leita í fréttum mbl.is

Afkastalítill embættismaður

Hlutverk umboðsmanns Alþingis er að efla réttaröryggi einstaklinga og fyrirtækja. Það eru réttindi borgaranna að geta leitað til umboðsmanns þegar stjórnvöld fara ekki að lögum. Almenningur á líka að geta treyst því að umboðsmaður afgreiði málin með vönduðu áliti innan hæfilegs tíma.  Þannig er stjórnvöldum veitt aðhald og borgararnir ná rétti sínum  gagnvart stjórnvöldum án tilkostnaðar og tíma sem fylgir dómsmálum. 

Þetta er því miður ekki reyndin.  Sem lögmaður verð ég ítrekað var við það að einstaklingar og fyrirtæki kvarta undan málshraða Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Alþingis.  Jafnframt heyri ég kvartað undan bitlausum álitum.  Ef skoðuð er heimasíða umboðsmanns þá eru afköst embættisins þannig að skipulag mála og vinnubrögð geta ekki verið í réttu og góðu horfi. 

Á heimasíðu umboðsmanns er birt yfirlit yfir „10 síðustu mál afgreidd af umboðsmanni“.  Þar má sjá að á síðustu fjórum mánuðum ársins 2012 voru sex mál afgreidd hjá umboðsmanni.  Það þýðir að eitt mál er afgreitt að meðaltali á hverjum 14 vinnudögum (112 vinnustundir fyrir einn mann).  Slík afköst eru ekki boðleg hjá embætti þar sem starfa átta lögfræðingar samkvæmt upplýsingum á heimasíðu embættisins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Suzanne Kay Sigurðsson

Why is it so time consuming ? Is there no oversight in the office of Ombudsman or mandate regarding this ?

Suzanne Kay Sigurðsson, 8.1.2013 kl. 06:07

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Er ekki verið að tala um að framleiðni hér á Íslandi er alltof lítil miðað við aðrar þjóðir? Er þetta ekki bara endurspeglun á því?
En án spaugs þá virðist eitthvað bogið við þetta.

Sumarliði Einar Daðason, 8.1.2013 kl. 11:09

3 Smámynd: Jón Magnússon

I really don´t know Suzanne, but this is very strange.

Jón Magnússon, 8.1.2013 kl. 17:20

4 Smámynd: Jón Magnússon

Framleiðnin hjá Umboðsmanni Alþingis er alla vega í lágmarki.

Jón Magnússon, 8.1.2013 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 310
  • Sl. sólarhring: 662
  • Sl. viku: 4131
  • Frá upphafi: 2427931

Annað

  • Innlit í dag: 286
  • Innlit sl. viku: 3822
  • Gestir í dag: 274
  • IP-tölur í dag: 263

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband