Leita í fréttum mbl.is

Kosningabomba Samfylkingarinnar

Árni Páll Árnason nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar hefur átt erfitt uppdráttar. Fylgi við Samfylkinguna minnkar og traustið þverr. Þrátt fyrir að Árni Páll sé hinn snöfurmannlegasti stjórnmálamaður þá má hann sín lítils þegar kjósendur leggja á vogarskálarnir öll sviknu kosningaloforðin.

Jóhanna Sigurðardóttir þáverandi formaður Samfylkingarinnar lofaði fyrir síðustu kosningar að afnema kvótakefið, leysa skuldavanda heimilanna og setja landinu nýja stjórnarskrá. Allt hefur verið svikið. Engar breytingar á kvótakerfinu. Skuldir heimila með innheimtanlegar skuldir hafa stórhækkað og engri grein stjórnarskrárinnar hefur verið breytt.

Nýkjörinn formaður flokksins mátti síðan þola brigslyrði frá Jóhönnu, þó hennar tími væri liðinn, á síðustu dögum þingsins þegar Árni Páll reyndi af veikum mætti að koma snefil af viti í framgang Samfylkingarinnar.

Í þessum þrengingum eftir langa næsturfundi með kosningastjórn Samfylkingarinnar fannst samt heillaráð sem forusta Samfylkingarinnar telur  líklegt að gæti bjargað því sem bjargað verður.

Senda Jóhönnu Sigurðardóttur til Kína.

Áður fyrr létu sósíalískir foringjar nægja að senda andstæðinga sína til Síberíu. Nú dugar það ekki lengur og kínverska alþýðlýðveldið skal það vera. 

Ef  formaður Samfylkingarinnar  mætti ráða þá er næsta víst að Jóhanna fengi  "one way ticket"  til Kína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Kannski rétt a benda mönnum á að  kíkja á google áður en þeir fabulera svona . Þar má t.d. finna frétta á vef forsætisráðuneytis frá 20.04.2013 þar sem segir:

Forsætisráðherra Kína hrósaði Íslandi fyrir árangur sinn í uppbyggingu eftir efnahagshrunið. Jafnframt bauð hann forsætisráðherra Íslands að sækja Kína heim í opinbera heimsókn við fyrsta tækifæri.

Og er þetta ekki kjörið tækifæri þar sem verið er að skrifa undir fríverslunar samning milli landana. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.4.2013 kl. 23:19

2 Smámynd: Jón Magnússon

Hvað segir þetta Magnús?  Er það ekki utanríkisráðherra sem mætir venjulega við svona tækifæri en ekki forsætisráðherra á síðasta snúningi.

Jón Magnússon, 8.4.2013 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 133
  • Sl. sólarhring: 232
  • Sl. viku: 3970
  • Frá upphafi: 2428191

Annað

  • Innlit í dag: 109
  • Innlit sl. viku: 3657
  • Gestir í dag: 102
  • IP-tölur í dag: 89

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband