Leita í fréttum mbl.is

Spygate

Leyniþjónusta Sovétríkjanna KGB var umtöluð á sínum tíma fyrir að setja hljóðnema út um allt, en jafnvel þó allt það sem um þá leyniþjónustu var sagt hefði veri rétt, þá jafnast það ekki á við þær ofurnjósnir sem ríkisstjórn Bandaríkjanna stendur fyrir. 

Síðustu daga haf borist upplýsingar um að ríkisstjórn Obama hafi víðtækt njósnanet hjá þeim þjóðum sem þeim eru vinnveittust.  Fylgst er með því sem kemur frá ríkisstjórnum í Evrópu og Evrópusambandinu sem og tölvupóstsamskiptum stjórnmála- og embættismanna. Fyrst svona víðtækt njósnanet hjá helstu vinaþjóðum Bandaríkjanna er talið nauðsynlegt af Obama forseta til að tryggja öryggi Bandaríkjanna, hvað þá um ríki sem eru Bandríkjunum óvinveitt.

Þessar víðtæku njósnir Bandaríkjanna eru óafsakanlegar.  Bandaríkin hafa misst bæði traust og álit og þa verður erfitt að endurvinna það. Einhverjir verða að bera ábyrgð á þessum mannréttindabrotum og liggur þá beinast við að þeir sem halda um taumanna á þeim stofnunum sem þessar njósnir stunda segi af sér. Þá verður heldur ekki hjá því komist að Barrack Obama verði að axla ábyrg með sama hætti og Richard Nixon gerði á sínum tíma og segi af sér. 

Þessar njósnir eru það víðtækar og hafa staðið það lengi að það er útilokað að þær hafi verið skipulagðar og stundaðar án vitundar og beinna fyrirmæla frá sjálfum Bandaríkjaforseta.  

Sú var tíðin að forstöðumaður CIA í Mið-Austurlöndum skrifaði um að njósnakerfi Bandaríkjanna þar væri í molum og hann hætti og skrifaði bókina "Sleeping with the Devil." sem fjallar um samskipti Bandaríkjanna og Saudi Arabiu. Merk lesning sem sýnir að því miður er langt síðan Bandaríkin fóru hugmyndafræðilega út af sporinu.

En með spygate er gengið út yfir öll mörk í samskiptum þjóða og Bandaríkin verða að endurvinna traust með því að viðurkenna og samþykkja að þeir lúti sömu lögmálum og aðrar þjoðir og  þeir sem ábyrgð bera á þessari njósnastarfsemi segi af sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þú vilt vita eitthvað um nágranna í næsta húsi

þá gefur þú krakkanum nammi og spyrð hann svo út úr

Þessi ofurtrú á tækni er hvimleið

Hvað fóru margir starfsmenn FME, SÍ og ráðuneyta "allt í einu" í vel launuð störf hjá gömlu bönkunum þó svo hæfileikar þeirra hafi verið öðrum huldir

Svona í lokin þá minni ég á fyrir hvern aðstoðamaður Willy Brants reyndist starfa

Grímur (IP-tala skráð) 1.7.2013 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 250
  • Sl. sólarhring: 776
  • Sl. viku: 4071
  • Frá upphafi: 2427871

Annað

  • Innlit í dag: 233
  • Innlit sl. viku: 3769
  • Gestir í dag: 229
  • IP-tölur í dag: 222

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband