Leita í fréttum mbl.is

Er tími til kominn?

Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á Akranesi segir að það vanti 700 milljarða í lífeyriskerfið þrátt fyrir skerðingar.   Hvað er til ráða. Hækka lífeyrisaldur upp í 70 ár e.t.v. 75 ár. Hækka iðgjöld upp í 19%. Breyta um kerfi.

Hvað með að láta það vera hlutverk ríkisins að annast um heilbrigðismál og vistun aldraðra sem og annarra. Hvað fólk sparar að öðru leyti ætti að vera mál þess sjálfs. Tónleikar, leikhúsferðir, utanlandsferðir eða annað í ellinni á að lúta sömu lögmálum og annarra borgara. Það þarf ekki þvingaðan sparnað í lífeyrissjóði til þess.

Hvernig ætlum við að komast í gegn um erfiðleika sem blasa við eins og svokallaða snjóhengju upp á rúma 500 milljarða. Lífeyrissjóðsvanda upp á rúma 700 milljarða. Einna skuldugustu fyrirtæki og fjölskyldur í Evrópu. Launakjör sem duga vart til framfærslu hjá stórum hluta launþega.

Það er kominn tími til að hugsa þetta upp á nýtt. Hvað með að láta markaðslausnir ráða í stað þess að hneppa borgarana í stöðugt meiri sósíalíska ánauð ofurskatta og ofurgjalda til lífeyrissjóða. Svo ekki sé minnst á lánskjör sem miðast við hagsmuni lífeyrissjóða en hvorki eðlilega vaxtatöku á markaði né almenn sjónarmið varðandi lánakjör.

Er ekki tími til kominn að velja leið frelsisisins en hafna ánauðinni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ágæt leið til út úr þessu kerfi.

1. Hætta við skyldusparnað í lífeyrissjóði en þeir sem vilja geta náttúrulega látið þá ávaxta sitt pund, en folk ráði því sjálft sem sjálfstæðir einstaklingar hvar og hvernig það leggur til efri áranna og hverjir njóta þess sparnaðar falli það frá.

2.Lífeyrissjóðir greiði þeim sem eiga lífeyrisrétt út þann rétt með eðlilegum afföllum þar sem vitað er að rauneignastaða lífeyriskerfisins er á engan hátt sú sem vera þyrfti til að standa undir loforðum um lífeyri.

3. Sá peningur sem í dag fer frá launþegum og launagreiðendum til lífeyrissjóða ætti svona c.a. að hálfu eða 2/3 að ganga til ríkisins sem aftur greiðir út þeim sem þurfa með hóflegum tekjutengingum.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 18.7.2013 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 265
  • Sl. sólarhring: 783
  • Sl. viku: 4086
  • Frá upphafi: 2427886

Annað

  • Innlit í dag: 246
  • Innlit sl. viku: 3782
  • Gestir í dag: 242
  • IP-tölur í dag: 234

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband