Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðisflokkurinn á móti verðtryggingu?

Ýmsir lásu það út úr lokaafgreiðslu Landsfundar Sjálfstæðisflokksins að við andstæðingar verðtryggingarinnar hefðum ekki haft neina eftirtekju af baráttunni gegn verðtryggingu og fyrir sambærilegu lánakerfi og í nágrannalöndum okkar. Þetta er hins vegar nokkur misskilningur. Þó ég hefði persónulega kosið ákveðnari ályktun gegn verðtryggingunni, þá felst samt í ályktun Landsfundar sem samþykkt var með nánast öllum greiddum atkvæðum að verðtrygging verði lögð af og skuldavandi heimilanna verði leystur með almennum aðgerðum, en ekki sértækum. Þannig segir í ályktun Landsfundar:

"Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar verði markvissar aðgerðir til að bregðast við greiðslu- og skuldavanda heimilanna með almennum aðgerðum Þessi aðgerð er mikilvæg forsenda fyrir auknum hagvexti og framtíðaruppbyggingu íslensks þjóðfélags. Framtíðarskipan húsnæðis- og neytendalána þarf að taka mið af ríkjandi neytendaverndarreglum innan EES sem Ísland hefur þegar lögleitt. Tryggja verður virka samkeppni á lánamarkaði vegna húsnæðikaupa sem getur leitt til þess að vextir og gjaldtaka lánastofnana verði með svipuðum hætti og í nágrannalöndum okkar."

Meginatriðin sem þarna koma fram er í samræmi við ályktunartillögu sem við lögðum fram og þýðir að stefna Sjálfstæðisflokksins í málinu er þessi m.a. 1. Miðað er við sambærilegt lánakerfi og í nágrannalöndum okkar. 2. Almennar aðgerðir til lausnar skuldavanda heimilanna. 3. Afnám verðtryggingar, en neytendareglur EES mundu ekki heimila verðtryggð lán með þeim hætti sem nú er gert. 

Þessi atriði eru mikilvæg auk þess að skoða önnur ákvæði svo sem ákvæði í stjórnmálaályktun og víðar um að verðtrygging verði ekki almenn regla í lánaviðskiptum við neytendur.

Með þessu er í raun verið að segja að verðtryggingin verði ekki lengur valkostur í neytendalánum eins og við vildum að yrði sagt beinum orðum en ekki með hringleiðum.

En dropinn holar steininn og nú hefur forusta Sjálfstæðisflokksins skuldbundið sig með því að flytja þá málamiðlunartillögu sem þýðir afnám verðtryggingar í raun, til þess að vinna að hagsmunamálum heimilanna og til að leysa skuldavandann með þeim hætti að verðtrygging verði afnumin og skuldavandinn leystur með almennum aðgerðum.

Það er bara til ein almenn aðgerð í þessum málum og hún er að færa niður höfuðstóla innheimtanlegra skulda þannig að þær verði viðráðanlegar fyrir venjulegt fólk og verðtryggða ránsfengnum verði skilað til baka.

Sjálfstæðiflokkurinn afgreiddi ályktun með loðnu orðalagi sem verður ekki skýrð með öðrum hætti en þeim þegar hún er lesin í heild en að verðtrygging verði afnumin og almenn niðurfærsla skulda eigi sér stað.

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn ættu því að geta myndað velferðar- og viðreisnarstjórn til að afnema verðtrygginguna og leiðrétta skuldir heimilanna með almennri niðurfærslu svo fremi þeir fái fylgi til þess. Þeir eru skuldbundnir kjósendum að gera það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Samstaða þjóðar

Allt rétt sem Jón segir og að auki má benda á, að Landsfundurinn ályktaði að tekið yrði upp fastgengi, sem merkir að veðtrygging hefur engan tilgang.  http://samstada-thjodar.blog.is/blog/samstada-thjodar/entry/1284783/ Ánægjulegast er þó sú ályktun Landsfundar, að Seðlabankann skuli leggja niður ! 

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

Samstaða þjóðar, 25.2.2013 kl. 14:13

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég tók það sem að (S) mundi kanski afnema verðtrygginguna eftir að hafa lesið stefnu (S) um verðtrygginguna eftir Landsfundinn.

Ef það er ekki rétt að afnám verðtryggingar er kanski, þá þurfa þeir sem eru í framboði fyrir flokkinn að útskýra þetta kanski á framboðsfundum vel og skýrlega af því að það eru fleirri en ég sem erum vonsvikin með hvernig stefna (S) um verðtryggingin er orðuð.

Ég álýt að (S) komi til með að tapa atkvæðum með þetta orðalag og það gæti verið það mikið tap að (S) verði í stjórnarandstöðu næsta kjörtímabil.

Kveðja frá London Gatwick.

Jóhann Kristinsson, 25.2.2013 kl. 17:55

3 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir þitt innlegg  Loftur. Ég er alveg sammála þér.

Jón Magnússon, 25.2.2013 kl. 20:43

4 Smámynd: Jón Magnússon

Að sjálfsögðu þurfa þeir að gera það. Þeir hafa tvo mánuði rúma til þess.

Jón Magnússon, 25.2.2013 kl. 20:44

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það var mikið ólán að tillaga sem þú fluttir á Alþingi 2008 um að vísitölulánin myndu ekki stökkbreytast í hruninu var ekki samþykkt.  Þá skorti flesta framsýni og dug að svokallaðri "sleggju" meðtalinni.

Sigurður Þórðarson, 25.2.2013 kl. 23:08

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ef það á að vera vit í að banna verðtryggingu þá þarf að vera klárt að það komi eitthvað betra í staðinn. Óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum eru síst betri kostur fyrir lántaka en verðtryggð lán. Þau hafa mun meiri sveiflur í greiðslubyrði en verðtryggðu lánin og eru því mun líklegri til að koma fólki í greiðsluvanda og jafnel í gjaldþrot heldur en verðtryggð lán.

Svo má alltaf spyrja sig hvaða forræðishyggja það er að banna þeim sem vilja fremur verðtryggð lán en óverðtryggð að taka slík lán. Af hverju geta þeir sem ekki vilja verðtryggð lán ekki bara tekið sín óverðtryggðu lán sem allur bankarnir bjóða og látið þá sem frekar kjósa verðtryggð lán í friði?

Svo kemur alltaf þessi spurning með skuldaniðufellinguna. Hver á að borga fyrir hana?

Sigurður M Grétarsson, 27.2.2013 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 219
  • Sl. sólarhring: 503
  • Sl. viku: 4435
  • Frá upphafi: 2450133

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband