Leita í fréttum mbl.is

Prófkjör og verðtrygging

Á síðasta Landsfundi Sjálfstæðisflokksins var mörkuð sú stefna að afnema verðtryggingu á neytendalánum og færa með sanngirni niður óeðlilegar hækkanir á verðtryggðum lánum. Þetta var mikilvæg samþykkt, en efnir þingflokksins hafa ekki verið í samræmi við einróma samþykki Landsfundarins.

Einn af þeim mönnum sem harðast barðist fyrir því að ná fram samþykkt Landsfundarins um afnám verðtryggingar og niðurfærslu höfuðstóla var sr. Halldór Gunnarsson. Sr. Halldór hefur verið óþreytandi bráttumaður í og fyrir Sjálfstæðisflokkinn í marga áratugi. 

Sr. Halldór gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hann á skilið stuðning þeirra sem vilja ná fram breytingu á lánakjörum til hagsbóta fyrir fólk og fyrirtæki í landinu. 

Það skiptir máli að fá öruggan og hreinskiptinn málsvara gegn verðtryggingunni í þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Andstæðingar verðtryggingarinnar eiga því kost á því að styðja sr. Halldór og  ber skylda til vilji þeir leggja þessu mikilvæga málefni lið.

Auk sr Halldórs Gunnarssonar hefur Halldór B. Jóhannesson hagfræðingur tekið upp baráttuna gegn verðtryggingunni og skrifað eftirtektarverðar greinar um nauðsyn þess að verðtryggingin verði afnumin.

Kjósendur Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi eiga þess því kost að kjósa með stefnu flokksins gegn verðtryggingu og verðbólgu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón

Ég átta mig ekki alveg á nauðsyn þessarar skerðingar á samningsfrelsinu sem þú leggur til. Verðtrygging er velþekkt í viðskiptum erlendis, almenn í leigusamningum víðast hvar, en minna notuð í lánsviðskiptum. Mörg ríki gefa út verðtryggð ríkisskuldabréf svo dæmi séu tekin. Málið er þetta; ef verðbólga er núll þá er verðtrygging núll. Verðbólga er því vandamál sem þarf að uppræta. Réttlætið í brennslu lífeyrissparnaðar gamla fólksins á verðbólgubálinu fer alveg fram hjá mér.

Með kærri kveðju.

Einar

EINAR S. HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 25.1.2013 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 256
  • Sl. sólarhring: 780
  • Sl. viku: 4077
  • Frá upphafi: 2427877

Annað

  • Innlit í dag: 239
  • Innlit sl. viku: 3775
  • Gestir í dag: 235
  • IP-tölur í dag: 228

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband