Leita í fréttum mbl.is

Hættið og farið.

Það er athyglisvert að fylgjast með umfjöllun í Bretlandi þessa dagana. Almenningur virðist á einu máli um að Bretar eigi að fara burt úr Afganistan og skipta sér ekki af borgarastríðinu í Sýrlandi. Sama dag og þessi umræða fór sem hæst aflétti breski utanríkisráðherrann banni við vopnagjöfum til uppreisnarmanna í Sýrlandi.

Það hefur aldrei verið nein vitræn glóra í því að senda ungt fólk frá Vesturlöndum til að stríða í Afganistan. Hvaða árangri ætla Vesturlönd að ná með því? Hvaða hagsmunum eru þau að þjóna?  Þúsundir ungmenna hafa verið skotin og aðrar þúsundir fengið varanleg örkuml. Hvers vegna?

Svo er það Sýrland og hinn illi Assad. Harðstjórn Assads er ekki ný af nálinni og var raunar enn harðvítugri þegar faðir hans var við völd. Af hverju að styðja uppreisn gegn Assad? Hvað kemur Vesturlöndum átök í landinu við? Var ekki nóg að gert með ruglinu í Líbýu og þeim hræðilegu mistökum að ráðast inn í Írak á upplognum forsendum í trássi við alþjóðalög.

Eftir að ráðist var inn í Írak og Afganistan hefur heimurinn ekki síst heimavígstöðvarnar í Frakklandi, Bretlandi og Bandaríkjunum orðið hættulegri en áður.  Árangurinn af þessu hernaðarbrölti er algjör óreiða og dagleg morð og hryðjuverk í þeim löndum sem Vesturlönd hafa ráðist inn í eða haft hernaðarleg afskipti af.

Er þá ekki kominn tími til að endurskoða hernaðar- og afskiptasemisstefnuna? Það hefur engin gefið Bandaríkjunum og Bretlandi umboð til að hafa alltaf rétt fyrir sér og ráðast á hvern sem er að geðþótta.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Assad er í erjum núna vegna þess að hann er skárri en faðirinn. Sá gaur hefði barið þetta lið niður áður en slagsmálin bárust út á götu.

En þetta er rétt. Það er ekkert vit í því að vera að senda mannskap út fyrir landsteinana til þess að taka þátt í annarra manna erjum.

En þetta er víst ekki mitt mál. Ég ræð engu.

Það væri nú fínt ef þeir myndu gefa mér eitthvað af þessum vopnum. Stinger kæmi sér vel um áramótin, svona til dæmis.

Ásgrímur Hartmannsson, 28.5.2013 kl. 22:18

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Þetta er spaklega mælt. Við eigum að hætta að láta ljúga okkur full til að samþykkja svona hálfstríð eins og Í Afganhnistan. Ef menn fóru þangað til að drepa Talibana, af hverju er þá Ingibjörg Sólrún send þangað til að útbreiða lýðræði og kvenfrelsi?

Talibanarnir er enn sprellfjörugir og drepa þá sem þá langar til. Þetta er allt bull. Hversu marga Talibana vilja Bandaríkjamenn sætta sig við að drepa til að hefna fyrir 911? Af hverju drífu þeir ekki í því og fóru svo?

Halldór Jónsson, 29.5.2013 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 30
  • Sl. sólarhring: 823
  • Sl. viku: 5766
  • Frá upphafi: 2472436

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 5251
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband