Leita í fréttum mbl.is

Forseti í leit að tilgangi

Dug- og úrræðalitlir forustumenn í stjórnmálum kosta skattgreiðendur iðulega mikið fé þegar þeir freista þess að afla sér vinsælda og sýna fram á að þeir hafi takmark og tilgang.

Í gær lýsti Barack Obama fjálglega hvernig hann ætlaði að berjast gegn loftslagsbreytingum og koma í veg fyrir að komandi kynslóðir fái plánetu sem ekki verði hægt að laga. Allir geta tekið undir þetta.

Bandaríkin hafa um áratuga skeið verið mesti mengunarvaldur heims og sóað meira jarðefnaeldsneyti en aðrir. Notkun kola er mikil auk annarra mengunarvalda. Bandaríkjaforseti getur því heldur betur tekið til hjá sér.

Obama ætlar að berjast gegn kolefnaútblæstri orkuvera, draga úr kolefnaútblæstri ökutækja með nýrri tækni, banna lagningu ólíuleiðslu og gefa leyfi fyrir vind- og sólarorkuver. 

Obama ætlar hins vegar ekki að hækka verð á olíum bensíni eða kolum. Rándýr orkuver sem kosta neytendur mikið en draga sáralítið úr útblæstri er hins vegar gæluverkefni Obama. 

Mengun minnkar takmarkað með þessum aðgerðum Obama. En kostnaður skattgreiðenda og neytenda verður mikill vegna ómarkvissra aðgerða málefnasnauðs forseta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Þetta er bara venjulegur kratismi og umhverfissnobb

Halldór Jónsson, 26.6.2013 kl. 23:53

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvað ætlar Orkuveita Reykjavíkur að geraí útblástursmálum Hellisheiðarvirkjunar? Af hverju kemst OR upp með allt svínarí og allir halda sér saman. Er það af því að henni er stjórnað af þóknanlegum meirihluta sem RUV og 365 sýna ekkert frá þessum skelfingum?

Halldór Jónsson, 26.6.2013 kl. 23:55

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Rétt, Jón. En allir vilja ekki berjast gegn loftlagsbreytingum, t.d. ég. Alvöru mengun ber að lágmarka, eins og kolanotkun. Stefna Merkel og Obama er ansi þversagnakennd í þessu.

Ívar Pálsson, 27.6.2013 kl. 14:27

4 Smámynd: Jón Magnússon

Það er athyglisverð ábending Halldór með OR og Hellisheiðarvirkjun. Frá því að Gnarristarnir tóku yfir stjórnina þá virðast fjölmiðlar að allt sé leyfilegt.

Þessi kratismi Obama er líka að sliga formann breska Íhaldsflokksins David Cameron.

Jón Magnússon, 27.6.2013 kl. 15:24

5 Smámynd: Jón Magnússon

Ég vil að við reynum að menga sem minnst og reynum að reka hluti með sjálfbærum hætti. Hins vegar tel ég ósennilegt að loftslagsbreytingar stafi af mannavöldum.

Jón Magnússon, 27.6.2013 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 32
  • Sl. sólarhring: 393
  • Sl. viku: 3869
  • Frá upphafi: 2428090

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 3578
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband