Leita í fréttum mbl.is

Afsökun fyrir íhlutun

Friðarverðlaunahafi Nóbels, Barack Obama Bandaríkjaforseti ætlar að senda meira af vopnum til uppreisnarmanna í Sýrlandi vegna þess að svo margir hafa þegar verið drepnir í átökum í landinu og stjórnarherinn ku beita efnavopnum samkvæmt sömu heimildum og sögðu að Saddam Hussein í Írak hefði yfir gjöreyðingarvopnum að ráða (Weapons of mass destruction)

Gömlu nýlenduveldin Bretland og Frakkland tóku þessari yfirlýsingu friðarverðlaunahafans fagnandi. Utanríkisráðherra Breta og forsætisráðherra Frakka sögðu að nú væri mál til komið að gera eitthvað almennilegt í málinu þar sem að stjórnarher Assads Sýrlandsforseta væri í mikilli sókn.

Einu sinni trúði ég því sem kom frá þessum háu herrum, en ég geri það ekki lengur. Eftir innrásina í Írak, sem var brot á alþjóðalögum og stríðsglæpur, sem afsakaður var með lygi, röngum fullyrðingum og hálfsannleik þá brast trúnaðurinn á opinberar yfirlýsingar ráðamanna í Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum.

Hvernig sjá ráðamenn Frakklands, Bretlands og USA fram á að það dragi úr blóðbaðinu í Írak með því að senda meiri og mannskæðari vopn til uppreisnarmanna. Taglhnýtingar þeirra á þessu svæði Quatar og Saudi Arabía hafa heldur betur styrkt uppreisnarmennina með peningum og vopnum.

Af hverju dettur Nóbelsverðlaunahafanum Obama ekki í hug að fá aðrar þjóðir í lið með sér til að koma á friðarráðstefnu. Svo verður sá tími að vera liðinn að Bretland, Bandaríkin og Frakkland megi ekki heyra góðs stríðs getið án þess að blanda sér í það eða kynda undir þannig að það verði stríð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Eins og talað út úr mínu hjarta. Ég er hættur að trúa reyfurum frá Pentagon, M5 og CIA eftir Irak. Saddam var sá skársti sem hægt var að hafa til að stjórna lýðnum þarna. Hefðum við látið hann í friði væru hundruð þúsunda á lífi í dag sem eru núna steindauðir. Og Írakar væru rík þjóð með háan lifistandard. Í stað þess fitnuðu ræningjarnir Exxon og Shell.

Kann þessi Nóbelsverðlaunahafi ekki annan?

Rússar munu jafna metin kúlu frir kúlu og byssu fyrir byssu. Hefur þessi maður í Hvítahúsinu aldrei heyrt um verkun og gagnverkun?

Halldór Jónsson, 15.6.2013 kl. 20:25

2 identicon

Sæll.

Blessaður kaninn er í mestu vandræðum með utanríkisstefnu sína enda gengur þorra Vesturlandabúa afar illa að skilja íslam.

Kaninn hjálpaði uppreisnarmönnum í Lýbíu og kostaði sú hjálp bandaríska skattgreiðendur alveg um einn milljarða dollara. Svo kom í ljós að uppreisnarmenn voru að verulegu leyti íslamskir harðlínumenn og fékk sendiherra Bandaríkjamanna því miður á finna fyrir því í september á síðasta ári.

Kaninn virðist ekki átta sig á því (eða er sama) að stór hluti þeirra sem nú berst í Sýrlandi gegn Assad er útlendingar og margir þeirra eru bókstarfstrúarmenn enda eru átökin í Sýrlandi í raun átök milli shía og súnnía. Kaninn ætlar því í raun að aðstoða fólk af sama sauðahúsi og hefur valdið honum verulegum búsifjum undanfarna áratugi. Þessi hjálp þeirra mun fyrr eða síðar koma í bakið á þeim :-(

Af hverju eiga stórskuldugir skattgreiðendur í Bandaríkjunum að kaupa vopn fyrir hóp manna sem hatar Bandaríkin?

Helgi (IP-tala skráð) 15.6.2013 kl. 21:13

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Í þessu ráða Zíónistar í USA öllu og lobby þeirra AIPAC. Það er enginn áhugi á friði fyrr en búið verður að svala hatri þeirra og vænisýki á svæðinu. Forseta og þingi hefur verið hædjakkað af þessum þrýstihóp og þjóðin kostar, réttlætir og viðheldur stríðsmangi fyrir Ísrael.

Það er kominn tími til að fara að ræða þetta tabúlaust ef ekki á ver að fara.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.6.2013 kl. 21:35

4 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir það Halldór. Það eru merkileg örlög að maður skuli núna trúa Rússunum betur en Obama.  Annars athyglisverð umræða í Bretlandi þar sem Boris Johnson borgarstjóri í London og vonarstjarna Íhaldsmanna í  Bretlandi hefur gengið fram fyrir skjöldu og mótmælt þessu vopnaskaki Hauge og Cameron og talað um nauðsyn þess að koma á friði í stað þess að senda vopn. Nú segir Putin réttilega að ef þið sendið uppreisnarmönnum vopn og annað þá eruð þið bara að kalla yfir ykkur vandamál í framtíðinni því að ákveðinn hluti þessara manna kemur til baka til Evrópu og hefur þjálfun og vopn sem þeir munu nota. Ég hef enga samúð með Assad fjölskyldunni en þetta er orðið að máli sem Vesturlönd eiga ekki að koma nálægt nema til að koma á friði og sinna mannúðarmálum.

Jón Magnússon, 18.6.2013 kl. 10:08

5 Smámynd: Jón Magnússon

Sammála Helgi mjög sérstakt.

Jón Magnússon, 18.6.2013 kl. 10:08

6 Smámynd: Jón Magnússon

Ég veit það nú ekki Jón Steinar. Hvað þá með vopnaskak og orðræðu forustumanna í Bretlandi og Frakklandi. Zíonistar stjórna þeim ekki.

Jón Magnússon, 18.6.2013 kl. 10:09

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Á þetta ekki líka við um átökin milli Ísraela og Palestínumanna. Það hjálpar ekki upp á sakirnar að senda meiri vopn á svæðið en samt eru Bandaríkjamenn stöðugt að senda Ísraelaum vopn sem þeir síðan nota til að fremja fjöldamorð á saklausum Palestínumönnum þó reyndar fái einstaka hryðjuverkamenn að fljóta með.

Og ekki nóg mað það. Þegar Ísraelar í krafti yfirburðar hernaðarlega með vopn frá Bandaríkjamönnum fremja stríðsglæpi og brjóta alþjóðasáttmála eins og Genfarsáttmálan um meðferð íbúa á hernumdum sævðum þá misnota Bandaríkjamenn alltaf neitunarvald sitt í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að koma í veg fyrir að Ísraelar fái varðskuldaðar fordæmingar á fremferði sínu.

Það er víða sem Bandaríkjamenn gera illt verra með afskiptum sínum.

Sigurður M Grétarsson, 19.6.2013 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 546
  • Sl. sólarhring: 1371
  • Sl. viku: 5688
  • Frá upphafi: 2470072

Annað

  • Innlit í dag: 509
  • Innlit sl. viku: 5217
  • Gestir í dag: 504
  • IP-tölur í dag: 490

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband