Leita í fréttum mbl.is

Ófærar sérleiðir

Fjármálastofnanir hamast gegn afnámi verðtryggingari. Við því var að búast. Hagsmunaaðilar eru alltaf á móti framförum. Frægast er dæmið af vefurunum í Bretlandi sem mótmæltu saumavélinni.

Íbúðarlánasjóður hefur ítrekað orðið gjaldþrota en lifir vegna þess að skattgreiðendur hafa lagt til hans milljarða á milljarða ofan. Nú mótmælir þessi sjóður afnámi verðtryggingar. Samt eru ekki nema nokkrar vikur síðan að fullyrt var að viðskiptamódel Íbúðalánasjóðs gengi ekki upp.

Verðtryggð íslensk lán eru dýrustu lán í okkar heimshluta. Verðtryggingin rænir eigum fólks. Verðtryggingin er óréttlát. Íslenskar fjölskyldur eru meðal þeirra skuldugustu í heiminum vegna verðtryggingar. Samt sem áður er atvinnuþáttaka hér meiri og almennari en víðast hvar.

Þessar staðreyndir ættu að leiða til þess að víðtæk samstaða ætti að vera fyrir hendi um að taka upp réttlátt lánakerfi. Af hverju má kerfið ekki vera eins og á Norðurlöndunum, Þýskalandi eða Bretlandi?

Hafa sérleiðir Íslands í lánamálum gefist svona vel?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 70
  • Sl. sólarhring: 340
  • Sl. viku: 3907
  • Frá upphafi: 2428128

Annað

  • Innlit í dag: 59
  • Innlit sl. viku: 3607
  • Gestir í dag: 59
  • IP-tölur í dag: 58

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband