Leita í fréttum mbl.is

Allt er nú með öðrum róm

Sú var tíðin að íslenskir vinstri menn marséruðu frá Keflavík til Reykjavíkur af þjóðernistilfinningu. Allt var það gert til að mótmæla erlendum yfirráðum og amrískum her. Síðan mótmælti þetta sama fólk Álveri í Straumsvík og síðar annarri stóriðju allt vegna þjóðerniskenndar að eigin sögn. Alþýðubandalagsfólk sem síðar varð Samfylkingarfólk taldi sig á þeim tíma hafa einkarétt á íslenskri þjóðerniskennd og þjóðrembu og mótmælti erlendri ásælni í hvaða formi og mynd sem hún birtist og talaði um Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk sem landssöluflokka.

Þeir sem áður marséruðu þindarlaust jafnvel oft á ári til að mótmæla amrískum her, erlendri ásælni, erlendum álverum, alþjóðagjaldeyrissjóði, undanlátssemi við Breta o.s.frv. mega nú vart vatni halda af vandlætingu vegna þjóðhátíðarræðu forsætisráðherra.

Nú talar vinstri menningarelítan um þjóðrembu forsætisráðherra vegna þeirrar ósvinnu að hann skuli hafa sagt að við ætlum ekki að láta Evrópusambandið eða Alþjóðagjaldeyrissjóðinn segja okkur fyrir verkum heldur gæta hagsmuna fólks í skuldavanda og íslenskra atvinnuhagsmuna.

Varð umpólun í höfðinu á vinstra fólki þegar Steingrímur J. og Jóhanna vildu selja íslenska hagsmuni með því að ganga til samninga um Icesave eða þegar þau gáfu erlendum hrægammasjóðum stærsta hlutinn í íslensku viðskiptabönkunum.

Hvað veldur því að vinstri menningarelítan skuli hneykslast á því að ríkisstjórnin vilji gæta íslenskra hagsmuna varðandi veiðar á makríl og hagsmuna lítilmagnans gagnvart ofríki lánastofnana með því að færa niður höfuðstóla verðtryggðu lánanna og afnema verðtryggingu á neytendalánum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er erfitt að skilja kommana, Það er til nafn yfir þetta heilkenni en það kallast Ragnar Reykás!

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.6.2013 kl. 22:20

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón.

Góð og þörf hugleiðing, takk fyrir.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 18.6.2013 kl. 01:15

3 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Góð áminning Jón,ótrúleg umpólun hjá vinstrafólki.

Ragnar Gunnlaugsson, 18.6.2013 kl. 07:02

4 Smámynd: Jón Magnússon

Sennilega er það rétt heiti Rafn.

Jón Magnússon, 18.6.2013 kl. 12:00

5 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir það Guðrún María.

Jón Magnússon, 18.6.2013 kl. 12:00

6 Smámynd: Jón Magnússon

Já nokkuð sérstök Ragnar.

Jón Magnússon, 18.6.2013 kl. 12:00

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er nú ekki rétt að lýsa Samfylkingunni sem kommúnistaflokki. Þetta er jafnaðarmannaflokkur eða krataflokkur eins og það er stundum kallað. Þeir flokkar sem fallið hafa undir það hér á landi hafa allir verið hlynntir því að taka þátt í samstarfi við önnur lönd. Það er því rökrétt í því samhengi að styðja þann samstarfsvettvang þjóða Evrópu sem ESB er.

Hvorki ESB né AGS hafa verið að reyna að koma í veg fyrir að við hjálpum fólki í skuldavanda. AGS hefur einfaldlega bent á þá einföldu staðreynd að það er ekki skynsamlegt að láta ríkissjóð greiða fyrir slíkt. Það sé skynsamlegara að láta ríkissjóð greiða niður eigin skuldir áður en hann fer að greiða niður skuldir annarra.

Það er ekkert annað en aumt skítkast að tala um að fólk hafi viljað selja íslenska hagsmuni í Icesave deilunni. Deilann snersit bara um mismunandi mat á því hvort skynsamlegara væri að klára það mál með samningum eða taka áhættu fyrir dómstólum. Báðir hópar mynduðu sínar skoðanir út frá því hvað þeir töldu skynsamlegast út frá islenskum hagsmunum.

Hvað bankana varðar þá voru kröfuhafar tveggja bankanna neyddir til að verða eigendur til að minnka áhætti ríkissjóðs. Þetta var því líka gert með íslenaka hagsmuni í huga en ekki hagsmuni kröfuhafanna. Höfum það í huga að ein af stærri efnahagsógnum okkar Íslendinga er það skuldabréf sem nýji Landsbankinn gaf út þegar hann tók eignir og skuldir úr þrotabúi gamla Landsbankans þar sem eignirnar voru metnar á hærra verði en skuldirnar. Ef kröfuhafarnir í þrotabú Glitnis og Kaupþings heðu ekki verið neyddir til að vera hluthafar í Íslandsbanka og Arion banka þá værum við með þetta vandamál þrefalt.

Sigurður M Grétarsson, 18.6.2013 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 587
  • Sl. sólarhring: 1389
  • Sl. viku: 5729
  • Frá upphafi: 2470113

Annað

  • Innlit í dag: 549
  • Innlit sl. viku: 5257
  • Gestir í dag: 543
  • IP-tölur í dag: 526

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband