Leita í fréttum mbl.is

Fjölmiðlar, arabíska vorið eða hvað?

Arabíska vorið var það kallað þegar forseta Túnis var steypt af stóli eftir að óeirðir urðu í landinu eftir að Mohammed Bouazizi kveikti í sér og brann á fjölförnu markaðstorgi fyrir tveim árum. Í framhaldinu urðu mótmæli í Cairó og Moubarck Egyptalandsforseta var steypt af stóli. Þá var röðin komin að Ghaddafi einræðisherra í Líbýu og hann var drepinn með aðstoð Breta og Frakka.

Vestrænir fjölmiðlar fóru hamförum og dásömuðu frelsisþránna sem birtist í mótmælunum en könnuðu aldrei hvað var á ferðinni og skrifðu fréttir sem gáfu iðulega alranga mynd af því sem var að gerast. Fjölmiðlafólki liggur svo mikið á að segja frá atburðum að þeir mislesa iðulega það sem er að gerast, kynna sér ekki sögu eða menningu og gefa því iðulega alranga mynd af þeim atburðum sem eiga sér stað.

Nú spyrja margir hvort við séum þessa daganna að horfa á Arabíska vorið spilað aftur á bak eftir að Egypski herinn hefur aftur tekið völdinn ógilt stjórnarskrána og vikið forsetanum úr embætti. En um hvað snérist og snýst þetta allt þarna í Norður Afríku?

Maðurinn sem brenndi sig í Túnis var ekki að kalla eftir lýðræði heldur frjálsri markaðsstarfsemi öðru nafni kapítalisma. Hann var að mótmæla aðferðum lögreglunnar sem hafði gert notuðu raftækin sem hann seldi og innkomu upptæka. Sagt er að það hafi tekið undir stjórn Moubarak um 500 daga að fá leyfi fyrir smásöluverslun og það þurfti að eiga við 29 stjórnarstofnanir. Lítið lagaðist skrifræðið í stjórnartíð Morsis.

Hernando de Soto hagfræðingur frá Perú rannsakaði ástæður ókyrrðarinnar í Norður Afríku og komst að þeirri niðurstöðu að mótmælin væru til að ná fram grundvallarmannréttindum eins og starfs- og eignarréttindum. Hann sagði í skýrslu til Bandaríkjaþings að fólk á Vesturlöndum hefði misskilið það sem væri að gerast þarna og krafan væri fyrst og fremst um vernd grundvallarmannréttinda eins og starfs- og eignarréttar. Með því að sinna þessum kröfum og gera það að skilyrði aðstoðar að þessi grunnmannréttindi væru virt þá gætu Vesturlönd eignast milljónir nýrra vina í þessum ríkjum.

Vandamálin í þessum löndum eru mikil og um helmingur íbúanna eru 25 ára og yngri.  Spurningin er hvort þessi ríki þurfi ekki einmitt á sama meðali að halda og Alþýðulýðveldið Kína á sínum tíma. Aukna markaðshyggju og meiri virðingu fyrir atvinnu- og séreignarrétti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Rétt ábending, Jón. Langflest lönd við Miðjarðarhafið eru í gríðar- vandræðum með unga fólkið sitt, sem ætti að vera drifkraftur framfara á hverju svæði. En þegar þessi kraftur er bældur eða óbeislaður þar sem fólkið verður síðan atvinnulaust, þá er ekki von á góðu. Frelsi til athafna á markaði er enn lausnin.

Samkeppnin við ríkið er einna erfiðust, þar sem ríkin koma með sín pólitísku prógrömm og rústa þeirri frjálsu uppbyggingu sem ungt athafnafólk kemur af stað.

Ívar Pálsson, 6.7.2013 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 215
  • Sl. sólarhring: 510
  • Sl. viku: 4431
  • Frá upphafi: 2450129

Annað

  • Innlit í dag: 196
  • Innlit sl. viku: 4125
  • Gestir í dag: 192
  • IP-tölur í dag: 190

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband