30.5.2013 | 12:05
Sannleikurinn og meirihlutinn
Í morgunútvarpinu gagnrýndi fréttastjóri Ríkissjónvarpsins nafngreindan bandarískan þingmann fyrir að vera slíkt afturhald og fáráð að draga í efa að loftslagsbreytingar væru af mannavöldum. Fréttastjórinn benti á að 97% vísindamanna héldu því gagnstæða fram og þá þyrfti ekki frekari vitnana við.
Galileo Galilei hélt því fram að jörðin snérist í kringum sólina en aðrir vísindamenn þess tíma héldu fram því gagnstæða. Galilei þurfti að vinna það sér til lífs að afneita skoðunum sínum og 99% vísindamanna þess tíma hrósuðu sigri. En samt snérist þó jörðin í kringum sólina.
Meiri hluti vísinda- og fræðimanna þurfa ekki að hafa rétt fyrir sér. Má minna á gleðidans fræðimanna um efnahagsmál fyrir hrun og hvernig þeir sem andæfðu og héldu því fram að guðdómlegi gleðileikurinn um að búa til auðæfi úr engu gengi aldrei upp voru hæddir og hrakyrtir. Eða aðgerðir vegna sel- eða hvalveiða þar sem ögfarnar bera skynsemina ofurliði.
Tim Yeo formaður nefndar breska þingsins um orkumál og loftslagsbreytingar segir að hnattræn hlýnun þyrfti ekki að vera af mannavöldum, heldur geti náttúrulegar aðstæður valdið þeim breytingum sem hafa orðið. Tim Yeo var umhverfisráðherra í ríkisstjórn John Major og harðasti baráttumaðurinn fyrir hörðum aðgerðum til að koma í veg fyrir losun kolefnis út í andrúmsloftið. Árið 2009 sagði hann að þeir sem andæfðu hnattrænni hlýnun af mannavöldum mundu þagna innan 5 ára vegna. Nú telur hann staðreyndirnar um hnattræna hlýnun af mannavöldum ekki eins augljósar. Sá stimpill verður því ekki hengdur á Tim Yeo að hann sé öfgamaður í afneitun.
Þrátt fyrir það að ég dragi í efa að meiri háttar loftslagsbreytingar stafi af mannavöldum þá skiptir samt máli að við göngum um jörðina og auðlindir hennar af virðingu og gætni. Góð umgengni, nýting og umhverfisvernd skipta miklu máli vegna svo margra hluta sem eru mikilvægir fyrir gott líf og velferð jarðarbúa í framtíðinni. Það að hrapa að niðurstöðum á hæpnum forsendum er hins vegar allt annað mál
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Umhverfismál, Vísindi og fræði | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 292
- Sl. sólarhring: 716
- Sl. viku: 4113
- Frá upphafi: 2427913
Annað
- Innlit í dag: 268
- Innlit sl. viku: 3804
- Gestir í dag: 260
- IP-tölur í dag: 249
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Sæll Jón
Haft hefur verið samband við nokkra þeirra sem tileyra þessum 97% hópi vísindamanna.
Þeir segja að vísindagreinar þeirra hafi verið mistúlkaðar:
http://www.populartechnology.net/2013/05/97-study-falsely-classifies-scientists.html#Update2
Ágúst H Bjarnason, 30.5.2013 kl. 12:26
Um aðferðafræðina:
Landmark concensus sutudy is incomplete
http://www.bishop-hill.net/blog/2013/5/27/landmark-consensus-study-is-incomplete.html
Ágúst H Bjarnason, 30.5.2013 kl. 12:37
Þetta er alveg ótrúleg skrif. Þú líkir þingmanni í andstöðu við nánast allt vísindasamfélagið við vísindamanninn Galileo og samsamar svo hírarkíi kaþólsku kirkjunnar við vísindasamfélagið. Manni svimar bara.
Þú ert nú betur gefinn en þetta Nafni.
Loftslagsbreytingar eru staðreynd og það er ekki bara spurning um útblástur og olíubrennslu sem líklega orsök heldur einnig eyðingu skóglendis og annarri röskun af mannavöldum. Þetta eru 97% vísindamanna á þessu sérsviði sammála um. Er þetta eitt stórt samsæri í þínum augum? Hver er hafur þessara vísindamanna í því?
Það eru ekki vísindin sem eru umdeild heldur er skattlagning, mismunun og fjárplógsstarsemi stjórnmálamanna það sem er helsti þyrnirinn. Goverment sanctioned racket, sem drifið er af lobbíistum í samkeppnisiðnaði.
Þetta er vandamál og hvort sem efasemdir eru um hlut mannsins í þessu, þá er það ljóst að gróðureyðing, kola og olíubrennsla er ekki að hjálpa. Vandinn er staðreynd og við honum þarf að bregðast, nálgunin er þó röng og keyrð af jafn gráðugum öflum og iðnaðinum sem íþyngt er. Kolefnaskattar fara ekki í að leysa vandann og því er þetta racket. Þar get ég verið sammála gagnrýnendum. Því meira sem menn fara umfram kvóta, þess ánægðari eru yfirvöld. viljinn til að bregðast við er enginn af þeim sökum. hræsnin er alsráðandi. Þessi deila er þvi ekki á vísindagrunni. Langtímaplan um að snúa þessari þróun við er það sem þarf og það í samvinnu við iðnaðinn. Aðlögun til langs tíma og siðferðisbreyting.
Það er enginnönnur skýring á þessum ósköpum en sú sem vísindin bjóða. Enginn hefur lagt fram sannanir um annað þótt nóg sé um alskyns ályktanahopp og langsóttar kenningar og afneitun.
Ég hef séð þetta með eigin augum og ég legg til að þú takir þriggja tíma flug til austur Grænlands til að skoða það. Kynna þér rök vísindamanna og taka afstöðu þína af trúarbragðastiginu, sem var jú afstaða Kaþólsku kirkjunnar í gegnum aldirnar gegn yfirþyrmandi staðreyndum. Þingmaður þessi og viðhorf þitt er nákvæmlega það sama. Niðurstöður vísindanna samræmast ekki dogmanu.
Ég held að þú þrætir tæplega fyrir að loftslagsbreytingar eru staðreynd, en ef skýringar vísindasamfélagsins eru þér ekki að skapi, þá legg ég til að þú sannir hið gagnstæða. Þ.e. Að þetta sé vandi án orsaka og hafi ekkert með mannlegan lifnað að gera. Annars ert þú ekki í neinu ólíkur þeim sem lokuðu Galileo inni og ofsóttu, kvöldu og píndu þá frumkvöðla vísindanna sem storkuðu valdi þeirra og kennisetningum.
Amen.
Jón Steinar Ragnarsson, 30.5.2013 kl. 12:54
Cook’s survey not only meaningless but also misleading
http://www.staatvanhetklimaat.nl/2013/05/17/cooks-survey-not-only-meaningless-but-also-misleading/
Ágúst H Bjarnason, 30.5.2013 kl. 12:57
Ég vann með Galileo Galilei. Ég þekkti Galileo Galilei. Galileo Galilei var vinur minn.
Jón, þú ert enginn Galileo Galilei.
Matthías Ásgeirsson, 30.5.2013 kl. 13:47
Takk fyrir þessi innlegg Ágúst.
Jón Magnússon, 30.5.2013 kl. 14:56
Ég tek undir það með þér að meirihluti vísindamanna, jafnvel yfirgnæfandi meirihluti, hefur ekki alltaf rétt fyrir sér.
"Vísustu menn" hverju sinni eru heldur ekki óskeikulir og hafa stundum ekki næg gögn í höndum.
Þannig vitnuðu virkjanamenn óspart í Hjörleif Guttormsson þess efnis að þegar hann ferðaðist um Austurland og hálendið norðan Vatnajökuls hefði hann sagt í riti um það, að lítt markvert væri að sjá á svæðinu, þar sem nú er Hálslón, og svæðinu fyrir vestan það.
Hjörleifur vann afreksverk einn og óstuddur við að ganga um fjöll og firnindi á þessum stóra hluta landsins og skrifa um það bækur.
En aðalleiðir um svæðið, svonefnda Brúardali og Brúaröræfi, lágu ekki niðri í dalnum, sem síðar var sökkt, og því kom Hjörleifur aldri þar niður og sá því aldrei hin einstæðu náttúruundur, sem þar eru.
Þeir örfáu, sem fóru um svæðið, voru smalamenn sem voru með hugann við smölun en ekki vísindalega náttúruskoðun.
Sjálfur kom ég ekki þangað í fyrsta sinn fyrr en árið 2000 og sumt af því, sem þar er að finna, svo sem klettarnir Stapar og Rauðaflúð og komandi Rauðagljúfur, auk sethjallanna og gróðurlendinsins, allt sköpunarafrek mikilvirkasta vatnsfalls, sem mér er kunnugt um, urðu mér ekki ljós til fulls hve merk væru, fyrr en tveimur vikum áður en vatni var hleypt á svæðið.
Svipað er að segja um þá vísindamenn, sem rannsökuðu svæðið ekki fyrr en það var of seint að koma fram með nýjar upplýsingar.
En það þótti henta að vitna í gamla og afar takmarkaða vitneskju mikilvirkasta könnuðar Íslands áranna á undan, alveg eins og það þótti henta í sínum tíma að vitna í úrelta skoðun "færustu vísindamanna heims" þegar Galilei kom fram með kenningu sína, byggða á nýrri vitneskju.
Á upplýsingaöld verður að gera þá kröfu að nýjustu upplýsingum sé ekki haldið frá, bara af því að menn hafi áður verið búnir að komast að niðurstöðu.
Ómar Ragnarsson, 30.5.2013 kl. 14:56
Jón Steinar það er engin ágreiningur um að það eru loftslagsbreytingar. Þær hafa alltaf verið til staðar í jarðsögunni. Við höfum verið svo heppin að á okkar æviskeiði þá hafa þær verið mjög litlar miðað við það sem oftast hefur verið áður. Spurningin er ekki um loftslagsbreytingar heldur af hverju þær stafa. Ég hef ekki fengið sannanir fyrir því að þær séu af mannavöldum en tel hins vegar að það þurfi að umgangast náttúruna með umhyggju og varúð. Annað er það ekki ágæti nafni minn.
Jón Magnússon, 30.5.2013 kl. 14:59
Matthías ég vissi ekki að fornsögulegt fyrirbrigði eins og þú mundir skjóta upp kollinum. Þú þarft heldur betur að setja þig í samband við vísindasamfélagið.
Jón Magnússon, 30.5.2013 kl. 15:01
1. Bogi Ágústsson er ekki fréttastjóri
2. Hann hafði svo sem úr nógu að moða. Meira að segja mbl.is birti lista yfir hinar ýmsar dellur Bachmanns.
http://www.mbl.is/monitor/frettir/2013/05/29/farvel_michelle_bachmann/
2. Það er kannski nokkuð bratt að fullyrða að 99% vísindamanna þess tíma hafi hafnað kenningu Galileo. Kirkjan ofsótti alla þá sem efuðust um heliocentrísku heimsmyndina. Þess vegna voru vísindamenn þess tíma í nokkuð erfiðri stöðu.
Aldur jarðar var einnig lengi deilumál. Á forsíðu Almanaks hins íslenska þjóðvinafélagsstóð langt fram á síðustu öld " Á þessu ári teljast liðin vera frá sköpun veraldar 58** ár."
Jón (IP-tala skráð) 30.5.2013 kl. 15:14
Sæll Jón.
Nýlega birtist merkileg grein í Mail Online eftir Prófessor Myles Allen.
Hann er prófessor í Oxforfd og hefur m.a. verið aðalhöfundur skýrslna um loftslagsbreytingar sem stofnun Sameinuðu þjóðanna, IPCC - Intergovernmental Panel on Climate Change hefur gefið út.
Um Dr. Myles Allen má lesa hér.
Greinin nefnist "Why I think we're wasting billions on global warming, by top British climate scientist"
http://www.dailymail.co.uk/news/article-2331057/Why-I-think-wasting-billions-global-warming-British-climate-scientist.html
Svo er sjálfsagt að prófa þekkingu sína með því að svara spurningunum sem eru neðst á síðunni.
---
Dr Judith Curry prófessor í loftslagsfræðum við Georgia Tech fjallar um þessa grein hér.
Curry endar pistil sinn á þessum ummælum: "But what is really striking about this essay is the refreshing ‘heresy’ of it, something that has been far too rare in the community of climate scientists that are operating under a self-imposed consensus not only about climate science but also the policy options. We need a diversity of interpretations, opinions, and analyses to generate discussion of a broad range of policy options for energy and climate change".
Ágúst H Bjarnason, 30.5.2013 kl. 17:13
Loftslagsbreytingar eru samspil margra þátta eða aðila. Mengunar skattar í dag lenda mest á ríkjum sem voru ekki "developed " í upphafi minnar æfi. Stóra vandamálið er og verður alltaf að sjá stórborgum fyrir nægum efnum og orku. Sumir vísinda menn vilja meina að til minnka eftirspurn eftir efnislegum verðmætum þá þurfi að auka eftirpurn eftir huglægum. Stjórnmálin þurfa réttlætingu. Frakkar voru byjaðir fyrir meiri en 30 árum að leggja inn hjá framtíðar menntamönnum, barnaefni þar sem grænt er vænt. Þetta er líka gert í samhengi hlýnunar við Norðurskautið. Ísland þarf að auka efnislega neyslu innlands. Mengun er mikill í Kína þar er hagvöxtur upp hraðastur. Mengunar uppvöxtur utan Vesturlanda er of hraður að mínu mati. Sjálfsagt að planta tré fyrir hvert sem fellt er um alla jörðina.
Júlíus Björnsson, 30.5.2013 kl. 19:43
Þakka þér fyrir þetta innlegg Ómar.
Jón Magnússon, 31.5.2013 kl. 11:31
Jón T: Þingmaðurinn sem í hlut á er ekkert aðalatriði og henni var vissulega fótaskortur á tungunni oftar en einu sinni varðandi almenna þekkingu sérstaklega á öðrum þjóðríkjum. En þannig er það því miður allt of oft með Bandaríska stjórnmálamenn sbr. Obama og George W. Bush jr. þeir hafa iðulega sýnt þekkingarleysi. Ég man eftir því þegar ég hitti George Bush eldra hvað mér fannst hann hafa takmarkaða þekkingu á málefnum og þjóðríkjum Evrópu en þá var hann varaforseti og hafði verið yfirmaður CIA.
Jón Magnússon, 31.5.2013 kl. 11:34
Þakka þér fyrir þessa góðu tilvíkun Ágúst.
Jón Magnússon, 31.5.2013 kl. 11:35
Sammála Júlíus. Nauðsynlegt að sýna náttúrunni fulla virðingu og umgangast hana með aðgát. Við eigum öll að hugsa um það m.a. varðandi daglega neyslu og innkaup.
Jón Magnússon, 31.5.2013 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.