Leita í fréttum mbl.is

Kastið ekki náttúruperlum fyrir Orkuveituna eða Landsvirkjun

Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti er einn fallegasti ef ekki fallegasti foss á Íslandi. Umhverfi fossins er einstakt og stuðlabergsskálin sem hann rennur um er mjög sérstök. Iðulega hef ég sagt ferðamönnum að það sé þess virði að leggja þá löngu lykkju á leið sína, sem þarf ef þjóðvegur 1 er ekinn til þess að skoða þennan fallega foss. Enginn hefur orðið fyrir vonbrigðum. Þvert á móti hafa allir þakkað mér fyrir ábendinguna og lýst því hvað þeim þyki Aldeyjarfoss mikil náttúruperla.

Nú vilja Orkustofnun og Landsvirkjun virkja við Aldeyjarfoss og hafa sótt um rannsóknarleyfi. Það leyfi á ekki að veita. Þó ég sé almennt hlynntur vatnsaflsvirkjunum þá er mikilvægt að banna virkjanir til að vernda viðkvæma náttúru og náttúruperlur.

Aldeyjarfossi á ekki og má ekki fórna  undir virkjun eða eitthvað annað. Aldeyjarfoss á að vera í sama verndunarflokki og Gullfoss. Náttúruperlur sem núkynslóðin má ekki fórna á altari græðgisvæðingarinnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhallur Birgir Jósepsson

Þessar stofnanir eru að öllu leyti í eigu almennings, þjóðarinnar, ríkisins, hvað við viljum kalla það. Ég hef enga trú á að þær mundu ganga gegn vilja eigandans, yrði hann settur skýrt fram. Það eru kjörnir fulltrúar okkar sem fara með eignarhaldið, eða einhverjir fulltrúar sem þeir hafa framselt það til.

Þórhallur Birgir Jósepsson, 24.6.2013 kl. 21:22

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hafðu alúðarþakkir fyrir þennan pistil. Engum Ameríkumanni myndi detta í hug að veita rannsóknarleyfi í Yellowstone.

Með rannsóknarleyfi vilja virkjanamenn láta rétta sér litla fingurinn til að geta sagt eftir á að þeir hafi eytt svo miklum peningum í rannsóknirnar að þeir þurfi alla höndina.

Þeir gera þeita því að það hefur áður reynst þeim vel.

Orkuveitan og Landsvirkjun eru í eign almennings, sem ekki á að líða það, að almannafé sé eytt á þennan hátt.

Fleiri fossar mun þurrkast upp með virkjun auk dals fyrir innan á lengd við Hvalfjörð, sem er gróðurvin og skjól langt inn á hálendið, vegna þess hve miklu lægra hann liggur en örfoka landið í kring.

Hef sýnt myndir af þessu á bloggsíðu minni, sem hægt er að sjá, með því að nota leitarorð vinstra megin á síðunni.

Ómar Ragnarsson, 24.6.2013 kl. 23:03

3 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er formlega hárrétt Þórhallur. En það er nú einu sinni þannig í fulltrúalýðræðinu að fulltrúarnir dansa ekki alltaf í takt við þjóðarviljann. Síðan gleyma menn oft því mikla vandamáli sem er við lýðræðið, en það er ofurvald og máttur hinna stóru og peninganna.

Jón Magnússon, 25.6.2013 kl. 10:25

4 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Ómar við erum að þessu sinni algjörlega sammála.

Jón Magnússon, 25.6.2013 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 581
  • Sl. sólarhring: 1384
  • Sl. viku: 5723
  • Frá upphafi: 2470107

Annað

  • Innlit í dag: 543
  • Innlit sl. viku: 5251
  • Gestir í dag: 537
  • IP-tölur í dag: 520

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband