8.8.2013 | 00:37
Af hverju ekki hvalkjöt?
Nokkrir eigendur veitingastaða telja það sér til tekna að lýsa því yfir að þeir bjóði neytendum ekki upp á hvalkjöt. Ég veit ekki til að nokkur af þessum stöðum hafi nokkru sinni boðið viðskiptavinum sínum upp á hvalkjöt þannig að hér er þá ekki neitt nýtt á ferðinni nema yfirlýsingin.
Óneitanlega hefði viðskiptavinum nokkurra af þeim kaffistöðum sem auglýsa hvalkjötsskort brugðið í brún ef hvalkjöt hefði allt í einu birst á matseðlinum auk kaffibrauðs og Hnallþóra sem þar eru jafnan í boði. Sama er að segja um veitingastaði fyrir grænkera sem eru ekki með kjöt á boðstólum.
Undirtónninn í yfirlýsingunni er þó alvarlegur. Talsmaður hvalkjötsyfirlýsingarinnar lætur í veðri vaka að það sé siðferðilega ámælisvert að bjóða upp á hvalkjöt eða borða það. Af hverju? Dýrin eru ekki í útrýmingarhættu. Ekki er um verri meðferð á dýrum að ræða en gengur og gerist við kjötframleiðslu.
Barátta gegn loðdýrarækt og selveiðum er jafnundarleg. Einhver háskólaspekingur kom með gjörsamlega rakalaus andmæli gegn loðdýrarækt í fyrradag. Slík andmæli eru raunar ekki ný af nálinni. Brigitte Bardot sem einu sinni var fræg fyrir fríðleika fór í tildurklæðnaði sínum á norðurslóðir til að mótmæla veiðum og vinnslu selaafurða og það hafa ýmsir aðrir gert án nokkurra skynsamlegra raka.
Rómantískir sveimhugar víða um heim virðast telja að nauðsyn beri til að koma í veg fyrir að fólk á norðurslóðum nýti með sjálfbærum hætti þau gæði sem náttúran býður upp á. Rökin eru alltaf tilfinningaþrungin, en án hagrænnar eða vistræðilegrar skírskotunar.
Það er slæmt að veitingahúsaeigendur skuli taka þátt í svona auglýsingaherferð. Með sömu rökum og sjónarmiðum mætti mótmæla ansi mörgu sem finnst á matseðli sumra þeirra.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Umhverfismál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 34
- Sl. sólarhring: 391
- Sl. viku: 3871
- Frá upphafi: 2428092
Annað
- Innlit í dag: 32
- Innlit sl. viku: 3580
- Gestir í dag: 32
- IP-tölur í dag: 32
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Menn eru komnir út á hálan ís þegar ein atvinnugrein er farinn að vinna gegn annari sem er lögleg og með meirihluta þjóðarinnar með sér að auki. Spurning hvort þetta sé lögleg yfir höfuð.
Gunnar Þórarinsson (IP-tala skráð) 8.8.2013 kl. 00:55
"Talsmaður hvalkjötsyfirlýsingarinnar lætur í veðri vaka að það sé siðferðilega ámælisvert að bjóða upp á hvalkjöt eða borða það. Af hverju? Dýrin eru ekki í útrýmingarhættu."
Jú, þessi spendýr eru talin á válista. Þess vegna eru viðskipti með þau almennt talin siðferðislega ámælisverð.
Hefur það farið fram hjá þér að Kristján Loftsson á í mestu vandræðum með að koma hvalkjötinu í lóg sem hundamat?
Og hér gjabba landarnir um hvað hvalkjöt sé æðislega gott, ekki
"Ekki er um verri meðferð á dýrum að ræða en gengur og gerist við kjötframleiðslu."
Jú, miklu verri. Nefndu mér eitt dæmi um hvernig menn elta uppi spendýr með því að skjóta sprengiskutlum í þau.
Nægir þér ekki að grilla nautalundir?
Ertu að kvarta yfir úrvali?
Jóhann (IP-tala skráð) 8.8.2013 kl. 02:17
Spurningin snýst um hvort að ferðaþjónustan/hvalaskoðunarferðir/
ÍMYND landsins út á við; vegi þyngra en veiðarnar/kjöt sem enginn vill kaupa?
Jón Þórhallsson, 8.8.2013 kl. 08:28
Þetta er hárrétt ábending Gunnar.
Jón Magnússon, 8.8.2013 kl. 10:44
Hvalveiðar okkar eru sjálfbærar og vistvænar Jóhann. Þó einhver samtök úti í hinum stóra heimi telji annað þá er það rangt hjá þeim. Eru hreindýraveiðar mannúðlegri slátrun en slátrun hvala Jóhann? Ég held ekki. Svo er þetta ekki spurning um það hvort verið er að kvarta yfir úrvali. Á sínum tíma var þetta líka haft uppi af andstæðingum bjórsins sem spurðu er ekki nóg áfengi á boðstólum. Ef ég vil borða hvalkjöt og þú nautasteik þá er það okkar mál en ekki annarra Jóhann.
Jón Magnússon, 8.8.2013 kl. 10:47
Það er eðlileg umræða Jón en þessi undirskriftarherferð er að mínu viti ekki til það hjálpa til.
Jón Magnússon, 8.8.2013 kl. 10:48
Þessi dýr éta víst 30-50 kg. af fiski á dag, enda engin smádýr. Það er mikill munur á því að útrýma hvölum, eða að veiða eðllega, til að halda eðlilegu jafnvægi í lífríkinu.
Getur verið að sumir sem láta sig kvótaskiptingu útgerðanna miklu varða, vilji á sama tíma heimila hvölum allan þann kvóta sem þeir þurfa til að lifa?
Getur verið að hvalafriðunarfólk fái sér susi á veitingastöðum, eftir mótmælin? Er susi ekki fiskur? Á ekki bara að friða fiskinn sem susi er matreitt af?
Hvalkjöt er líklega með hollustu kjötvörum í heimi vegna hreinleikans (pensillín-ómengað). Japanir hafa borðað mikið hvalkjöt, ásamt öðrum fisktegundum, upp í gegnum tíðina. Krabbamein er nánast óþekktur sjúkdómur í Japan.
Eftir situr spurningin um hverjir það eru, sem standa fyrir áróðrinum af algjörri hvalafriðun/selafriðun, og nýjum bull-áróðri um að omega 3 fitusýrur séu óhollar? Eru það kannski lyfjafyrirtækin sem selja krabbameinslyf? Það er margt sem bendir til þess. Það er samhengi í þessu öllu. Best að vera gagnrýnin í hugsun.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.8.2013 kl. 12:01
Hvalkjöt, vel verkað, lítilega marinerað og grillað í stuttan tíma er hreint lostæti og vel til þess fallið að bjóða öllum. Sama á við um hrefnukjöt. Menn tala um mannúðlega slátrun, en hvernig er með "mannúðlega ræktun" er hún til staðar með t.d. svínaræktun, kjúkklinga ræktun og ræktun annara fugla? Margir af þeim sem vilja friða hvali gera sér grillur vegna þess að einhver tilfinningavæmni hefur verið gerð um þá, þetta eru oft einstaklingar sem nánast aldrei hugsað hvernig matvælaframleiðsla er. Sjá einungis matinn í fallegum neytendapakkningum. Mér er minnisstætt að fyrir nokkrum árum að hafa boðið Svisslendingi uppá kjúkkling, fékk þau svör að það væri mjög góður matur. Svo þegar heilgrillaður kjúkklingur kom á borðið folnaði hann upp og spurði ; Hvað er þetta?, hann hafði aldrei séð heilan kjúkkling matreyddan, eingöngu úr neytendapakkningum og þé oftast bara beinlausar bryngur. Þetta á við alltof marga sem mynda sér þröngar skoðanir út frá fákunnáttu.
Kjartan (IP-tala skráð) 8.8.2013 kl. 12:33
Ég hef tekið þá ákvörðun að fara ekki inn á veitingastað sem auglýsir að þar sé ekki selt hvalkjöt. Það er prinsipp hjá mér að þola ekki ofbeldi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.8.2013 kl. 12:39
Það er spurning hvort maður á að slá á móti Ásthildur. En annars er ég sammála ykkur Anna, Kjartan og Ásthildur.
Jón Magnússon, 8.8.2013 kl. 12:54
Því miður, þá hafa þessir umhverfis-terroristar gegnumsneitt lágt IQ.
BF sagði: Gáfað fólk þarf ekki ráðleggingar, heimskingjar taka ekki við þeim.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 8.8.2013 kl. 13:11
Af hverju borðum við ekki svani?
Eru þeir nokkuð í útrýmingarhættu?
Jón Þórhallsson, 8.8.2013 kl. 14:29
Anna Sigríður Guðmundsdóttir; "Þessi dýr éta víst 30-50 kg. af fiski á dag,"
Anna mín, það eru bara litlir hvalir sem borða 3-50 kg á dag, hjá flestum hvaltegundum er talað um tonnum á dag
Brynjar Þór Guðmundsson, 8.8.2013 kl. 14:54
"Hvalveiðar okkar eru sjálfbærar og vistvænar Jóhann"
Nei, það eru þær ekki. Það er varla að Kristján Loftsson nái að koma kjötinu í lúxus-hundafóður.
"Eru hreindýraveiðar mannúðlegri slátrun en slátrun hvala Jóhann? Ég held ekki."
Það að skjóta sprengiskutli í kú eða tarf er viðurstyggilegt.
Athugasemd þín um bjórdrykkju er útúrsnúningur í því samhengi.
Ef Kristján Loftsson vill vera "umhverfisvænn og sjálfbær", þá ætti hann að stofna safn utan um deyjandi atvinnugrein.
Íslendingar ættu jafnframt að lýsa yfir algeru banni á hvalveiðum og munu uppskera ríkulega í kjölfarið.
Það er hlægilegur þjóðrembingur þegar landarnir mæra hvalkjötsát.
Jóhann (IP-tala skráð) 8.8.2013 kl. 20:42
Ég sný við ef ég sé svona límmiða á veitingastað
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.8.2013 kl. 23:06
Ekki veit ég það nú svo gjörla Valdimar og held að það fari ekki eftir IQ inu en hver er BF
Jón Magnússon, 8.8.2013 kl. 23:57
Góð spurning Jón. Langar þig í einn. Ekki mig.
Jón Magnússon, 8.8.2013 kl. 23:58
Já Jóhann þarna erum við ekki sammála eins og fram er komið og ég hef engu við að bæta. Þú hefur þína skoðun og ég mína.
Jón Magnússon, 8.8.2013 kl. 23:59
Það ætla ég ekki að gera Gunnar. Öllum getur orðið á.
Jón Magnússon, 8.8.2013 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.