Leita í fréttum mbl.is

2000 leiguíbúðir

Fylgið dvínar fölnar rós.

Þannig er ástatt hjá Samfylkingunni að vonum eftir að hafa setið í 4 ár í vondri ríkisstjórn og svikið öll helstu kosningaloforðin frá 2009.

Í örvinglan sinni lofar Samfylkingin kjósendum 2000 leiguíbúðum. Þau Árni Páll og Katrín Júl sem eru í dag forusta Samfylkingarinnar og fengu sitt pólitíska uppeldi í Æskulýðsfylkingu Alþýðubandalagsins sáluga gera enga grein fyrir hvernig á að framkvæma þetta kosningaloforð.

Á ríkið að kaupa 2000 íbúðir og bjóða til leigu? Hvað skyldi það nú kosta marga milljarða?  Hver ætti leigan að vera? Ef miða ætti við eðlilega arðsemi af slíkri fjárfestingu þá mundi leiguverð hækka.

Vissulega er það réttmæt ábending hjá Árna Páli að Framóknarflokkurinn boðar að hundraða milljarða skuldbindingum verði velt yfir á skattgreiðendur og að slíkt sé óábyrgt. En leiguíbúðastefna Samfylkingarinnar er engu betri. 

Óneitanlega er það aumkunarvert að sjá flokk sem hefur setið í ríkisstjórn í fjögur ár lofa að afnema stimpilgjöld og uppgreiðslugjöld og leiðrétta ósanngjarnar byrðar verðtryggðra lána. Getur nokkur maður trúað eftir það sem á undan er gengið að þessu megi treysta frekar en öðru sem frá Samfylkingunni kemur.

Hvað voruð þið að gera Katrín og Árni Páll í þessi fjögur ár, bæði ráðherrar sem þessi mál heyrðu undir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fylgið dvínar fölnar rós,

falla á landið skuggar

Þó kemur seinna Krataljós,

kætir oss og huggar.

Haukur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 23.4.2013 kl. 10:36

2 Smámynd: Jón Magnússon

Ég lærði þetta nú öðru vísi Haukur:

Fylgið dvínar fölnar rós

Fólkið missir trúna.

Hönd sem áður hélt á rós.

Hampar flösku núna.

Jón Magnússon, 23.4.2013 kl. 19:05

3 identicon

Jahá! alltaf dálítið góður Jón. Annars er það alveg merkilegt hve vísur geta ruglast í meðförum fólks. Mér er í minni frá því ég var strákur að fullorðnafólkið var að karpa um hvort rétt væri farið með vísu svona eða með öðrum hætti.

Og ég kann vísuna líka svona:

Fylgið dvínar fölnar rós,

framtí hylst í móðu.

Félagshyggjan fær þó hrós

fyrir verkin góðu.

Haukur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 24.4.2013 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 491
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband