Leita í fréttum mbl.is

En ég er falleg

Ungfrú Alabama, Katherine Webb, sem er kærasta leikstjórnanda ruðningsliðs Alabama háskóla, fór á leik liðsins á mánudagskvöldið ásamt mömmu kærastans. Leiknum var sjónvarpað og fréttamaður ESPN sjónvarpsstöðvarinnar  Brent Musburger 73 ára, gat ekki leynt aðdáun sinni á henni þegar sjónvarpsmyndavélarnar sýndu Katherine í áhorfendahópnum.

Brent sagði "Whoa" og lýsti henni síðan síðan sem yndislegri stúlku og fallegri konu. Síðan sagði hann "Leikstjórnendurnir ná í allar sætustu stelpurnar. Ef þú ert strákur í Alabama þá farðu strax að æfa með því að kasta boltanum í bakgarðinum heima hjá þér."

Vegna þessara ummæla urðu einhverjir til að mótmæla og sjónvarpsstöðin baðst afsökunar og sagði að þessi ummæli hefðu gengið of langt.

Ungfrú Alabama kærði sig kollótta um þetta og fannst þetta dæmigerður stormur í vatnsglasi og sagði: "Ég held að allar konur yrðu upp með sér af því að fá svona ummæli að þær væru fallegar og æðislegar og ég kann að meta það. Ég þarf enga afsökun"  Pabbi hennar tók í sama streng. En þrátt fyrir að ungfrúin væri sátt við ummæli Brent þurfti pólitíska réttmælisstefna feministafélagsins að fá framgang. - og það í Bandaríkjunum af öllum löndum.

Nú skil ég fyrst þegar country söngvarinn söng lagið. "If I said you had a beutiful body would you hold it against me"     

http://www.youtube.com/watch?v=nAVUrq7jvtM

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Suzanne Kay Sigurðsson

Very apropos, great song choice.

Suzanne Kay Sigurðsson, 10.1.2013 kl. 17:06

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Bellamy bræður voru góðir. Reyndar eru þeir enn að, eða voru það a.m.k. 2010.

Gunnar Heiðarsson, 10.1.2013 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 313
  • Sl. sólarhring: 648
  • Sl. viku: 4134
  • Frá upphafi: 2427934

Annað

  • Innlit í dag: 289
  • Innlit sl. viku: 3825
  • Gestir í dag: 277
  • IP-tölur í dag: 265

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband