Leita í fréttum mbl.is

Ránsfeng verðtryggingarokursins verður að skila.

Ítrekað hefur verið sýnt fram á að dýrustu og óhagkvæmustu lánin eru verðtryggð lán til húsnæðiskaupa fyrir neytendur. Krafan um að afnema verðtryggð neytendalán er því að vonum sterk. Allir sjá óréttlætið sem fellst í verðtryggingarokrin nema þeir sem fá ránsfenginn og  stjórnmála- og fræðimenn sem eru á mála hjá þeim.

Margir halda því fram að verðtryggð lán til neytenda séu ólögleg. Ég efast um það miðað við þá óslitnu framkvæmd sem verið hefur hér í áratugi. Verðtryggð neytendaán eru hins vegar óréttlát og við eigum að koma í veg fyrir óréttlæti. Það þjóðfélag sem ekki gætir réttlætis fær ekki staðist sagði Leo Tolstoy og ég sammála.

Ég krafðist þess 6. október 2008 að verðtryggingin yrði tekin úr sambandi með nýjum neyðarlögum. Því miður komu Gylfi Arnbjörnsson, Jóhanna Sigurðardóttir og þeir sem þurftu að blása út höfuðstóla sína eftir 600 milljarða tap í hruninu í veg fyrir það. Afleiðingin er sú að  350 milljarðar hafa verið færðir frá neytendum til lífeyrissjóða, hrægammabanka og annarra fjármálafyrirtækja. Hefði tillaga mín verið samþykkt þyrfti ekki að tala um skuldavanda heimila í þessum kosningum og almenn velmegun væri

350 milljarðar hafa verið teknir af neytendum með verðtryggingunni vegna verðlagsbreytinga á sama tíma og húsnæði lækkar í verði, laun lækka og það er engin virðistauki í þjóðfélaginu. Hækkun höfuðstóla verðtryggðra lána við þessar aðstæður er því ekkert annað en ránsfengur.  Ránsfeng ber að skila.

Það er ekki sama með hvaða hætti ránsfeng er skilað.  Það gengur ekki að skila ránsfeng til eins með því að ræna annan eins og Framsóknarmenn og fleiri leggja til, sem ætla að færa fjármagnseigendum rúma hundrað milljarða á kostnað skattgreiðenda vegna lækkunar óinnheimtanlegra ónýtra skulda.  Það er til betri leið og hana verður að fara.

  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég gerði ráð fyrir að þú sért að mæla með leið Hægri grænna -xG

Almenningur (IP-tala skráð) 18.4.2013 kl. 11:21

2 Smámynd: Guðmundur Karl Snæbjörnsson

Sæll Jón

alltaf gaman og fróðlegt að lesa pistlana frá þér, þá stundum sem ég rekst á einn. Mátt eiga þakkir fyrir og vonandi verðurðu aktívur áfram á þeim vettvangi.

Tilvitnunin í Tolstoy frá þér fannst mér bara ansi góð, en fannst þó frekar óvænt að sjá það frá þér, eða....

En, ætli Tolstoy sé nokkuð að vísa til ólögmætis þegar hann segir óréttlæti? Þannig að það lúti að því að það lögum (rétti) þegar hann segir réttlæti? Annars getur það verið ansi teygjanlegt hvað réttlæti er ef það grundvallast eingöngu á siðfræðinni um hvað réttlátt er, því sitt sýnist hverjum.

Þú kemur einnig að því að hækkun höfuðstóla verðtryggðra lána sé "ránsfengur" en í öðru orði kallar þú það rán að "ná því til baka" og koma á leiðréttingu á þessu óréttlæti eins og Framsóknarmenn leggja til.

Væri gaman ef þú gæfir betur skýringu eða útlistun á því hvaða betri leið þú telur best að fara til að réttlætisins sé gætt.

Guðmundur Karl Snæbjörnsson, 18.4.2013 kl. 11:44

3 Smámynd: Guðmundur Karl Snæbjörnsson

Annars, Jón

þú nefnir í pistlinum þínum: "Afleiðingin er sú að 350 milljarðar hafa verið færðir frá neytendum til lífeyrissjóða, hrægammabanka og annarra fjármálafyrirtækja."

Væri líka forvitnilegt að fá álit þitt á því hvaða fjármálafyrirtæki þú flokkaðir EKKI undir hrægammabanka eða hrægammafjármálafyrirtæki. Ætli það sé til nokkuð svokkallað "réttlæti" þar?

Guðmundur Karl Snæbjörnsson, 18.4.2013 kl. 11:51

4 identicon

Þeir sem njóta hins óréttmæta ávinnings stökkbreytingarinnar eru þeir sem skulu skila honum til baka.   Hvert, í tilfelli ríkisins menn ætla að sækja fjármuni til verksins, er aukaatriði! (niðurskurður,skattur,lántaka,fundið fé)

Því sem er oftekið (stolið) af fólki, ber að skila!

Framsókn er þó a.m.k. sá eini af fjórflokknum sem viðurkennir greiðsluskilduna!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 18.4.2013 kl. 14:53

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

14% Íra eru á leigumarkaði.  Mér finnst það gott.

Hvað merkir 30 ára heimilisveðsklud í stöndugum borgum erlendis?

Krafa um tekjur með 40% álögðum sköttum. Til að greiða fyrir fasteignina á 30 árum.   Óháð verðbólgu reiknað.   Skuldbindingar eða kvaðir eru : Fasteigna skattar og tyggingar, þrif og efnislegt viðhald, sem flestir meta að sé um 5% af raunvirði fasteignar að meðaltali á 30 árum.

Það liggur því alltaf fyrir að til að eignast fasteign á 30 árum þarf að greiða raunvirði , byggingakostnaðar minnst og þar ofan á 150% vegna lögboðina gjalda framtíðar.    Ef bygginga kostnaður er 10 milljónir þá er reiðfjár kostnaður næstu 30 ára 25 milljónir. Launkostnaður 1,4 x 25 milljónir =    35 milljónir.

Laun þess sem fjárfestir í 100 milljónum  verða að vera 350.000 kr. að raunvirði minnst.

Erlendis þá er í stöndugum viðskiptaborgum  í Alþjóðasamengi  verðmæti borgar markaðar miðað við Aljóðlegt raunvirði raunvirð innkaupsmáttar hennar [sem er sama magni útfluttningsraunvirðis]  og það reiknar m.a. AGS sem PPP á hverju ári. Raunvirði seldra vöru þegar  búið er draga frá eignarhluta annarra borga í árs uppsprettunni: það veðsetta. 

heildar fasteignar verð borgar  getur því ekki verðtyggt eitt eða neitt í þessu samhengi.  Erlendis er alltaf verðtryggt miðað við rúman raunkaupmátt greiðenda.  það má gera með að skoða almenn óþvingaðan reiðufjársparnað til viðbótar við selt magn raunvirðis í sömu borg sem sem selt er almennt: því staðgreitt af 80% í meðaltekjum.   

Hvernig virðingarverðar borgir leysa skammtíma fasteignveðskuldarbólur [þá oftast vegna nýbygginga]  til að auka raunvirði háviriðsauka í sínum borgum í heildina er  byggt á þessar forsendu verðtrygginga [rúm fyrir skekkju]. Miðað við breytingar á raunkaupmætti þeirra sem búa í almennum fasteignum: 80% meirihlutans sem er nánast eins og því stöðugur.  Fasteigna söluverðið verður því að elta upp breytingar á raunkaupmætti meðaltekju heimila til að tryggja stöðuleikan.  Taka ALDREI 10% Ríkust eða lögaðila MEÐ Í REIKNING Á STÖÐUGLEIKA.

ÞETTA SKILJA 10% RÍKUSTU Í USA og Þýsklandi 99%. UK neyðist til að skilja þetta eins og Ísland.  því fyrr því betra.

Stöðugur almennur heima hávirðiauki , er áhersla sem ríkti á Íslandi undir USA.  AGS segir Ísland, með hráefni og orku sem hlutfallslega gætu skilað svipuðum heima tækifærum og í USA og Kanada.  Íslendingar virðast ekki skilja fræði frjálsra óþvingaðra markaða. Hér er öllu snúið við. Lávirðiauki er þyngri í vöfum og í eðli sínu "non profitt" til að skapa tækifæri sem flestra sem honum byggja.

þess vegna hefur EU lagt nótt við dag að útrýma þeim einstaklingum sem hafa beinar tekjur að lávirðiauka framleiðsu. Skapa þeim betri störf að EU mati.  þessi hópur stjóra og starfmanna hefur ekkert vægi í hlutfallslegu samengi í dag: fámennur og nausynlegur engu að síður.  

Júlíus Björnsson, 18.4.2013 kl. 15:22

6 identicon

Ágætur pistill, en niðurlagið er eitthvað skrítið.....

Er það ekki sjálfstæðisflokkurinn sem ætlar að nota skatttekjur ríkisisns og lífeyrissparnaðinn til að tryggja að bankarnri fái nú örugglega sitt......?

Sigurður (IP-tala skráð) 18.4.2013 kl. 19:33

7 Smámynd: Guðmundur Karl Snæbjörnsson

sendi inn fyrirspurn til þín, leyfirðu ekki athugasemdir? .... eða bara fjarri góðu gamni. Mér leikur forvitni á að heyra þína "betri leið".

með kveðju

Guðmundur Karl Snæbjörnsson, 19.4.2013 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 219
  • Sl. sólarhring: 503
  • Sl. viku: 4435
  • Frá upphafi: 2450133

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband