22.4.2013 | 09:11
Ásókn upplausnaraflanna verður að hrinda
Óneitanlega kom á óvart þegar formaður Sjálfstæðisflokksins sagðist í beinni útsendingu íhuga afsögn vegna gengisleysis flokksins í skoðanakönnunum. Afsögn formanns Sjálfstæðisflokksins kom að sjálfsögðu ekki til greina við þessar aðstæður enda fékk hann nýlega skýrt umboð Landsfundar til að leiða kosningabaráttuna.Því miður hefur umræða fjölmiðla, skólaspekinga og stjórnmálamanna snúist í síauknum mæli um niðurstöður mismarktækra skoðanakannanna en minna er fjallað um það sem máli skiptir.; Hvað ætlar þú og þinn flokkur að gera og hvernig?Dæmi um þessa umræðuhefð mátti sjá í viðtalsþætti við formann Sjálfstæðisflokksins í ríkissjónvarpinu, um 80% þáttarins fór í að fjalla um skoðanakannanir og slakt gengi flokksins í þeim. Í blálokin var vikið að örfáum atriðum sem greina Sjálfstæðisflokkinn frá hinum 14 flokkunum sem bjóða fram við þessar alþingiskosningar. Slík umræða og umfjöllun er ómarkviss og slæm fyrir lýðræðið þar sem hún dregur úr möguleikum kjósenda til að kynna sér stefnumál flokkanna.Í minningarorðum sem ég las um Margaret Thatcher var sérstaklega vikið að því að hún hafi ekki látið það á sig fá hvernig Íhaldsflokkurinn mældist í skoðanakönnunum heldur haldið ótrauð áfram við að berjast fyrir og framkvæma þau mál sem hún var kjörin til að koma áfram.Sjálfstæðisflokkurinn hefur þá sérstöðu meðal íslenskra stjórnmálaflokka að standa vörð um einstaklingsfrelsið og athafnafrelsið, gegn ofurvaldi ríkisins og skattheimtustefnu annarra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur reglu, aga og virðingar fyrir einstaklingnum og mannréttindum. Hann gætir þess að mikilvægustu stjórnarstofnanir ríkisins geti gegnt hlutverki sínu með markvissum og eðlilegum hætti. Þegar vinstri upplausnaröflin sóttu að Alþingi og stjórnskipun landsins í ársbyrjun 2009 taldi ég, að nauðsynlegt væri, að allir sem vilja standa vörð um lýðræði í landinu og koma í veg fyrir upplausn og öngþveiti mynduðu breiðfylkingu gegn stjórnleysinu. Þess vegna var nauðsynlegt að leggja Sjálfstæðisflokknum lið að nýju til að ná því markmiði. Þessi staða er enn fyrir hendi. Upplausnaröflum sósíalista var komið til valda með árásum á Alþingi og stjórnvöld í ársbyrjun 2009 og ístöðuleysi Framsóknarflokksins. Á þeim tíma bar brýna nauðsyn til að þjóðin sýndi samstöðu til að vinna sig út úr aðsteðjandi vanda. Mikilvægustu skrefin að endurreisninni höfðu þegar verið stigin. Hins vegar brást Framsóknarflokkurinn borgaralegum gildum og vinstri armur Samfylkingarinnar sá sér leik á borði. Afleiðingin varð fjögurra ára óstjórn, kyrrstöðu og svika. Samkvæmt nýrri könnun er helsta afrek sósíalistastjórnarinnar að gera alla fátækari. Þannig sagði að tæpur helmingur landsmanna vart geta náð endum saman eftir fjögurra ára norræna velferðarstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Sjálfstæðisfólk sem hefur íhugað að kjósa aðra flokka eða sitja heima verður að gera sér grein fyrir hvað er í húfi í þessum kosningum. Sótt er að stjórnskipun landsins og borgaralegum gildum. Þeirri ásókn verður að hrinda. Lækka verður skatta og draga úr umsvifum ríkisins. Athafnafrelsi, stórvirkjanir, atvinnusköpun og hagsæld verða að taka við af doða og kyrrstöðu þessa kjörtímabils. Neytendavitund, neytandastefna og sambærileg lánakjör og í nágrannalöndunum verða að taka við af okri á matvörum og lánum. Með þeim hætti bætum við lífskjörin.Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem fylgir grundvallarstefnu frelsis og markaðshyggju. Hvort sem okkur líkar vel eða illa við einhvern í forustu flokksins þá býður þjóðarheill að vinstri upplausnaröflin eða yfirboðsloddurunum í Framsóknarflokknum takist ekki að koma í veg fyrir framfarasókn þjóðarinnar.
Svarið við því er X við D á kjördag.
(Grein birtist í Morgunblaðinu 22. 4.2013)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 219
- Sl. sólarhring: 505
- Sl. viku: 4435
- Frá upphafi: 2450133
Annað
- Innlit í dag: 200
- Innlit sl. viku: 4129
- Gestir í dag: 196
- IP-tölur í dag: 194
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Það hefur þá verið misskilningur hjá mér og fleirum að það hafi verið afrekað á árinu 2008 "að gera alla fátækari" svo nam þúsundum milljóna samtals. En kannski er þetta misminni hjá mér.
Ómar Ragnarsson, 22.4.2013 kl. 09:26
Fín grein en hvað varð um greinaskilin hjá þér, minn kæri.
Sigurður Sigurðarson (IP-tala skráð) 22.4.2013 kl. 11:08
Á árinu 2008 var alþjóðlegt bankahrun þannig að giskað er á að um 3 trilljónir dollara hafi farið út úr hagkerfum heimsins Ómar. Það voru raunar verðmæti sem aldrei voru til í raun. Það var ekkert annað sem gerðist hér hvað það varðar en t.d. í Bretlandi eða Írlandi nema hvað bankakerfið hér var hlutfallslega miklu stærra. Við fórum betur út úr bankahruninu en bæði Bretar og Írar þökk sé neyðarlögunum og staðfestunni gagnvart Icesave. En við áttum líka að sækja skaðabætur til Breta vegna hryðjuverkalaganna Ómar. Þeir sem höfðu veðjað á hlutabréfamarkaðinn og bankabóluna urðu fátækari í bankahruninu en það hafði ekki áhrif á okkur hina mig og þig Ómar sem höfðum ekki gert það heldur horft með vantrú á þennan falska gleðileik.
Jón Magnússon, 22.4.2013 kl. 22:57
Takk Sigurður. Þetta gerðist bara þegar ég peistaði þessu inn. Svo reyndi ég að betrumbæta en þegar þetta skrapp alltaf saman aftur þá hætti ég að reyna eftir þrjár tilraunir þannig að greinaskilalaust verður þetta að vera. Því miður. Það eru greinaskil í Mogganum.
Jón Magnússon, 22.4.2013 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.