Leita í fréttum mbl.is

Kynblinda

Vinur minn Guðmundur Sigurðsson aðstoðarforstjóri Samkeppnisstofnunar vakti athygli mína á fyribrigðinu kynblinda og spurði hvort ég vissi hvað það væri. Fátt varð um svör.

Guðmundur sagðist hafa rekist á frétt í dagblaði þar sem fjallað var "um tilraunaverkefni í kynjaðri fjárhags- og starfsáætlunargerð (hm!) hjá Reykjavíkurborg. Niðurstaðan var sú að fjárlög og fjárhagsáætlanir mismuni ekki kynjunum en“fjárúthlutanir eru ekki að nýtast kynjunum jafnt og er því ekki um kynhlutleysi að ræða heldur kynblindu.“

Tæpst tæmir þetta nú alveg skýringu á hugtakinu kynblindu og væri æskilegt að þeir sem ábyrgð bera á þessu nýyrði geri okkur fyllri grein fyrir fyrirbrigðinu sem sómir sér væntanlega vel við hlið fyrirbrigðisins í stóli borgarstjóra sem ég veit ekki hvort er haldinn kynblindu eða ekki miðað við skilgreiningu fréttarinnar.

Svo er spurningin hvort að kynblindir þurfi ekki á bókum að halda með kynblindraletri og kynblindrastaf til að rata ekki í ógöngur vegna kynblindunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég las þetta orð "kynblinda" var að þarna væi verið að ræða um gott orð. Að merking þess væri blinda á kynferði á sem flestum sviðum samfélagsins.

Að þetta orð væri um jafnrétti kynjanna, þeir sem væru haldnir kynblindu sæju alla jafna, óháð kyni.

Gunnar Heiðarsson, 12.1.2013 kl. 09:18

2 identicon

Á þessari síðu Þróunarsamvinnustofnunarinnar:

http://www.iceida.is/islenska/ordskyringar/

eru skilgreind ýmis undarleg kynjafræðileg orð og hugtök, þ.á.m. kynblinda, kynjuð hagstjórn og kynnæmir vísar. Í skilgreiningunni á því síðastnefnda kemur fram annað nýyrði: haghafi, sem er vandræðaleg þýðing á enska orðinu beneficiary.

Þessi hugtök og kynjuð hagstjórn eru mikilvæg þegar þau eru sett í samhengi við þróunarstörf í 3. heims löndum, þar sem konur eru kúgaðar, en á Íslandi, þar sem kynjajafnrétti er komið út í öfgar er engin þörf á þeim.

Pétur (IP-tala skráð) 12.1.2013 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 313
  • Sl. sólarhring: 646
  • Sl. viku: 4134
  • Frá upphafi: 2427934

Annað

  • Innlit í dag: 289
  • Innlit sl. viku: 3825
  • Gestir í dag: 277
  • IP-tölur í dag: 265

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband