Leita í fréttum mbl.is

Á forsetinn frjálst val?

Mikið eigum við gott að hafa ungað út fjölda fræðimanna sem fjölmiðlamenn tala við um málefni sem þeir fræðimenn hafa enga sérfræðiþekkingu á.

Eitt af þessum málum sem stjórnmála- og stjórnsýslufræðingarnir virðast sammála um er að forsetinn eigi frjálst val um það hvort hann samþykkir eða synjar lagafrumvarpi staðfestingar.

Með sama hætti gætu stjórnsýslu- og stjórnmálafræðingar komist að þeirri niðurstöðu að embættismenn ættu frjálst val um afgreiðslu mála að geðþótta, ef eitthvað væri óljóst eða tæki ekki af öll tvímæli í reglugerð eða lögum. Embættismennirnir verða að fylgja þeim reglum sem stjórnsýslan hefur mótað og geta ekki afgreitt sambærilega hluti með jái í dag en neii á morgun. Sömu reglur gilda um æðsta embættismann þjóðarinnar, forsetann.

Forsetinn verður að vera sjálfum sér samkvæmur og virða  meginreglur. Forsetinn hefur ekki almennan málsskotsrétt til þjóðarinnar og fram til þess tíma að Ólafur Ragnar hafnaði að staðfesta fjölmiðlalögin hafði engin forseti eða hann sjálfur synjað lögum staðfestingar. Synjun forseta á staðfestingu fjölmiðlalaganna var óheppileg pólitísk geðþóttaákvörðun og andstæð gildandi stjórnsýsluhefð. Forsetinn var þá undir miklum þrýstingi frá helsta auðhring landsins og fjölmiðlaveldi sem hafði stutt hann.

Synjun Ólafs Ragnars á Icesave samningunum var annars eðlis þar var ekki tekist á um flokkspólitískt deilumál í raun heldur rétt fólksins gagnvart frekju og yfirgangi Breta og Hollendinga. Ólafur Ragnar gaf bestu skýringuna á réttmæti þess að vísa þeim samningum ítrekað til þjóðarinnar með þeim ummælum sem hann viðhafði um Gordon Brown fyrrverandi forsætisráðherra Breta á alþjóðavettvangi í vor.

Ólafur Ragnar á þess ekki kost að synja lögum um breytingar á veiðigjaldi staðfestingar. Geri hann það er hann orðinn virkur þáttakandi í daglegum stjórnmálum og synjunin er andstæð eðlilegri lögskýringu á 26.gr. stjórnarskrárinnar. Miðað er við í 26.gr. stjórnarskrárinnar að forsetinn fylgi eigin sannfæringu en ekki áskorunum á undirskriftarlistum. Forsetinn verður að taka af öll tvímæli hvað það varðar í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Forsetinn er orðinn þriðja stoðinn í ríkisstjórninni. Hann fer með fullveldismálin til dæmis sem er í reynd utanríkismálin. Hann hefur reyndar sagt vera málsvari almennings gagnvart Alþingi. Það væri því óheiðarleg framkoma hjá honum að vísa þessu frumvarpi frá þjóðaratkvæði. En "skítlegt eðli" er ekki vandamál þessa forseta.

Gísli Ingvarsson, 9.7.2013 kl. 15:14

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hjartanlega sammála. Reyndar benti Ólafur a að 26. gr er ekki spurning um fjölda undirskrifta heldur getur hann hafnað undirskrift laga án þess að nokkrar áskoranir komi til. Og þá a hann eflaust við svokallaðan öryggisventil.

Eg tel að þetta se óheppilegt fyrirkomulag sem taka þurfi a í endurskoðun stjórnarskránni sem nú á að fara fram.

Ragnhildur Kolka, 9.7.2013 kl. 17:04

3 Smámynd: Jón Magnússon

Svona svona Gísli þetta er nú ekki alveg sæmandi.

Jón Magnússon, 9.7.2013 kl. 23:39

4 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir það Ragnhildur. Sammála þér.

Jón Magnússon, 9.7.2013 kl. 23:40

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Oxford enska

veto['vi:təʊ]

■  noun (plural vetoes) a constitutional right to reject a decision or proposal made by a law-making body. ▶a ban.
■  verb (vetoes, vetoing, vetoed) exercise a veto against. ▶refuse to accept or allow.

C17: from L., lit. 'I forbid', used by Roman tribunes of the people when opposing measures of the Senate.


tribune1

■  noun
    (also tribune of the people) an official in ancient Rome chosen by the plebeians to protect their interests. ▶(also military tribune) a Roman legionary officer.
    a champion of the people.

Þetta eru grunn samhengisforsendur í siðmenntuðum og lög þroskuðum ríkjum.  Forsæta embættið hér er hliðstætt embætti Danakonungs á sínum tíma. Þjóðhöfðingi: Formsatrið yfir þrískiptu valdi, með neitunar rétt þegar samruni valdanna verður greinlegur og mismunar plebbunum í Ríkinu sem er stofnað á langtíma fjárlagaramma grunni: tekju stofna grunni til endurveitinga t.d. í formi Háskólafræðinga þjónustu. Stjórnmálfræði er skatta íþyngjandi í framkvæmd hér.  Löggjafinn á veita skattgleði Framkvæmda valdsins  aðhald, Dómsvaldið t.d.  að sker úr um þegar ágreiningur ríkir milli löggjafans og framkvæmdavaldsins.  Það er eðlilegt að hver grunn tekju geiri í efnahagsgrunni stöndugs ríkis borgi fyrir þá opinberu þjónustu sem hann fær  og vinni í samræmi við regluverk sem miða að gera hann lausan við verðsveiflur og sem kostnaðar minnstan, til skapa svigrúm fyrir virðisauka [ af reiðfjár innkomu  allra  einstaklinga]  á framleiðsluferlinu frá hrá-efnum og orku til loka kaupenda sem greiða svo alltaf allan skattinn í lokin.  Ísland stundar vöruviðskipti við önnur ríki [á PPP eða hcip raunvirðisgrunni] flytur út grunnskatta tekjustofna til flytja inn aðra skattastofna á hverju ári sem Ríkið getur skattlagt til reka t.d. Háskóla.

Þetta sjónarmið gildir í flestum Vestrænum Ríkjum.  Lámarka og halda öllu verðum eða stigvaxandi skráðu meðal sölu gengjum þeirra á reiðufjármörkuðum í lágmarki.  Almennir markaðir þeirra einstaklinga  [þeirra vöru og þjónustu] sem greiða ekki skatt á öðru skatta þrepi innkomu skatta , teljast ekki keppni færir í heildin litið um ofurgróða fárra, heldur markaðir sem sem selja tísku og tilbreytingar og annað sem sem er ekki nauðsynlegt að mati meirihlutans. Það er nóg að max 2,0% söluskatt á öllum grunntekju mörkuðum fyrir frumvinnslu virðisauka [á t.d. landbúnaðar og fiskmörkuðum].  Ríki reikna með um 80% af öllum hráefnum og orku á hverju ári endi á almennum neytenda mörkuðum: sem skila vsk. af reiðufjárinnkomu einstaklinga sem hafa tekjur af vsk. geirunum, ásamt öllum sölusköttum frá byrjun. Afgangur [efna og oku] ber hávirðisauka skatta. Eftirtekju markaður  [á áður seldum reiðufjáreignum] skiptir engu máli fyrir raunvirði þjóðartekna.    Skilja Íslendingar samhengi skatta í þroskuðum ríkjum. Veiðigjaldið hér er fyrirfram greiddur hugsanlegur auðlegðar skattur sem er mjög hæpinn langtíma tekjustofn fyrir Íslenska Ríkið.  Erlendis er velferðkerfi fjármögnuð með skatti af brúttó reiðufjár innkomu einstaklinga: Grunnskatts stofni [útsvar], og 1 þrepstofni sem  vanalega gengur  beint í grunn heilsu geira. Framlag atvinnurekenda af grunnstofni rennur til ríkisins, og sennilega skila þrepa stofnar 2, 3, 4, 5  gervi tekjum til að afskrifa [depreciate] í varasjóði í góðærum [gleymist hér á öllum 25 árum?]. Hafa alla skatta í einum hræri graut er mjög frumstætt og vanþroskað.

Júlíus Björnsson, 10.7.2013 kl. 02:48

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þessi uppákoma hjá forsetanum í gær sýnir svo ekki sé um villst að þjóðin og minnihluti þings þurfa að hafa aðra möguleika á að þvinga lög frá Alþingi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það getur ekki talist góð einkunn fyrir íslendkt lýðræði að Alþingi geti komist upp með að setja lög sem 70% þjóðarinnar eru á móti og þjóðin getur ekkert gert í því. Ef ákvæði væri í lögum þar sem visst hlutfall þjóðarinnar eða ákvðinn minnihluti þingmanna gæti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lagafrumvörp þá hefði stjórnin sennilega ekki einu sinni reynt að gera þær breytingar á veiðigjaldafrumvarpinu sem þau gerðu.

Í Danmörku getur þriðjungur þingmanna þvingað fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lagafrumvörp. Því ákvæði hefur aldrei verið beitt en tilurð þess hefur gert það að verkum að meirihlutinn á þingi hefur aldrei valtað yfir minnihlutann án þess að vera viss um að hafa þjóðina með sér í því.

Sigurður M Grétarsson, 10.7.2013 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 493
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband