Leita í fréttum mbl.is

Guðinn Bakkus

Forsætisráðherra hyllti vísnaskáldið KN með því að hella brennivíni yfir leiði hans. Samneytið við brennivínið var síður en svo mesta gæfa KN í lífinu. Samt sem áður þykir sniðugt á leiði hans að hella eins og segir í vísu Gulla Valdasonar.

Eitt sinn fór gömul kunningjakona KN að vanda um við hann og tala um hve illa hann hefði farið með líf sitt vegna drykkjuskapar og sagði eitthvað á þá leið að hefði brennivínið og Bakkus ekki eyðilagt allt fyrir honum þá hefði hann getað valið sér kvonfang auk annars. Eins og traustum Bakkusaraðdáanda sæmir svaraði KN með tilhlýðilegum hroka þessum umvöndunum með þessari vísu.

Gamli Bakkus gaf mér smakka

gæðin bestu öl og vín

og honum á ég  það að þakka

að þú ert ekki konan mín.

 Í kvæði sínu Bæn yrkir hann um brennivínið

Oftast þegar engin sér

og enginn maður heyrir

en brennivínið búið er

bið ég guð að hjálpa mér.

Kristján Níels Jónsson eða KN er merkt skáld og eftir hann eru margar stökur og kvæði sem lifa góðu lífi. Hann hefur að mörgu leyti verið vanmetinn sem skáld og þess vegna væri ástæða til að forsætisráðherra og íslenska þjóðin sýndi honum þá virðingu sem hann á skilið.  Að hella úr brennivínsflösku á leiði hans er vafasöm virðing miðað við lífshlaup KN og eðlilegt að koma henni fram með veglegri hætti.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

..."Gölla Valdasonar" Jón Magnússon ;)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 6.8.2013 kl. 13:42

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bakkus lék Jónas, KN og fleiri islensk skáld illa. Verður næst hellt úr vínflösku yfir leiði Jónasar á Þingvöllum á næsta ári, í tilefni af því að þá verða 170 ár síðan hann lést, langt um aldur fram ?

Ómar Ragnarsson, 6.8.2013 kl. 13:45

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Sigmundur hefði átt að láta einhvern Humpfrey  gera þetta fyrir sig til að lenda ekki í svona Jónum fyrir vikið.

Halldór Jónsson, 6.8.2013 kl. 18:18

4 Smámynd: Jón Magnússon

Rétt Hilmar.

Jón Magnússon, 7.8.2013 kl. 00:05

5 Smámynd: Jón Magnússon

Þyrfti þá ekki að fá kassa að minnsta kosti Ómar og e.t.v. nokkra til viðbótar til að vinna upp þau ár sem engu var hellt niður. Annars er ég ánægður með að víninu sé hellt niður. Það gerir minnstan skaða með því. en aftur á móti þá er þessi siður liður í þeirri víndýrkun sem heltekur okkar heimshluta þrátt fyrir að þessi vímugjafi sé síður en svo betri en margir þeir sem enn eru bannaðir.

Jón Magnússon, 7.8.2013 kl. 00:07

6 Smámynd: Jón Magnússon

Já Halldór það hefði verið skynsamlegra.

Jón Magnússon, 7.8.2013 kl. 00:07

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Lesið hef eg lærdómsstef,

þótt ljót sé skriftin,

og síst eg efa sannleikskraftinn

að sælla er að gefa en þiggja á kjaftinn. (KN)

Þessi hefð, að hella brennivíni á leiði Káins finnst mér nú ekki nein "víndýrkun", ekki frekar en að halda á lofti drykkjuvísum hans, sem margar hverjar eru hreinar perlur.

Ég var á ferð við leiðið með starfsfólki Grunnskóla Reyðarfjarðar í fyrrasumar og tók þetta myndband við það tækifæri. Jónas Þór, sagnfræðingur og leiðsögumaður okkar, fer með tvær skemmtilegar vísur í myndbandinu.

Slóðin á myndbandið: http://www.youtube.com/watch?v=XBXWk30MAIY&feature=player_embedded

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.8.2013 kl. 09:18

8 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir þetta innlegg Gunnar. En þetta er óneitanlega víndýrkun að hella á leiði manns sem átti alla ævi í vandamálum vegna áfengisneyslu. Vegna víndýrkunarinnar hættir okkur við að telja alla sæla sem eru gleðimenn í fjölmenni, drekka mikið og halda heilsu eins og KN gerði lengst af. En það er ekki sælan mesta þó um það sé ort Gunnar.

Jón Magnússon, 7.8.2013 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 214
  • Sl. sólarhring: 509
  • Sl. viku: 4430
  • Frá upphafi: 2450128

Annað

  • Innlit í dag: 195
  • Innlit sl. viku: 4124
  • Gestir í dag: 191
  • IP-tölur í dag: 189

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband