Leita í fréttum mbl.is

Bara nokkrir blóðdropar

Össur Skarphéðinsson virðist vera að búa sig undir að taka við starfi blaðafulltrúa kínverska alþýðulýðveldisins.

Í viðtölum vegna viðskiptasamningsi Íslands og Kína lýsti Össur því yfir að ekkert sé við mannréttindabrot Kínversku kommúnistastjórnarinnar að athuga og nýir menn séu komnir að og allt í besta lagi í alþýðulýðveldinu. Bara nokkrir blóðdropar sem er úthellt úr andófsmönnum, Tíbetum og öðrum misjöfnum sauðum. Það finnst ráðherra Samfylkingarinnar afsakanlegt og allt í lagi.

Össur Skarphéðinsson hefur tileinkað sér þá túlkun kommúnistaleiðtoganna í Kína að mannréttindi séu ekki algildog gildi alla vega ekki fyrir óvini ríkisins og alÞýðubyltingarinnar.

Same eru flestar dauðarefsingar í Kína. Andófsmenn í Kína eru sviptir frelsi til langframa eða teknir af lífi. Ógnarstjórnin í Tíbet er sú sama og verið hefur. Hægt er að bæta við löngum lista um vafasamar aðgerðir kínversku valdhafanna í mörgum löndum Afríku og víðar þar sem þeir hafa keypt land eða náttúrugæði.

Þetta truflar Össur ekkert. Honum finnst þetta allt í lagi.

Össur afsakar allt enda er Ísland eina Evrópulandið sem hefur gert fínan fríverslunarsamning við Kína þó við megum hvorki kaupa af þeim hrísgrjón né aðrar landbúnaðarvörur skv. samningnum. 

Mannréttindi eru samt algild og loddarar eins og Össur sem samsamar sig  með  mannréttindabrotum  kínversku kommúnistana á ekkert erindi í íslenska pólitík meir.  

Skyldi forsætisráðherrahafa haft dug í sér til að tala um réttindi samkynhneigðra í Kína? Ef ekki þá er greinilegt að hún samþykkir túlkun og viðhorf væntanlegs blaðafulltrúa kínversk alþýðulýðveldisins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi grein þín dæmir sig sjálf. Við íslendingar erum ekki barnanna bestir þegar kemur að mannréttindum s.b hegðun  okkar gagnvart útlendingum sem biðja um hæli hér. Það hafa svo sem birst greinar frá þér hér um þau efni, og ekki allt fallegt.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 16.4.2013 kl. 08:54

2 Smámynd: Jón Magnússon

Sínum augum verður hver að líta á þetta Helgi. Á alþjóðlegan mælikvarða eru mannréttindi hér með því allra besta í heiminum.  Við höfum veitt öllum sem hafa lögmæta ástæðu hæli í landinu og mörgum fleiri. Þannig að þetta er allt úr lausu lofti gripið Helgi. Það er ekkert við mín skrif að athuga Helgi og þau eru bæði falleg og málefnaleg. Þú þarft ekki að vera sammála þeim og mér er slétt sama um það. En skrif mín eru fyrst og fremst tilraun til vitrænnar framsetningar í þessari flóru þar sem veitir ekki af.

Jón Magnússon, 16.4.2013 kl. 09:12

3 identicon

En nú hefur Össur komið með patent lausn á efnahagsvanda þjóðarinnar og var að gefa Sigmundi Davíð undir fótinn, til að reyna að ná í ráðherrastól eftir kosningar, því hann grunar hver verður næsti forsætisráðherra. Eða?

Þetta er pólutík.

Ps - Verra þótti mér þegar hann fór í fangið á Hamas, útlistuðum terrorristum, í Palestínu. Má þessi blöðruselur hverfa úr pólutík með skömm eins og flestir í þessum flokk.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 16.4.2013 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 354
  • Sl. sólarhring: 535
  • Sl. viku: 4175
  • Frá upphafi: 2427975

Annað

  • Innlit í dag: 326
  • Innlit sl. viku: 3862
  • Gestir í dag: 309
  • IP-tölur í dag: 287

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband