Leita í fréttum mbl.is

Hvernig var ástatt fyrir Bretlandi þegar Margaret Thatcher tók við

Margaret Thatcher er tvímælalaust einn merkasti stjórnmálamaður síðari hluta síðustu aldar. Hún verður jarðsett í dag og búist er við mótmælum vinstri sinna víða um Bretland vegna þess. Þeir eru álíka trúir sannfæringu sinni og Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands en þessir sósíalistar hafa engu gleymt sem þeir vilja muna en muna ekkert sem þeir telja hentugt að gleyma.

Þegar Margaret Thatcher tók við af ríkisstjórn James Callaghan forsætisráðherra Verkamannaflokksins var átandið þannig samkvæmt lýsingu eins ráðherrans í ríkisstjórn hans Peter Shore: "Hver hagsmunahópur í samfélaginu hefur enga tilfinningu eða skilning á því að vera hluti af samfélagi en reynir að ná sem mestu fyrir sjálfa sig."  Ríkisstjórn James Callaghan hugleiddi að beita neyðarlögum og kalla á herinn til að ná stjórn á þjóðfélaginu vegna frekju og yfirgangs sérhagsmunahópa.

Bill Rodgers flutningamálaráðherra í ríkisstjórn Verkamannaflokksins varð að horfa upp á móður sína deyja vegna þess að flutningaverkamenn stöðvuðu uppskipun m.a. á nauðsynlegum lyfjum fyrir móður hans. Rafvirkjasamtökin komu í veg fyrir að BBC gæti útvarpað og sjónvarpað á jólunum 1978 og lokuðu ITV sjónvarpsstöðinni í ágúst 1979.  Lestir gengu ekki og hjúkrunarkonur og þeir sem óku sjúkarbifreiðum fóru iðulega í verkfall auk annarra. Þjóðfélagið var nær stjórnlaust þegar Thatcher tók við og hafði þurft að leita eftir neyðarláni frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum.

Vegna þess að Thatcher hafði ákveðna þjóðfélagssýn og markmið þá tókst henni að snúa þessari þróun við og gera Bretlandi aftur að starfhæfu ríki sem forverum hennar Edward Heath úr Íhaldsflokknum og James Callaghan úr Verkamannaflokknum hafði báðum mistekist. Ný framfarasókn hófst í Bretlandi og hún greiddi niður ríkisskuldir. Eftir hennar dag hafa ríkisskuldir ekki verið greiddar niður heldur aukist.

Bæði Bretar og þeir sem unna viðskiptafrelsi og einstaklingsfrelsi eiga Margaret Thatcher mikið að þakka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 292
  • Sl. sólarhring: 731
  • Sl. viku: 4113
  • Frá upphafi: 2427913

Annað

  • Innlit í dag: 268
  • Innlit sl. viku: 3804
  • Gestir í dag: 260
  • IP-tölur í dag: 249

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband